RÚV ekki lengur með skjalið umdeilda í sínum fórum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 22:05 Ríkisútvarpið er til húsa í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands.
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira