Bæði Buttigieg og Sanders fara fram á að farið verði yfir niðurstöður í Iowa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 23:30 Þessir þrír herramenn hafa verið að mælast með mest fylgi undanfarna daga. Biden, Bernie og Buttigieg. Vísir/AP Pete Buttigieg og Bernie Sanders, forsetaframbjóðendur demókrata og þeir frambjóðendur sem taldir hafa verið efstir í fyrstu forkosningum demókrata í Iowa-ríki hafa báðir farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöður forkosninganna í hluta ríkisins. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí.Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmissem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu ogstaðfesta úrslit.Framboð Buttigieg hefur farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöðurnar í 66 kjördæmum í ríkinu en framboð Sanders í 28 kjördæmum, að því erReuters greinir frá og hefur eftir tilkynningu frá Demókrataflokknum. Alls verða úrslit skoðuð nánar í 143 kjördæmum.Sú skoðun sem nú fer fram er þó ekki endurtalning á atkvæðum heldur einungis formleg yfirferð yfir gögn og útreikninga kjörnefnda í kjördæmunum.Til þess að hægt sé að fara fram á formlega endurtalningu þarf fyrst að fara yfir niðurstöðurnar líkt og framboð Sanders og Buttigieg hafa nú farið fram á að verði gert.Samkvæmt uppfærði talningu frá því gær hlaut Buttigieg 14 kjörmenn, Sanders 12, Elizabeth Warren átta, Joe Biden sex og Amy Klobuchar einn.Formaður Demókrataflokksins í Iowa segir að ekki liggi fyrir hvað langan tíma taki að fara aftur yfir niðurstöðurnar en framundan er forval demókrata í New Hampshire. Skoðanakannanir benda til þess að þeir Sanders og Buttigieg muni býtast um sigurinn þar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Formaður landsnefndar Demókrata kallar eftir endurskoðun niðurstaðna í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvalsins í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. 6. febrúar 2020 18:30 Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45 Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar heldur áfram í New Hampshire á morgun. Horfur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, eru ekki góðar þar. 10. febrúar 2020 12:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Pete Buttigieg og Bernie Sanders, forsetaframbjóðendur demókrata og þeir frambjóðendur sem taldir hafa verið efstir í fyrstu forkosningum demókrata í Iowa-ríki hafa báðir farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöður forkosninganna í hluta ríkisins. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí.Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmissem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu ogstaðfesta úrslit.Framboð Buttigieg hefur farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöðurnar í 66 kjördæmum í ríkinu en framboð Sanders í 28 kjördæmum, að því erReuters greinir frá og hefur eftir tilkynningu frá Demókrataflokknum. Alls verða úrslit skoðuð nánar í 143 kjördæmum.Sú skoðun sem nú fer fram er þó ekki endurtalning á atkvæðum heldur einungis formleg yfirferð yfir gögn og útreikninga kjörnefnda í kjördæmunum.Til þess að hægt sé að fara fram á formlega endurtalningu þarf fyrst að fara yfir niðurstöðurnar líkt og framboð Sanders og Buttigieg hafa nú farið fram á að verði gert.Samkvæmt uppfærði talningu frá því gær hlaut Buttigieg 14 kjörmenn, Sanders 12, Elizabeth Warren átta, Joe Biden sex og Amy Klobuchar einn.Formaður Demókrataflokksins í Iowa segir að ekki liggi fyrir hvað langan tíma taki að fara aftur yfir niðurstöðurnar en framundan er forval demókrata í New Hampshire. Skoðanakannanir benda til þess að þeir Sanders og Buttigieg muni býtast um sigurinn þar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Formaður landsnefndar Demókrata kallar eftir endurskoðun niðurstaðna í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvalsins í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. 6. febrúar 2020 18:30 Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45 Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar heldur áfram í New Hampshire á morgun. Horfur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, eru ekki góðar þar. 10. febrúar 2020 12:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Formaður landsnefndar Demókrata kallar eftir endurskoðun niðurstaðna í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvalsins í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. 6. febrúar 2020 18:30
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46
Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00
Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45
Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar heldur áfram í New Hampshire á morgun. Horfur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, eru ekki góðar þar. 10. febrúar 2020 12:36