Nýsköpun á Austurlandi Hildur Þórisdóttir skrifar 28. ágúst 2020 07:00 Nýverið las ég pistil eftir unga austfirska konu sem dró saman um það bil allt það sem ég hef verið að hugsa um síðustu 6 ár síðan ég hóf fyrst afskipti af sveitarstjórnarmálum. Við búum í heimi þar sem hröð þróun á sviði tækni og þekkingar hefur átt sér stað. Menntastig er sífellt að hækka á vinnumarkaði og kröfurnar um sérhæfð og áhugaverð störf í takt við það. Ungt fólk getur valið sér búsetu nánast hvar sem er því nú er allur heimurinn undir. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar tilkynnti í byrjun árs að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um næstu áramót. Enn hefur ekki verið tilkynnt um hvað á að taka við af Nýsköpunarmiðstöð þar sem starfa um 80 manns og flestir á höfuðborgarsvæðinu. Sú stofnun er gott dæmi um hversu mjög hefur hallað á landsbyggðina þar sem er hvað mesta þörfin fyrir stuðning og þekkingu á sviði nýsköpunar og fyrirtækjareksturs. Afraksturinn höfum við meðal annars séð í hlutfalli styrkja sem fara til landsbyggðarinnar. Á Austurlandi hefur starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar eingöngu verið í mýflugumynd sem vekur undrun þegar rýnt er í fjölbreytileika atvinnuvega hér, tekjuþróun, launamun kynjanna og íbúaþróun sem hefur ekki verið með þeim hætti sem við hefðum óskað og væri æskilegt. „Í nýju sveitarfélagi verðum við að vera framsýn þegar kemur að nýsköpun og stuðningi við frumkvöðla.” Við getum gert svo miklu betur á svo mörgum sviðum ef við bara þorum því. Þorum að vera framsækin og hugmyndarík. Þorum að krefja ríkisvaldið um sterkari innviði sem hafa visnað undanfarna áratugi og afhjúpaðist eftirminnilega í óveðri í lok árs 2019. Það er ekki nægilega mikið talað um hversu lítið er eftir af landsbyggðinni í landi þar sem eina byggðastefnan virðist vera “höfuðborgarstefna”. Í Reykjavík hafa verið byggðir upp sterkir innviðir og kröftug fyrirtæki en eftir stendur búseta um það bil 16% landsmanna á landsbyggðinni og innviðir sem eru á köflum óboðlegir. Nú reynir á ríkisvaldið að sýna vilja í verki og koma á starfsemi nýsköpunar og atvinnumála í samvinnu við sameinað sveitarfélag því fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða samfélaga þar sem þykir eftirsóknarvert að búa. Ungt fjölskyldufólk horfir á vænlega búsetukosti út frá gæðum skólanna, húsnæðismálum, atvinnutækifærum, samgöngum, heilbrigðisþjónustu, menningu og félagslífi. „Tækifærin til að sækja fram eru ótalmörg og við ætlum að gera sameinað sveitarfélag að framúrskarandi búsetukosti.“ Við erum bjartsýn á tækifærin sem blasa við og munum ótrauð sækja fram en gerum jafnframt kröfu á ríkisvaldið að koma með okkur í þá vegferð! Því við græðum öll á sterkri höfuðborg og öflugri landsbyggð. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nýverið las ég pistil eftir unga austfirska konu sem dró saman um það bil allt það sem ég hef verið að hugsa um síðustu 6 ár síðan ég hóf fyrst afskipti af sveitarstjórnarmálum. Við búum í heimi þar sem hröð þróun á sviði tækni og þekkingar hefur átt sér stað. Menntastig er sífellt að hækka á vinnumarkaði og kröfurnar um sérhæfð og áhugaverð störf í takt við það. Ungt fólk getur valið sér búsetu nánast hvar sem er því nú er allur heimurinn undir. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar tilkynnti í byrjun árs að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um næstu áramót. Enn hefur ekki verið tilkynnt um hvað á að taka við af Nýsköpunarmiðstöð þar sem starfa um 80 manns og flestir á höfuðborgarsvæðinu. Sú stofnun er gott dæmi um hversu mjög hefur hallað á landsbyggðina þar sem er hvað mesta þörfin fyrir stuðning og þekkingu á sviði nýsköpunar og fyrirtækjareksturs. Afraksturinn höfum við meðal annars séð í hlutfalli styrkja sem fara til landsbyggðarinnar. Á Austurlandi hefur starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar eingöngu verið í mýflugumynd sem vekur undrun þegar rýnt er í fjölbreytileika atvinnuvega hér, tekjuþróun, launamun kynjanna og íbúaþróun sem hefur ekki verið með þeim hætti sem við hefðum óskað og væri æskilegt. „Í nýju sveitarfélagi verðum við að vera framsýn þegar kemur að nýsköpun og stuðningi við frumkvöðla.” Við getum gert svo miklu betur á svo mörgum sviðum ef við bara þorum því. Þorum að vera framsækin og hugmyndarík. Þorum að krefja ríkisvaldið um sterkari innviði sem hafa visnað undanfarna áratugi og afhjúpaðist eftirminnilega í óveðri í lok árs 2019. Það er ekki nægilega mikið talað um hversu lítið er eftir af landsbyggðinni í landi þar sem eina byggðastefnan virðist vera “höfuðborgarstefna”. Í Reykjavík hafa verið byggðir upp sterkir innviðir og kröftug fyrirtæki en eftir stendur búseta um það bil 16% landsmanna á landsbyggðinni og innviðir sem eru á köflum óboðlegir. Nú reynir á ríkisvaldið að sýna vilja í verki og koma á starfsemi nýsköpunar og atvinnumála í samvinnu við sameinað sveitarfélag því fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða samfélaga þar sem þykir eftirsóknarvert að búa. Ungt fjölskyldufólk horfir á vænlega búsetukosti út frá gæðum skólanna, húsnæðismálum, atvinnutækifærum, samgöngum, heilbrigðisþjónustu, menningu og félagslífi. „Tækifærin til að sækja fram eru ótalmörg og við ætlum að gera sameinað sveitarfélag að framúrskarandi búsetukosti.“ Við erum bjartsýn á tækifærin sem blasa við og munum ótrauð sækja fram en gerum jafnframt kröfu á ríkisvaldið að koma með okkur í þá vegferð! Því við græðum öll á sterkri höfuðborg og öflugri landsbyggð. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun