Hefði frekar búist við því að það yrði ófært í Keflavík en á Tenerife Sylvía Hall skrifar 23. febrúar 2020 16:50 Ólafur segir varla nokkurn mann vera á ferli, enda sé veður enn frekar slæmt. Félag atvinnurekenda/Ólafur Stephensen „Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“ Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
„Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“
Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira