Suður-Súdan: Rúmlega helmingur þjóðarinnar við hungurmörk Heimsljós kynnir 21. febrúar 2020 15:00 Gabriela Vicacqua/ WFP Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna vekja athygli á alvarlegum matarskorti í Suður-Súdan og segja í yfirlýsingu að rúmlega helmingur þjóðarinnar, ríflega 6,5 milljónir manna, eigi á hættu að draga fram lífið við hungurmörk á vormánuðum. Nú þegar búa rúmlega 20 þúsund íbúar við sáran sult, íbúar héraða þar sem úrkoma var gífurleg á síðasta ári, og þeir þurfa nú þegar á mannúðaraðstoð að halda. Rúmlega ein milljón barna í landinu er vannærð. Aðstæður eru sérstaklega erfiðar í þeim héruðum sem urðu illa úti í miklum flóðum á síðasta ári og þar er matvælaöryggið minnst vegna uppskerubrests, segir í skýrslu stjórnvalda í Suður-Súdan sem gefin er út sameiginlega með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), en þær eru allar samstarfsstofnanir utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu og mannúðarmálum. Óttast er að matarskortur eigi eftir að aukast á næstu vikum og mánuðum, fram í byrjun júlímánaðar. Verst er ástandið í þeim fjölmörgum héruðum sem urðu harðast úti á flóðatímanum í fyrra. Að óbreyttu er reiknað með að rúmlega 1,7 milljónir íbúa verði við hungurmörk fyrri hluta ársins. Samkvæmt skýrslunni áttu um 5,3 milljónir íbúa Suður-Súdan í síðasta mánuði í erfiðleikum með að fá nóg að borða og framundan eru mánuðir þar sem matvæli verða af enn skornari skammti. Meshack Malo fulltrúi FAO í Suður-Súdan segir að þrátt fyrir nokkrar umbætur í matvælaframleiðslu séu enn alltof margir hungraðir og þeim fari fjölgandi. Þá geti engisprettufaraldur í þessum heimshluta gert ástandið enn verra. „Það er mjög mikilvægt að okkur takist að auka stuðning við íbúa Suður-Súdan svo þeir geti haldið áfram að bæta lífsviðurværi sitt og einnig þurfum við að styðja stjórnvöld í viðleitni þeirra að bregðast við engisprettufaraldrinum,“ segir hann. Eftir langvarandi vopnuð átök ríkir nú sæmilegur friður og stöðugleiki í Suður-Súdan. Fulltrúar fyrrnefndra þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna láta í ljós vonir um að nýta megi það ástand til að bæta matvælaframleiðslu og raunar sjáist þess merki nú þegar, meðal annars hafi kornframleiðsla milli ára aukist um tíu af hundraði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Suður-Súdan Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent
Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna vekja athygli á alvarlegum matarskorti í Suður-Súdan og segja í yfirlýsingu að rúmlega helmingur þjóðarinnar, ríflega 6,5 milljónir manna, eigi á hættu að draga fram lífið við hungurmörk á vormánuðum. Nú þegar búa rúmlega 20 þúsund íbúar við sáran sult, íbúar héraða þar sem úrkoma var gífurleg á síðasta ári, og þeir þurfa nú þegar á mannúðaraðstoð að halda. Rúmlega ein milljón barna í landinu er vannærð. Aðstæður eru sérstaklega erfiðar í þeim héruðum sem urðu illa úti í miklum flóðum á síðasta ári og þar er matvælaöryggið minnst vegna uppskerubrests, segir í skýrslu stjórnvalda í Suður-Súdan sem gefin er út sameiginlega með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), en þær eru allar samstarfsstofnanir utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu og mannúðarmálum. Óttast er að matarskortur eigi eftir að aukast á næstu vikum og mánuðum, fram í byrjun júlímánaðar. Verst er ástandið í þeim fjölmörgum héruðum sem urðu harðast úti á flóðatímanum í fyrra. Að óbreyttu er reiknað með að rúmlega 1,7 milljónir íbúa verði við hungurmörk fyrri hluta ársins. Samkvæmt skýrslunni áttu um 5,3 milljónir íbúa Suður-Súdan í síðasta mánuði í erfiðleikum með að fá nóg að borða og framundan eru mánuðir þar sem matvæli verða af enn skornari skammti. Meshack Malo fulltrúi FAO í Suður-Súdan segir að þrátt fyrir nokkrar umbætur í matvælaframleiðslu séu enn alltof margir hungraðir og þeim fari fjölgandi. Þá geti engisprettufaraldur í þessum heimshluta gert ástandið enn verra. „Það er mjög mikilvægt að okkur takist að auka stuðning við íbúa Suður-Súdan svo þeir geti haldið áfram að bæta lífsviðurværi sitt og einnig þurfum við að styðja stjórnvöld í viðleitni þeirra að bregðast við engisprettufaraldrinum,“ segir hann. Eftir langvarandi vopnuð átök ríkir nú sæmilegur friður og stöðugleiki í Suður-Súdan. Fulltrúar fyrrnefndra þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna láta í ljós vonir um að nýta megi það ástand til að bæta matvælaframleiðslu og raunar sjáist þess merki nú þegar, meðal annars hafi kornframleiðsla milli ára aukist um tíu af hundraði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Suður-Súdan Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent