Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2020 07:00 Hörður leikur í 2. deild karla en tók einnig þátt í bikarkeppninni í vetur. Facebook/@hordur.isafjordur Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Liðin mættust á Ísafirði í 1. umferð bikarkeppninnar og unnu Þórsarar 39-16. Samkvæmt reglum HSÍ eiga félög að skipta ferðakostnaði aðkomuliðs á milli sín og segir í pistli Ísfirðinga að aldrei hafi Hörður þurft að borga meira en 140.000 krónur vegna ferðakostnaðar mótherja sinna í gegnum tíðina. Hins vegar hafi Þórsarar metið ferðakostnað sinn á rétt rúmlega 800.000 krónur, og því sé kostnaður Harðar 400.000 krónur vegna eins leiks.Samkvæmt pistlinum komst mótanefnd HSÍ að þeirri niðurstöðu að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Þórsarar ferðuðust í leikinn með flugi en Harðarmenn spyrja sig hvort að sú ákvörðun eigi að bitna á þeim, sem ferðist sjálfir akandi að minnsta kosti 445 kílómetra í alla sína útileiki. Það að borga 400.000 krónur sligi lítið félag eins og Hörð. „Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar,“ segir í pistli Harðar, þar sem að lokum segir: „Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ. Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunni er farin.“ Í svari á Facebook-síðu Harðar segir Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, að lýsingar Ísfirðinga séu mjög einhliða og upplýsingar ekki réttar, án þess þó að fara nánar út í það að hvaða leyti þær séu rangar. Bendir Þorvaldur á að Þórsarar fari eftir formúlu frá HSÍ og að þeir hafi sjálfir þurft að greiða svipaða upphæð þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í næstu umferð bikarkeppninnar: „Þannig að ef þetta er rangt, þá þarf hreinlega að endurskoða uppgjör fleiri bikarleikja. Kannski er það eina rétta. En það verður sambandið að segja til um. Vill árétta, Þór hefur ekkert rangt gert. Bara farið eftir formúlu sem fengin var frá HSÍ,“ skrifar Þorvaldur. Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Liðin mættust á Ísafirði í 1. umferð bikarkeppninnar og unnu Þórsarar 39-16. Samkvæmt reglum HSÍ eiga félög að skipta ferðakostnaði aðkomuliðs á milli sín og segir í pistli Ísfirðinga að aldrei hafi Hörður þurft að borga meira en 140.000 krónur vegna ferðakostnaðar mótherja sinna í gegnum tíðina. Hins vegar hafi Þórsarar metið ferðakostnað sinn á rétt rúmlega 800.000 krónur, og því sé kostnaður Harðar 400.000 krónur vegna eins leiks.Samkvæmt pistlinum komst mótanefnd HSÍ að þeirri niðurstöðu að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Þórsarar ferðuðust í leikinn með flugi en Harðarmenn spyrja sig hvort að sú ákvörðun eigi að bitna á þeim, sem ferðist sjálfir akandi að minnsta kosti 445 kílómetra í alla sína útileiki. Það að borga 400.000 krónur sligi lítið félag eins og Hörð. „Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar,“ segir í pistli Harðar, þar sem að lokum segir: „Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ. Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunni er farin.“ Í svari á Facebook-síðu Harðar segir Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, að lýsingar Ísfirðinga séu mjög einhliða og upplýsingar ekki réttar, án þess þó að fara nánar út í það að hvaða leyti þær séu rangar. Bendir Þorvaldur á að Þórsarar fari eftir formúlu frá HSÍ og að þeir hafi sjálfir þurft að greiða svipaða upphæð þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í næstu umferð bikarkeppninnar: „Þannig að ef þetta er rangt, þá þarf hreinlega að endurskoða uppgjör fleiri bikarleikja. Kannski er það eina rétta. En það verður sambandið að segja til um. Vill árétta, Þór hefur ekkert rangt gert. Bara farið eftir formúlu sem fengin var frá HSÍ,“ skrifar Þorvaldur.
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira