Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2020 12:59 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Friðrik Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þá hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla verið frestað til 2. september og til 7 september í álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Starfsmaðurinn flakkaði á milli og Hvassaleitisskóla og greindist með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir tók ákvörðun um að loka skólunum að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en til stóð að setja skólahald á morgun, mánudag. Frístund verður opin „Allir starfsmenn eru í raun komnir í sóttkví og þess vegna erum við að fresta skólasetningunni um nokkra daga til þess að tryggja að smit hafi ekki verið útbreitt í skólanum. Þetta er auðvitað bara öryggisráðstöfun, starfsfólkið hélt fjarlægðarmörkum en þetta er gert til að tryggja að í þessu umhverfi sé ekkert frekara smit,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var nýbyrjaður í starfinu og var kynntur fyrir öðru starfsfólki í liðinni viku. „Það er í raun í þeirri kynningu sem að menn vilja taka allan vafa og tryggja að það verði ekki frekara smit,“ segir Helgi. Hann segir að frístundin verði opin í skólunum og verið sé að reyna að finna lausn til að hafa hana lengur opna. „Þetta varðar ekki starfsfólk frístundaheimilanna þannig að þau verða með óskerta starfsemi og við erum að skoða möguleika á að auka við þarna. En það á bara eftir að koma í ljós og við munum upplýsa foreldra um það strax eftir helgi,“ segir Helgi. „Eðlilega urðu menn fyrir vonbrigðum, eðlilega og kennararnir voru ekki einu sinni búnir að hitta nýja nemendur. Nýja nemendur sem voru að byrja í fyrsta bekk í skólunum, þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá og eðlilega gera foreldrar ráð fyrir að rútína sé að hrökkva í gang og hafa gert sín plön miðað við það,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þá hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla verið frestað til 2. september og til 7 september í álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Starfsmaðurinn flakkaði á milli og Hvassaleitisskóla og greindist með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir tók ákvörðun um að loka skólunum að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en til stóð að setja skólahald á morgun, mánudag. Frístund verður opin „Allir starfsmenn eru í raun komnir í sóttkví og þess vegna erum við að fresta skólasetningunni um nokkra daga til þess að tryggja að smit hafi ekki verið útbreitt í skólanum. Þetta er auðvitað bara öryggisráðstöfun, starfsfólkið hélt fjarlægðarmörkum en þetta er gert til að tryggja að í þessu umhverfi sé ekkert frekara smit,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var nýbyrjaður í starfinu og var kynntur fyrir öðru starfsfólki í liðinni viku. „Það er í raun í þeirri kynningu sem að menn vilja taka allan vafa og tryggja að það verði ekki frekara smit,“ segir Helgi. Hann segir að frístundin verði opin í skólunum og verið sé að reyna að finna lausn til að hafa hana lengur opna. „Þetta varðar ekki starfsfólk frístundaheimilanna þannig að þau verða með óskerta starfsemi og við erum að skoða möguleika á að auka við þarna. En það á bara eftir að koma í ljós og við munum upplýsa foreldra um það strax eftir helgi,“ segir Helgi. „Eðlilega urðu menn fyrir vonbrigðum, eðlilega og kennararnir voru ekki einu sinni búnir að hitta nýja nemendur. Nýja nemendur sem voru að byrja í fyrsta bekk í skólunum, þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá og eðlilega gera foreldrar ráð fyrir að rútína sé að hrökkva í gang og hafa gert sín plön miðað við það,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira