Ertu að fjölga þér? Lestu þetta fyrst Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:15 Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar