Kjarasamning STRAX! Sandra B. Franks skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun