Samherjar með flestar sendingar í Pepsi Max deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 15:30 Eyjólfur Héðinsson í leik með Stjörnunni. Vísir/Bára Stjörnumennirnir Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson hafa gefið flestar sendingar að meðaltali af öllum leikmönnum Pepsi Max deildar karla í sumar. Boltinn fer greinilega í gegnum miðjuna í leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í sumar því þar spila þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar sendingar á hverjar 90 mínútur í deildinni til þessa. Eyjólfur Héðinsson er sá leikmaður sem hefur átt flestar sendingar í deildinni eða 63,6 að meðaltali á hverjar níutíu mínútur. 84 prósent af sendingum hans hafa heppnast. Alex Þór Hauksson, liðsfélagi Eyjólfs hjá Stjörnunni, er síðan með 58,6 sendingar að meðaltali á hverjar níutíu mínútur og er aðeins á undan Víkingnum Kára Árnasyni sem er í þriðja sætinu með 57,95 sendingar á hvern heilan leik. Víkingar eiga aftur á móti flesta leikmenn á topp tíu listanum en þessar tölur frá Wyscout tölfræðiveitunni eru fyrir leik Víkinga og Fjölnis í gær. Þá voru þeir Júlíus Magnússon, Sölvi Geir Ottesen og Viktor Örlygur Andrason allir meðal tíu efstu manna. Eyjólfur Héðinsson er annars mjög áberandi á sendingalistum. Hann hefur gefið flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn og er einnig með flestar sókndjarfar sendingar. Alex er í öðru sæti á fyrri listanum en í þriðja sæti yfir sókndjarfar sendingar þar sem Blikinn Damir Muminovic er á milli þeirra. Meðal annarra sem eru á toppnum í sendingatölfræði eru Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sem átt flestar lykilsendingar sem skapa skotfæri, Valsmaðurinn Aron Bjarnason sem hefur átt flestar langar sendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sem er með flestar fyrirgjafir. Hilmar Árni hefur einnig tekið flest horn allra leikmanna og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur tekið flestar aukaspyrnur á sóknarvelli. Stjörnumenn verða í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þar sem útsendingin hefst klukkan 18.45. Á sama tíma verður leikur Gróttu og Breiðabliks sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Eftir leikina verða síðan Pepsi Max Tilþrifin á Stöð 2 Sport. Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22 Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Stjörnumennirnir Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson hafa gefið flestar sendingar að meðaltali af öllum leikmönnum Pepsi Max deildar karla í sumar. Boltinn fer greinilega í gegnum miðjuna í leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í sumar því þar spila þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar sendingar á hverjar 90 mínútur í deildinni til þessa. Eyjólfur Héðinsson er sá leikmaður sem hefur átt flestar sendingar í deildinni eða 63,6 að meðaltali á hverjar níutíu mínútur. 84 prósent af sendingum hans hafa heppnast. Alex Þór Hauksson, liðsfélagi Eyjólfs hjá Stjörnunni, er síðan með 58,6 sendingar að meðaltali á hverjar níutíu mínútur og er aðeins á undan Víkingnum Kára Árnasyni sem er í þriðja sætinu með 57,95 sendingar á hvern heilan leik. Víkingar eiga aftur á móti flesta leikmenn á topp tíu listanum en þessar tölur frá Wyscout tölfræðiveitunni eru fyrir leik Víkinga og Fjölnis í gær. Þá voru þeir Júlíus Magnússon, Sölvi Geir Ottesen og Viktor Örlygur Andrason allir meðal tíu efstu manna. Eyjólfur Héðinsson er annars mjög áberandi á sendingalistum. Hann hefur gefið flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn og er einnig með flestar sókndjarfar sendingar. Alex er í öðru sæti á fyrri listanum en í þriðja sæti yfir sókndjarfar sendingar þar sem Blikinn Damir Muminovic er á milli þeirra. Meðal annarra sem eru á toppnum í sendingatölfræði eru Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sem átt flestar lykilsendingar sem skapa skotfæri, Valsmaðurinn Aron Bjarnason sem hefur átt flestar langar sendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sem er með flestar fyrirgjafir. Hilmar Árni hefur einnig tekið flest horn allra leikmanna og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur tekið flestar aukaspyrnur á sóknarvelli. Stjörnumenn verða í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þar sem útsendingin hefst klukkan 18.45. Á sama tíma verður leikur Gróttu og Breiðabliks sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Eftir leikina verða síðan Pepsi Max Tilþrifin á Stöð 2 Sport. Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22
Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira