Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 10:45 Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Vísir/Vilhelm „Ég var alltaf að stelast til að taka myndirnar,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um fyrstu myndirnar sem hann tók. Þó að Ragnar, betur þekktur sem RAX, hafi myndað fleiri einstaklinga en hægt er að telja, var hann mjög feiminn þegar hann byrjaði. Hann var snemma byrjaður að mynda mannlífið og skúmana í sveitinni á kassavél. „Það voru eiginlega fyrstu myndirnar sem ég tók. Svo fermdist ég og fékk myndavél og þá var ekki aftur snúið.“ Þann 30. ágúst næstkomandi byrja í sýningu hér á Vísi nýir þættir þar sem farið er yfir ljósmyndaferilinn hans. Ragnar segir þar sjálfur frá sögunum á bak við myndirnar sem endað hafa í bókum, fjölmiðlum og á sýningum um allan heim. Aðspurður hvaða mynd er í persónulegu uppáhaldi, svarar hann snöggur „Næsta mynd.“ Fórnir og lífshætta Þó að listamaðurinn eigi erfitt með að gera upp á milli myndanna sinna þá tókst að velja tugir mynda fyrir þessa þætti, bæði hans þekktustu verk og myndir sem hafa sérstaka merkingu fyrir hann sjálfan. „Í uppáhaldi eru líka myndir sem ég man hvernig mér leið þegar ég tók þær. Eins og veiðimaðurinn í Grænlandi á ísnum í 49 stiga frosti. Ég er enn að drepast í höndunum og þumalfingurinn minnir mig alltaf á þessa mynd. Hún kostaði helling og ég er ánægður að hafa tekið hana, því að ég lagði eitthvað á mig til að geta það. Ég fórnaði svolítið.“ Nánar verður fjallað um þá ljósmynd og allar þekktustu myndir RAX í þáttunum en hér fyrir neðan má sjá stiklu. Klippa: RAX AUGNABLIK - Stikla Snemma orðinn gömul sál Ástríðan fyrir ljósmyndum kom strax fram í æsku Ragnars og er enn til staðar, enda er ný bók væntanleg í haust og Ragnar fullur af hugmyndum fyrir ný verkefni. „Pabbi var með dellu fyrir öllum fjandanum og þar á meðal var ljósmyndun. Svo var ég í sveit og fann gömul tímarit eins og Life, sem voru alveg ómetanleg blöð. Mér fannst svo flott að skoða þessar myndir og svo skoðaði ég líka mikið listaverkabækur. Ég get ekki teiknað Óla prik án þess að það sé hlegið að mér þannig að ég verð að taka myndir,“ segir Ragnar um það hvenær ljósmyndaáhuginn byrjaði. „Mér fannst bara svo gaman að taka myndir af fólkinu í sveitinni og lífinu. Ég fór að hugsa hvernig þetta yrði eftir 50 ár eða 100 ár. Ég er örugglega svolítið gömul sál hvað það varðar að hugsa langt fram í tímann og til baka. Það hefur flest af því ræst svo þá áttaði ég mig á því hvað það er mikilvægt í mínum huga að skrásetja lífið í myndum. Við veltum því oft ekki fyrir okkur fyrr en það er of seint, fyrr en það er farið.“ Ragnar er einlægur og opinn og reynir alltaf að kynnast fólkinu sem hann myndar. Hann segist sýna fólki virðingu og þá oftast sýni það virðingu til baka og allt gangi vel. „Ég hef allavega ekki ennþá lent í fangelsi,“ segir hann svo og hlær innilega. Vildi fljúga eins og fuglinn Hann er mikill tónlistarunnandi og hlustar alltaf á tónlist þegar hann vinnur myndir, hvort sem það er í myrkraherbergi eða í tölvu. Það kemur því ekki á óvart þegar hann líkir myndum við sitt eigið Yesterday eða Let it be í þáttunum þegar hann er að útskýra eitthvað. Ragnar hefur tekið ótal mynda úr lofti, enda er hann lærður flugmaður og flýgur sjálfur á marga af þeim stöðum sem hann myndar á. „Ég ákvað það þegar ég var krakki að ég ætlaði að verða ljósmyndari eða flugmaður. Ég fékk dellu fyrir flugi og það eru allir í fjölskyldunni flugmenn eða eitthvað í kringum það. Flugáhuginn var líka hjá mér. Ég horfði á fuglana fljúga á hverjum einasta degi, á hverjum einasta degi eftir að ég var búinn að mjólka beljurnar þá fór ég í gljúfrið og horfði á fuglana. Ég vildi verða eins og þeir þannig að ég lærði að fljúga.“ Þegar hann hafði lokið flugnáminu var lítið um ráðningar flugmanna. „Svo er ljósmyndun bara svo skemmtileg. Ég flaug og komst út um allt svo það er frábært. Ég flaug eiginlega öll flug fyrir Moggann í 40 ár, þeir vita ekki af því enn held ég. Ég fór í eldgos og skipströnd og flaug þetta allt meira og minna og það var mjög góð reynsla. Ég fór líka með vinum mínum í sjúkraflug þegar þeir vildu ekki fljúga einir, ég vildi bara öðlast eins mikla reynslu og ég mögulega gat.“ RAX tók þessa mynd af selaveiðum þegar hann var ungur. Mynd/RAX Þjálfun að mynda íþróttir Hann var ljósmyndari hjá Morgunblaðinu í fjóra áratugi en hefur nú gengið til liðs við Vísi. „Ég spilaði fótbolta með Fylki og hafði alltaf gaman af fótbolta. Svo fékk ég vinnu hjá Mogganum sem sumarstrákur og hafði gaman af því að mynda íþróttir, það fannst mér alveg stórkostlegt.“ Hann lærði mikið af íþróttaljósmynduninni sem átti eftir að móta hans tækni mikið. „Það var aðallega af því að það var svo góð þjálfun, það voru réttu augnablikin sem gerast í handboltanum og fótboltanum sem þú þarft að ná. Þú mátt aldrei missa einbeitinguna og þú þarft að fókusa alveg stanslaust. Á þeim tíma þurfti maður að handfókusa svo þetta var þjálfun í því að vera snöggur. Það var það sem ég vildi þjálfa mig í. Ég hef mest gaman af því að mynda fólk í umhverfi sínu, eins og við erum búin að vera að gera með þessum bókum um Grænland og allt það. Maður þarf að vinna hratt og það þýðir ekkert að vera að dúlla sér. Það kemur úr íþróttunum, snerpan við að reyna að fylgjast með augnablikunum gerast.“ Í þáttunum talar Ragnar um að hver mynd sé augnablik sem þú frystir í lífi einhvers. „Það er bara varanlegt og þegar við erum farin, ef myndin verður kannski „legendary“ sem þú veist aldrei hvenær gerist, þá eru þau svipbrigði það sem fylgir viðkomandi út fyrir allt.“ Ófullkomnun oft flottari Hann viðurkennir að vera mjög smámunasamur, stundum einum of, enda alltaf að horfa eftir þessum litlu smáatriðum hjá fólkinu sem hann myndar. „Eins og þegar ég myndaði veiðimenn á Grænlandi, þá horfi ég á augun og svipbrigðin. Það er allt lykilatriði og að umhverfið sé flott.“ Ragnar er sjálfur sinn harðasti gagnrýnandi og á það til að kalla sig aula og öðrum misgáfulegum nöfnum. Hann hættir aldrei fyrr en myndinni er náð og fer oft aftur og aftur að mynda staði ef hann er ekki sáttur við fyrstu útkomu. „Þá dettur oft eitthvað inn, flott mynd kemur nefnilega stundum til manns. En ég er allt of allt of smámunasamur, því stundum er það jafnvel flottara ef það er ekki of fullkomið.“ Thule á Grænlandi árið 2010.Mynd/RAX Hvirfilbylir og eldingar heilla Eins og þættirnir munu sýna hefur Ragnar tekið mikið af þekktum fréttaljósmyndum og auk þess myndað fólk, mannlíf, landslag, dýr, náttúruhamfarir, jökla og merkileg augnablik í Íslandssögunni. Hann hefur líka hlotið verðskuldaða athygli fyrir að skrásetja lífið á Norðurslóðum og breytingarnar vegna hlýnun jarðar. Svona mætti lengi telja en þegar blaðamaður grínast með að hann sé búinn að sérhæfa sig í öllu nema neðansjávarljósmyndum, er hann snöggur að segja glottandi: „Ég er að velta því fyrir mér, ég er að vinna í því.“ Ragnar heldur áfram og segir að það yrðu samt sennilega ekki eingöngu neðansjávarmyndir, en það væri hægt að blanda saman myndum teknum undir yfirborðinu og fyrir ofan það. Hugurinn hans er farinn á flug og allt í einu er hann að ræða ljósmyndir af háhyrningum. Það er því aldrei að vita nema neðansjávarbók eða sýning verði að veruleika í náinni framtíð. „Maður getur fengið dellu fyrir hverju sem er. Mig hefur til dæmis alltaf langað til þess að mynda, að elta þá. Mig langar að mynda eldingar í Venezuela, þar er vatn sem bara logar allt á hverju kvöldi. En svo fór ég að lesa að 60 eða 70 prósent af þeim sem látast í eldingum eru ljósmyndarar með þrífót,“ segir hann og hlær. „Á Norðurslóðunum er líka svo mikið að mynda, maður getur varla klárað það.“ Eftir snjóflóð, Flateyri.Mynd/RAX Ekki nóg að sýna bara góða sólardaga Þó að Ragnar hafi hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir sínar þá hefði hann samt viljað ná að skrásetja breytingarnar í heiminum enn betur og er hvergi nærri hættur. „Ég hefði viljað gera miklu meira af því sem ég er búinn að vera að gera, hefði viljað vinna miklu hraðar. Því jöklarnir eru að bráðna og jörðin er í þeim fasa að hitna, þeir hafa verið minni og þeir hafa verið stærri. Hvort sem það er okkur að kenna eða ekki, ég ætla að leyfa vísindamönnum að útskýra það. En ég er búinn að horfa á það hvernig þetta breytist, ég er búinn að ganga á þessum bráðnandi blaðsíðum. Ég hefði því viljað vera oftar og meira í því að skrásetja það. Vegna þess að sögulega voru fáir að mynda þetta.“ Hann ítrekar að það þurfi að sýna þetta líf eins og það er erfiðast. „Í kuldanum, maður þarf að fara þegar það er verst. Það er ekkert mál að fara þarna á sumri og sigla á gúmmíbát og fara svo í sólbað á steini, það er ekki nóg. Það er ekki nóg að mynda bara ísjaka að fljóta frá vinstri til hægri, það þarf að vera svolítið meira en það. Mannlífið er að breytast og ég er búinn að upplifa þetta og ég hefði viljað gera miklu meira.“ Tekur tíma, en verður til á endanum Planið hans er að gefa út stóra bók um öll löndin á Norðurslóðum. „Því þetta verður stærsta málið á jörðinni á komandi árum, það er alveg á hreinu. Ég vil að Íslendingar geri þessa bók. Ég var dálítið á undan öðrum að mynda þarna, það eru nokkrir að gera það núna en aðallega ísjakana að vísu. En þeir hafa alveg ótakmarkað af peningum til að gera það virðist vera. Ljósmyndun á engan málsvara þannig, það hefur aldrei verið skilningur á mikilvægi hennar, þannig að við höfum bara gert þetta sjálfir. Maður fer ekkert inn á völlinn til að tapa, maður fer inn til að vinna. En þetta tekur bara dálítið lengri tíma. En þetta verður til.“ Í þessari bók ætlar hann auðvitað líka að sýna hvað Íslendingar eru töff karakterar, hvað náttúran hér er stórkostlegt, landið leyndardómsfullt og veðrið óútreiknanlegt, eitthvað sem hann hefur fengið að kynnast oft á ferlinum. Eldgos, snjóflóð og strönduð skip Sem ljósmyndari á dagblaði stökk Ragnar af stað í hvert sinn sem það varð skipsbrot, snjóflóð eða eldgos. Hann flaug oft í snælduvitlausu veðri og hefur komið sér í lífsháska mun oftar en margir gera sér grein fyrir. Í þáttunum segir hann frá lífsháska úti á hafís, flugferð yfir eldgosi þegar elding fór í gegnum vélina, skotglaður drukkinn maður sem truflaði norðurljósamyndatöku svo eitthvað sé nefnt. „Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir,“ segir hann um augnablikin þar sem hann hugsaði hvort þetta yrði hans síðasta. „Maður hefur farið í skipströndun þar sem veðrið var svo brjálað að allt ætlaði í sundur að hristast, eins og eldgosin og annað, það voru nokkur atvik þar sem að það var alveg tvísýnt að komast heim, en maður var alveg æðrulaus yfir því. Það var svo skrítið að maður var alveg pollrólegur, en alveg fókuseraður á að koma heim og með mynd.“ Markmiðið var alltaf það sama, að klára verkefnið og ná myndinni sem hann fór af stað til að mynda. Aðeins tvisvar eða þrisvar á öllum ferlinum hefur Ragnar þurft að snúa við og fara heim án þess að takast það markmið. „Ég sneri við tvisvar, það eru nú öll skiptin sem ég hef snúið við í fluginu, þá var það bara út af veðri.“ Annað skiptið var í eldgosi en þá versnaði veðrið hratt, aðstæður voru slæmar og þar sem Ragnar var ekki einn í flugvélinni, vildi hann ekki stefna lífi annarrar manneskju í hættu og flaug til baka án þess að ná að mynda. „Hitt var ísbjörn í sjónum fyrir vestan. Ég held að hann hafi verið utan á skipinu og það var svarta þoka og við flugum alveg niður. Skipið var þarna einhvers staðar í þokunni en við þurftum að fara upp því við hefðum flogið á mastrið hefði skipið komið allt í einu.“ Sambandslaus í margar vikur Hann viðurkennir að þessar aðstæður hafi oft verið erfiðar fyrir fjölskylduna hans. „Það hefur verið skelfilegt stundum því auðvitað voru þau oft skíthrædd. Ég kannski í fárviðri einhvers staðar, þau sögðu samt ekkert en sögðu mér það seinna. Ég fann það alveg að þetta var ekki í lagi stundum. Eins og þegar ég var á Grænlandi í þrjár vikur og enginn vissi hvort að ég væri á lífi, ég var einhvers staðar úti á hafís. En mér fannst svo gaman að fara þetta og ég notaði alltaf frasann ég og Marteinn Mosdal komum alltaf aftur.“ Ragnar segir að dagblaðaljósmyndun sé mjög breytt í dag eftir að netmiðlar og símamyndir komu til sögunnar. Hann er sjálfur á því að gullöldin í „documentary“ ljósmyndun sé eiginlega liðin. „Tímarit og blöð gerðu rosalega flottar myndagreinar, það er eiginlega á undanhaldi eða búið, það eyðir enginn tíma eða pening í þetta. En þegar ég fór til Afríku á sínum tíma voru allir ljósmyndarar heimsins þarna og allir fannst mér að taka sömu myndina þannig að ég hugsaði að ef ég ætlaði að gera eitthvað sem skipti máli, þá færi ég í einhverja aðra átt og á Norðurslóðum var enginn. Eins og þegar ég fer fyrst til Thule, þeir höfðu aldrei séð ljósmyndara. Þetta var svo skrítið, þetta er svo nálægt okkur en samt svo framandi.“ Þar skildi hann engan en áður en hann vissi af var hann kominn með þeim á sleða á leið út á hafísinn. „Ég hugsaði bara að ég ætti eftir að enda í pottinum hjá þeim, ég var bara að fara út á hafís. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. En þá var þetta ótrúlega frábært lið og þá sá ég hvað þetta var flott líf og menning, okkur framandi. Allt þetta er núna mikið á undanhaldi.“ Síbería.Mynd/RAX Man nánast öll nöfnin Síðustu vikur hefur Ragnar rifjað upp sögurnar á bak við myndirnar sínar í tökum og er magnað hvað hann man mikið af smáatriðum miðað við fjölda myndanna sem hann hefur smellt af á þessum áratugum. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að einhver skuli hafa áhuga á því sem ég er að gera. Það gladdi mig mikið að fá að gera þetta,“ segir hann um nýju þættina. Þeir verða sýndir vikulega hér á Vísi og nú þegar er búið að taka upp sögurnar á bak við tugi ljósmynda RAX og öll þessi einstöku augnablik. „Þegar ég fór að skoða þetta núna fór ég að finna nýjar og nýjar frábærar sögur. Minnið mitt er þannig að þegar ég sé mynd, þá þarf ég bara að horfa á hana í smá stund og þá get ég rifjað upp daginn.“ Nöfnin á fólkinu á myndunum man hann líka flest, jafnvel frá fyrstu myndunum. Hann er alltaf með bók með sér og skrifar niður ýmislegt um einstaklingana sem hann myndar, persónueinkenni og jafnvel sögu viðkomandi. „Mér finnst það mikilvægt því þetta er ekki fólk sem er á hverjum degi í fjölmiðli og hefur ekki endilega rödd, það er enginn að hlusta og heyrir enginn í þeim. Eins og veiðimennirnir sem ég er að mynda núna, þeir eiga allt í einu rödd, meira að segja hundarnir eiga rödd. Mér finnst þetta ákveðin virðing fyrir þeim sem að leyfa mér að mynda sig, koma inn í þeirra líf.“ Ragnar hefur einstakt lag á að fanga augnablik á mynd og grínast líka með að myndavélin sé nánast alltaf á honum, eins og einhver varta. Hann stóðst ekki einu sinni mátið þegar sonur hans gifti sig, að mynda brúðina ganga upp að altarinu, þrátt fyrir að vera sjálfur svaramaður brúðgumans. „Þetta er orðinn svo stór partur af manni, myndavélin hún er alltaf tilbúin einhvern veginn.“ RAX AUGNABLIK fara í sýningu á Vísi sunnudaginn 30. ágúst. Ljósmyndun Fjölmiðlar Norðurslóðir RAX Tengdar fréttir Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda Ljósmyndarinn Ragnar Axelson hefur gengið til liðs við Vísi. Hann var í dag tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting 15. júlí 2020 21:45 RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Ég var alltaf að stelast til að taka myndirnar,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um fyrstu myndirnar sem hann tók. Þó að Ragnar, betur þekktur sem RAX, hafi myndað fleiri einstaklinga en hægt er að telja, var hann mjög feiminn þegar hann byrjaði. Hann var snemma byrjaður að mynda mannlífið og skúmana í sveitinni á kassavél. „Það voru eiginlega fyrstu myndirnar sem ég tók. Svo fermdist ég og fékk myndavél og þá var ekki aftur snúið.“ Þann 30. ágúst næstkomandi byrja í sýningu hér á Vísi nýir þættir þar sem farið er yfir ljósmyndaferilinn hans. Ragnar segir þar sjálfur frá sögunum á bak við myndirnar sem endað hafa í bókum, fjölmiðlum og á sýningum um allan heim. Aðspurður hvaða mynd er í persónulegu uppáhaldi, svarar hann snöggur „Næsta mynd.“ Fórnir og lífshætta Þó að listamaðurinn eigi erfitt með að gera upp á milli myndanna sinna þá tókst að velja tugir mynda fyrir þessa þætti, bæði hans þekktustu verk og myndir sem hafa sérstaka merkingu fyrir hann sjálfan. „Í uppáhaldi eru líka myndir sem ég man hvernig mér leið þegar ég tók þær. Eins og veiðimaðurinn í Grænlandi á ísnum í 49 stiga frosti. Ég er enn að drepast í höndunum og þumalfingurinn minnir mig alltaf á þessa mynd. Hún kostaði helling og ég er ánægður að hafa tekið hana, því að ég lagði eitthvað á mig til að geta það. Ég fórnaði svolítið.“ Nánar verður fjallað um þá ljósmynd og allar þekktustu myndir RAX í þáttunum en hér fyrir neðan má sjá stiklu. Klippa: RAX AUGNABLIK - Stikla Snemma orðinn gömul sál Ástríðan fyrir ljósmyndum kom strax fram í æsku Ragnars og er enn til staðar, enda er ný bók væntanleg í haust og Ragnar fullur af hugmyndum fyrir ný verkefni. „Pabbi var með dellu fyrir öllum fjandanum og þar á meðal var ljósmyndun. Svo var ég í sveit og fann gömul tímarit eins og Life, sem voru alveg ómetanleg blöð. Mér fannst svo flott að skoða þessar myndir og svo skoðaði ég líka mikið listaverkabækur. Ég get ekki teiknað Óla prik án þess að það sé hlegið að mér þannig að ég verð að taka myndir,“ segir Ragnar um það hvenær ljósmyndaáhuginn byrjaði. „Mér fannst bara svo gaman að taka myndir af fólkinu í sveitinni og lífinu. Ég fór að hugsa hvernig þetta yrði eftir 50 ár eða 100 ár. Ég er örugglega svolítið gömul sál hvað það varðar að hugsa langt fram í tímann og til baka. Það hefur flest af því ræst svo þá áttaði ég mig á því hvað það er mikilvægt í mínum huga að skrásetja lífið í myndum. Við veltum því oft ekki fyrir okkur fyrr en það er of seint, fyrr en það er farið.“ Ragnar er einlægur og opinn og reynir alltaf að kynnast fólkinu sem hann myndar. Hann segist sýna fólki virðingu og þá oftast sýni það virðingu til baka og allt gangi vel. „Ég hef allavega ekki ennþá lent í fangelsi,“ segir hann svo og hlær innilega. Vildi fljúga eins og fuglinn Hann er mikill tónlistarunnandi og hlustar alltaf á tónlist þegar hann vinnur myndir, hvort sem það er í myrkraherbergi eða í tölvu. Það kemur því ekki á óvart þegar hann líkir myndum við sitt eigið Yesterday eða Let it be í þáttunum þegar hann er að útskýra eitthvað. Ragnar hefur tekið ótal mynda úr lofti, enda er hann lærður flugmaður og flýgur sjálfur á marga af þeim stöðum sem hann myndar á. „Ég ákvað það þegar ég var krakki að ég ætlaði að verða ljósmyndari eða flugmaður. Ég fékk dellu fyrir flugi og það eru allir í fjölskyldunni flugmenn eða eitthvað í kringum það. Flugáhuginn var líka hjá mér. Ég horfði á fuglana fljúga á hverjum einasta degi, á hverjum einasta degi eftir að ég var búinn að mjólka beljurnar þá fór ég í gljúfrið og horfði á fuglana. Ég vildi verða eins og þeir þannig að ég lærði að fljúga.“ Þegar hann hafði lokið flugnáminu var lítið um ráðningar flugmanna. „Svo er ljósmyndun bara svo skemmtileg. Ég flaug og komst út um allt svo það er frábært. Ég flaug eiginlega öll flug fyrir Moggann í 40 ár, þeir vita ekki af því enn held ég. Ég fór í eldgos og skipströnd og flaug þetta allt meira og minna og það var mjög góð reynsla. Ég fór líka með vinum mínum í sjúkraflug þegar þeir vildu ekki fljúga einir, ég vildi bara öðlast eins mikla reynslu og ég mögulega gat.“ RAX tók þessa mynd af selaveiðum þegar hann var ungur. Mynd/RAX Þjálfun að mynda íþróttir Hann var ljósmyndari hjá Morgunblaðinu í fjóra áratugi en hefur nú gengið til liðs við Vísi. „Ég spilaði fótbolta með Fylki og hafði alltaf gaman af fótbolta. Svo fékk ég vinnu hjá Mogganum sem sumarstrákur og hafði gaman af því að mynda íþróttir, það fannst mér alveg stórkostlegt.“ Hann lærði mikið af íþróttaljósmynduninni sem átti eftir að móta hans tækni mikið. „Það var aðallega af því að það var svo góð þjálfun, það voru réttu augnablikin sem gerast í handboltanum og fótboltanum sem þú þarft að ná. Þú mátt aldrei missa einbeitinguna og þú þarft að fókusa alveg stanslaust. Á þeim tíma þurfti maður að handfókusa svo þetta var þjálfun í því að vera snöggur. Það var það sem ég vildi þjálfa mig í. Ég hef mest gaman af því að mynda fólk í umhverfi sínu, eins og við erum búin að vera að gera með þessum bókum um Grænland og allt það. Maður þarf að vinna hratt og það þýðir ekkert að vera að dúlla sér. Það kemur úr íþróttunum, snerpan við að reyna að fylgjast með augnablikunum gerast.“ Í þáttunum talar Ragnar um að hver mynd sé augnablik sem þú frystir í lífi einhvers. „Það er bara varanlegt og þegar við erum farin, ef myndin verður kannski „legendary“ sem þú veist aldrei hvenær gerist, þá eru þau svipbrigði það sem fylgir viðkomandi út fyrir allt.“ Ófullkomnun oft flottari Hann viðurkennir að vera mjög smámunasamur, stundum einum of, enda alltaf að horfa eftir þessum litlu smáatriðum hjá fólkinu sem hann myndar. „Eins og þegar ég myndaði veiðimenn á Grænlandi, þá horfi ég á augun og svipbrigðin. Það er allt lykilatriði og að umhverfið sé flott.“ Ragnar er sjálfur sinn harðasti gagnrýnandi og á það til að kalla sig aula og öðrum misgáfulegum nöfnum. Hann hættir aldrei fyrr en myndinni er náð og fer oft aftur og aftur að mynda staði ef hann er ekki sáttur við fyrstu útkomu. „Þá dettur oft eitthvað inn, flott mynd kemur nefnilega stundum til manns. En ég er allt of allt of smámunasamur, því stundum er það jafnvel flottara ef það er ekki of fullkomið.“ Thule á Grænlandi árið 2010.Mynd/RAX Hvirfilbylir og eldingar heilla Eins og þættirnir munu sýna hefur Ragnar tekið mikið af þekktum fréttaljósmyndum og auk þess myndað fólk, mannlíf, landslag, dýr, náttúruhamfarir, jökla og merkileg augnablik í Íslandssögunni. Hann hefur líka hlotið verðskuldaða athygli fyrir að skrásetja lífið á Norðurslóðum og breytingarnar vegna hlýnun jarðar. Svona mætti lengi telja en þegar blaðamaður grínast með að hann sé búinn að sérhæfa sig í öllu nema neðansjávarljósmyndum, er hann snöggur að segja glottandi: „Ég er að velta því fyrir mér, ég er að vinna í því.“ Ragnar heldur áfram og segir að það yrðu samt sennilega ekki eingöngu neðansjávarmyndir, en það væri hægt að blanda saman myndum teknum undir yfirborðinu og fyrir ofan það. Hugurinn hans er farinn á flug og allt í einu er hann að ræða ljósmyndir af háhyrningum. Það er því aldrei að vita nema neðansjávarbók eða sýning verði að veruleika í náinni framtíð. „Maður getur fengið dellu fyrir hverju sem er. Mig hefur til dæmis alltaf langað til þess að mynda, að elta þá. Mig langar að mynda eldingar í Venezuela, þar er vatn sem bara logar allt á hverju kvöldi. En svo fór ég að lesa að 60 eða 70 prósent af þeim sem látast í eldingum eru ljósmyndarar með þrífót,“ segir hann og hlær. „Á Norðurslóðunum er líka svo mikið að mynda, maður getur varla klárað það.“ Eftir snjóflóð, Flateyri.Mynd/RAX Ekki nóg að sýna bara góða sólardaga Þó að Ragnar hafi hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir sínar þá hefði hann samt viljað ná að skrásetja breytingarnar í heiminum enn betur og er hvergi nærri hættur. „Ég hefði viljað gera miklu meira af því sem ég er búinn að vera að gera, hefði viljað vinna miklu hraðar. Því jöklarnir eru að bráðna og jörðin er í þeim fasa að hitna, þeir hafa verið minni og þeir hafa verið stærri. Hvort sem það er okkur að kenna eða ekki, ég ætla að leyfa vísindamönnum að útskýra það. En ég er búinn að horfa á það hvernig þetta breytist, ég er búinn að ganga á þessum bráðnandi blaðsíðum. Ég hefði því viljað vera oftar og meira í því að skrásetja það. Vegna þess að sögulega voru fáir að mynda þetta.“ Hann ítrekar að það þurfi að sýna þetta líf eins og það er erfiðast. „Í kuldanum, maður þarf að fara þegar það er verst. Það er ekkert mál að fara þarna á sumri og sigla á gúmmíbát og fara svo í sólbað á steini, það er ekki nóg. Það er ekki nóg að mynda bara ísjaka að fljóta frá vinstri til hægri, það þarf að vera svolítið meira en það. Mannlífið er að breytast og ég er búinn að upplifa þetta og ég hefði viljað gera miklu meira.“ Tekur tíma, en verður til á endanum Planið hans er að gefa út stóra bók um öll löndin á Norðurslóðum. „Því þetta verður stærsta málið á jörðinni á komandi árum, það er alveg á hreinu. Ég vil að Íslendingar geri þessa bók. Ég var dálítið á undan öðrum að mynda þarna, það eru nokkrir að gera það núna en aðallega ísjakana að vísu. En þeir hafa alveg ótakmarkað af peningum til að gera það virðist vera. Ljósmyndun á engan málsvara þannig, það hefur aldrei verið skilningur á mikilvægi hennar, þannig að við höfum bara gert þetta sjálfir. Maður fer ekkert inn á völlinn til að tapa, maður fer inn til að vinna. En þetta tekur bara dálítið lengri tíma. En þetta verður til.“ Í þessari bók ætlar hann auðvitað líka að sýna hvað Íslendingar eru töff karakterar, hvað náttúran hér er stórkostlegt, landið leyndardómsfullt og veðrið óútreiknanlegt, eitthvað sem hann hefur fengið að kynnast oft á ferlinum. Eldgos, snjóflóð og strönduð skip Sem ljósmyndari á dagblaði stökk Ragnar af stað í hvert sinn sem það varð skipsbrot, snjóflóð eða eldgos. Hann flaug oft í snælduvitlausu veðri og hefur komið sér í lífsháska mun oftar en margir gera sér grein fyrir. Í þáttunum segir hann frá lífsháska úti á hafís, flugferð yfir eldgosi þegar elding fór í gegnum vélina, skotglaður drukkinn maður sem truflaði norðurljósamyndatöku svo eitthvað sé nefnt. „Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir,“ segir hann um augnablikin þar sem hann hugsaði hvort þetta yrði hans síðasta. „Maður hefur farið í skipströndun þar sem veðrið var svo brjálað að allt ætlaði í sundur að hristast, eins og eldgosin og annað, það voru nokkur atvik þar sem að það var alveg tvísýnt að komast heim, en maður var alveg æðrulaus yfir því. Það var svo skrítið að maður var alveg pollrólegur, en alveg fókuseraður á að koma heim og með mynd.“ Markmiðið var alltaf það sama, að klára verkefnið og ná myndinni sem hann fór af stað til að mynda. Aðeins tvisvar eða þrisvar á öllum ferlinum hefur Ragnar þurft að snúa við og fara heim án þess að takast það markmið. „Ég sneri við tvisvar, það eru nú öll skiptin sem ég hef snúið við í fluginu, þá var það bara út af veðri.“ Annað skiptið var í eldgosi en þá versnaði veðrið hratt, aðstæður voru slæmar og þar sem Ragnar var ekki einn í flugvélinni, vildi hann ekki stefna lífi annarrar manneskju í hættu og flaug til baka án þess að ná að mynda. „Hitt var ísbjörn í sjónum fyrir vestan. Ég held að hann hafi verið utan á skipinu og það var svarta þoka og við flugum alveg niður. Skipið var þarna einhvers staðar í þokunni en við þurftum að fara upp því við hefðum flogið á mastrið hefði skipið komið allt í einu.“ Sambandslaus í margar vikur Hann viðurkennir að þessar aðstæður hafi oft verið erfiðar fyrir fjölskylduna hans. „Það hefur verið skelfilegt stundum því auðvitað voru þau oft skíthrædd. Ég kannski í fárviðri einhvers staðar, þau sögðu samt ekkert en sögðu mér það seinna. Ég fann það alveg að þetta var ekki í lagi stundum. Eins og þegar ég var á Grænlandi í þrjár vikur og enginn vissi hvort að ég væri á lífi, ég var einhvers staðar úti á hafís. En mér fannst svo gaman að fara þetta og ég notaði alltaf frasann ég og Marteinn Mosdal komum alltaf aftur.“ Ragnar segir að dagblaðaljósmyndun sé mjög breytt í dag eftir að netmiðlar og símamyndir komu til sögunnar. Hann er sjálfur á því að gullöldin í „documentary“ ljósmyndun sé eiginlega liðin. „Tímarit og blöð gerðu rosalega flottar myndagreinar, það er eiginlega á undanhaldi eða búið, það eyðir enginn tíma eða pening í þetta. En þegar ég fór til Afríku á sínum tíma voru allir ljósmyndarar heimsins þarna og allir fannst mér að taka sömu myndina þannig að ég hugsaði að ef ég ætlaði að gera eitthvað sem skipti máli, þá færi ég í einhverja aðra átt og á Norðurslóðum var enginn. Eins og þegar ég fer fyrst til Thule, þeir höfðu aldrei séð ljósmyndara. Þetta var svo skrítið, þetta er svo nálægt okkur en samt svo framandi.“ Þar skildi hann engan en áður en hann vissi af var hann kominn með þeim á sleða á leið út á hafísinn. „Ég hugsaði bara að ég ætti eftir að enda í pottinum hjá þeim, ég var bara að fara út á hafís. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. En þá var þetta ótrúlega frábært lið og þá sá ég hvað þetta var flott líf og menning, okkur framandi. Allt þetta er núna mikið á undanhaldi.“ Síbería.Mynd/RAX Man nánast öll nöfnin Síðustu vikur hefur Ragnar rifjað upp sögurnar á bak við myndirnar sínar í tökum og er magnað hvað hann man mikið af smáatriðum miðað við fjölda myndanna sem hann hefur smellt af á þessum áratugum. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að einhver skuli hafa áhuga á því sem ég er að gera. Það gladdi mig mikið að fá að gera þetta,“ segir hann um nýju þættina. Þeir verða sýndir vikulega hér á Vísi og nú þegar er búið að taka upp sögurnar á bak við tugi ljósmynda RAX og öll þessi einstöku augnablik. „Þegar ég fór að skoða þetta núna fór ég að finna nýjar og nýjar frábærar sögur. Minnið mitt er þannig að þegar ég sé mynd, þá þarf ég bara að horfa á hana í smá stund og þá get ég rifjað upp daginn.“ Nöfnin á fólkinu á myndunum man hann líka flest, jafnvel frá fyrstu myndunum. Hann er alltaf með bók með sér og skrifar niður ýmislegt um einstaklingana sem hann myndar, persónueinkenni og jafnvel sögu viðkomandi. „Mér finnst það mikilvægt því þetta er ekki fólk sem er á hverjum degi í fjölmiðli og hefur ekki endilega rödd, það er enginn að hlusta og heyrir enginn í þeim. Eins og veiðimennirnir sem ég er að mynda núna, þeir eiga allt í einu rödd, meira að segja hundarnir eiga rödd. Mér finnst þetta ákveðin virðing fyrir þeim sem að leyfa mér að mynda sig, koma inn í þeirra líf.“ Ragnar hefur einstakt lag á að fanga augnablik á mynd og grínast líka með að myndavélin sé nánast alltaf á honum, eins og einhver varta. Hann stóðst ekki einu sinni mátið þegar sonur hans gifti sig, að mynda brúðina ganga upp að altarinu, þrátt fyrir að vera sjálfur svaramaður brúðgumans. „Þetta er orðinn svo stór partur af manni, myndavélin hún er alltaf tilbúin einhvern veginn.“ RAX AUGNABLIK fara í sýningu á Vísi sunnudaginn 30. ágúst.
Ljósmyndun Fjölmiðlar Norðurslóðir RAX Tengdar fréttir Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda Ljósmyndarinn Ragnar Axelson hefur gengið til liðs við Vísi. Hann var í dag tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting 15. júlí 2020 21:45 RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda Ljósmyndarinn Ragnar Axelson hefur gengið til liðs við Vísi. Hann var í dag tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting 15. júlí 2020 21:45
RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48