Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 16:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, á fundinum nú síðdegis. vísir/vilhelm Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00