Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:15 Sjórinn gengur yfir Srandveginn, eina aðalgötu Sauðárkróks. Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt. Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt.
Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira