Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 16:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans á upplýsingafundi í dag. Vísir/vilhelm Fimm tilfelli af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar verið greindir hér á landi. Þeir eru allir á fimmtugs og sextugsaldri að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Tvö sýni reyndust jákvæð um hádegisbil og eftir hádegið hafa þrjú jákvæð bæst við. Öll fjórtán eiga það sameiginlegt að hafa smitast erlendis. Fólkið er ekki alvarlega veikt. Ellefu þeirra komu í flugi frá Verona á Norður Ítalíu og þrír í flugi frá München í Þýskalandi og voru þau að koma frá Austurríki. Fólkið er nú í einangrun. Sá sem fyrst smitaðist er útskrifaður af Landspítala og er nú heima í sóttkví. Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis er að störfum. Samtals hafa þau haft samband við um 300 einstaklinga síðastliðna daga. Í dag voru 29 sýni rannsökuð á Landspítala, þar af reyndust fimm fyrrnefnd tilfelli jákvæð. Frá upphafi hafa um 180 sýni verið rannsökuð. Í kringum 300 manns eru í sóttkví á landinu öllu. Mikilvægt að gæta vel að hreinlæti Á upplýsingafundi Samhæfingarstöðvar fyrir fjölmiðla fjallaði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag. Már hvatti almenning til að fylgja almennum leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Hann lýsti einkennum kórónuveirunnar í samanburði við hina árlegu inflúensu. Einkennin eru ekki ólík en það er til bóluefni og meðferðarmöguleikar þegar kemur að inflúensu. Kórónuveiran er ný veira og beita þarf einangrun og sóttkví þar til búið verður að þróa bóluefni. Um 80 prósent þeirra sem greinast með COVID-19 fá væg einkenni, um 15 prósent verða veik með hita og einkenni hliðstæð inflúensu en um 5% veikjast alvarlega. Veiran getur lifað á yfirborði hluta í 1-9 daga og er því mikilvægt að gæta vel að almennu hreinlæti. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrði langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID-19. Nauðsynlegt er að horfa af yfirvegun fram i tímann. Við erum í upphitun fyrir verkefni næstu mánaða. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallaði um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Umfjöllun getur valdið kvíða og er því mikilvægt að foreldrar sýni sérstaka aðgát í návist barna. Varast sögusagnir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Lifa eðlilegu lífi og halda ró sinni við þessar óvenjulegu aðstæður. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Fimm tilfelli af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar verið greindir hér á landi. Þeir eru allir á fimmtugs og sextugsaldri að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Tvö sýni reyndust jákvæð um hádegisbil og eftir hádegið hafa þrjú jákvæð bæst við. Öll fjórtán eiga það sameiginlegt að hafa smitast erlendis. Fólkið er ekki alvarlega veikt. Ellefu þeirra komu í flugi frá Verona á Norður Ítalíu og þrír í flugi frá München í Þýskalandi og voru þau að koma frá Austurríki. Fólkið er nú í einangrun. Sá sem fyrst smitaðist er útskrifaður af Landspítala og er nú heima í sóttkví. Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis er að störfum. Samtals hafa þau haft samband við um 300 einstaklinga síðastliðna daga. Í dag voru 29 sýni rannsökuð á Landspítala, þar af reyndust fimm fyrrnefnd tilfelli jákvæð. Frá upphafi hafa um 180 sýni verið rannsökuð. Í kringum 300 manns eru í sóttkví á landinu öllu. Mikilvægt að gæta vel að hreinlæti Á upplýsingafundi Samhæfingarstöðvar fyrir fjölmiðla fjallaði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag. Már hvatti almenning til að fylgja almennum leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Hann lýsti einkennum kórónuveirunnar í samanburði við hina árlegu inflúensu. Einkennin eru ekki ólík en það er til bóluefni og meðferðarmöguleikar þegar kemur að inflúensu. Kórónuveiran er ný veira og beita þarf einangrun og sóttkví þar til búið verður að þróa bóluefni. Um 80 prósent þeirra sem greinast með COVID-19 fá væg einkenni, um 15 prósent verða veik með hita og einkenni hliðstæð inflúensu en um 5% veikjast alvarlega. Veiran getur lifað á yfirborði hluta í 1-9 daga og er því mikilvægt að gæta vel að almennu hreinlæti. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrði langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID-19. Nauðsynlegt er að horfa af yfirvegun fram i tímann. Við erum í upphitun fyrir verkefni næstu mánaða. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallaði um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Umfjöllun getur valdið kvíða og er því mikilvægt að foreldrar sýni sérstaka aðgát í návist barna. Varast sögusagnir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Lifa eðlilegu lífi og halda ró sinni við þessar óvenjulegu aðstæður.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira