HSÍ og KKÍ fá samtals 18 milljónum minna úr Afrekssjóði í ár Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2020 18:00 HSÍ sendi lið á stórmót í janúar þegar EM í handbolta fór fram. vísir/EPA Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér. Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira