Miklar breytingar hjá topp liðunum í CS:GO Bjarni Bjarnason skrifar 1. september 2020 09:15 Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá topp liðunum í CS:GO umhverfinu í sumar. Hressilega hefur verið hrist upp í hlutunum, leikmannaskipti, liðaskipti, lið hafa dregið sig í hlé og nýir áskorendur stigið fram á undirbúningstímabilinu fyrir Haust Vodafonedeildina. Það má segja að leikmannaglugginn hafi verið fullnýttur og liðin leitast við að styrkja sig fyrir tímabilið sem er að hefjast. Í dag hefst Vodafonedeildin í CS:GO og munu bestu lið landsins etja kappi. Aldrei áður hafa jafn margir leikir úr Vodafonedeildinni verið í beinni útsendingu á Stöð2 esport. Deildin mun spanna 7 vikur með tveim umferðum á viku þriðjudags- og fimmtudagskvöld eru CSGO kvöld en Stöð2 esport mun vera með útsendingar frá 19:15-22:30 bæði kvöldin. Við fengum Halldór Már og Tómas Jóhannsson sérfræðinga deildarinnar til að segja okkur aðeins frá liðunum sem mætast í úrvalsdeildinni. Tómas Jóhannsson, sérfræðingur um Vodafone-deildina í CS:GO. Dusty Hér mæta til leiks núverandi stórmeistarar, allt ungir strákar sem eru farnir að halda góðum takti í mikilvægum viðureignum. Dusty keypti þetta lið í heild sinni frá Fylki rétt eftir að þeir urðu stórmeistarar en hafa gert eina breytingu á hópnum fyrir þetta tímabil og hafa sett fyrirliðann RoNiN (Gunnar Ágúst Thoroddsen) á bekkinn og samið við fluff (Árni Bent Þráinsson). Fluff hefur spilað í Úrvaldsdeildinni frá upphafi hennar en ekki náð að skjóta rótum með neinu liði og þetta því fjórða liðið sem hann spilar með í deildinni. Því verður forvitnilegt að sjá hvort hann finni taktinn með stórstjörnum landsins í CS:GO liði Dusty. En við hugsum að pressan sé öll á Dusty mönnum að landa sigri, þeim er spáð sigri af okkur og af fyrirliðum liðanna í deildinni. KR Koma inn með mikinn meðbyr eftir sterk skipti á leikmannamarkaðnum þar sem inn kemur Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) í staðinn fyrir ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson). Það verður spennandi að sjá hvernig Midgard mun passa inn í stjörnuprýtt lið KR-inga. Einnig verður áhugavert að sjá einn af lykilmönnum KR, ofvirk (Ólafur Barði Guðmundsson) grípa aftur í wappann en á sínum tíma þótti ofvirkur með þeim allra bestu awp spilurum landsins. Okkur hlakkar til að sjá hvort KR geti gert atlögu að toppsæti en þeir hafa hingað til haldið í við toppinn en ekki náð að taka fyrsta sæti þó þeir hafi alla burði til þess. Fylkir Reynslumikið en nýtt lið samsett með leikmönnum úr FH og Tilt sem bæði spiluðu í Úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Gaman verður að sjá hvernig þessi samskeyting mun virka sem og hvort MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) muni bera wappann(awp) eða viruz (Magnús Árni Magnússon). Þetta er lið stútfullt af hæfileikum, hver og einn einasti leikmaður í þessu liði getur stigið upp og átt risaleik. En það verður vissulega krefjandi fyrir þá að dansa í takt, Montelicious og skipid (Tumi Geirsson) koma úr Tilt og hafa ekki spilað mikið með gamla FH kjarnanum . Exile Nýliðar deildarinnar eru með eitt þekktasta nafn í íslensku senunni hann Jolla (Eyjólfur Aðalsteinn Eyjólfsson). Jolli hefur spilað undir merkjum Exile í fjölda ára og hjálpað mörgum topp leikmönnum að stíga sín fyrstu skref á senunni. Það væri hægt að skrifa heila bók um alla þá leikmenn sem Jolli hefur uppgötvað. Það verður gaman að sjá hvernig ungt lið Exile leitt af Jolla stendur sig þegar pressan magnast. Spennandi verður að sjá hvernig sigurvegar 1.deildar munu standa sig í úrvalsdeildinni. Þór Þórsarar voru í miðjumoði á seinasta tímabili en áttu áhugaverða skiptingu þegar þeir fengu inn ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) í stað blazter. Á blaði er þetta flott skipting, inn með mann sem var í 3. sætis liði KR og var að gera ágæta hluti með þeim. Okkur langar að sjá hvaða hlutverk snky (Eiður Eiðsson) fer með í þessu nýja skipulagi hjá þeim. Hann átti gott tímabil á prikinu (awp) og var þeirra besti leikmaður. Við spyrjum okkur hvort þeir geti blandað þessu saman og verið með tvo leikmenn á wappanum. ADHD er hinsvegar kominn með frábæra leikmenn þarna í kringum sig sem geta fraggað vel, ef hann kemst af stað þá gæti þetta lið staðið í efri hluta deildar í lok hennar. Hér er mjög mikilvægt að hann sýni stöðugleika í spilamennsku og mæti til leiks í hverri einustu rimmu. Ef það tekst þá er ADHD að fara bera þá hátt upp í deildinni. Hafið ,,The Icelandic bad boys of CS". 2020 hefur hingað til ekki farið vel með þá. Eftir nokkra ára sigurgöngu urðu þeir að lúta í lægra haldi á stórmeistaramótinu fyrir FH og komust ekki í úrslit. Þeir misstu einn af sínum lykilleikmönnum síðari ára hann detinate í bann frá keppni. En það vinnur með þeim að þeir eru með sigur áru í kringum sig, þar sem hroki mætir hæfileikum. Maðurinn sem þarf að stíga upp á þessum tímum er klárlega allee (Alfreð Leó Svansson), einnig er óskabarn þjóðarinnar í CS b0ndi (Páll Sindri Einarsson) mættur aftur og ætlar að sýna listir sýnar. Hann spilaði takmarkað á síðasta tímabili en þarf að stíga upp núna og fylla í skarð detinate. Þeir þurfa að nota þennan tíma til að finna sig aftur. Ef þeir byrja vel þá er þetta lið alltaf að fara keppa um sigur í deildinni. XY Esport Nýliðar XY hafa verið að gera það gott, sterkt félag við bakið á þeim, það er allt að gerast hjá XY þessa dagana. XY nældi sér í stóran bita í brnr (Birnir Clausson) sem kom frá KR og þeir koma öflugir inn í úrvalsdeildina eftir góðan árangur í 1.deild síðasta tímabil. Á blaði eru þeir að gera allt rétt, leikmenn eru að fá tíma til að þroskast saman, leikmenn eru að spila hlutverk sem passa þeim og þeir óhræddir við að koma með fléttur sem að koma andstæðingunum á óvart. Xerious er maður sem þarf að hafa auga með, mikill stígandi hefur verið á honum í nokkur ár núna og á hann vel skilið að vera kominn í þetta lið og í úrvalsdeildina. Við spáum þeim góðu gengi í deildinni í vetur. GOAT Hérna eru Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og félagar mættir í úrvalsdeildina. Eiki47 og snær (Jóel Snær Garcia Thorarensen) spiluðu fyrir Keflavík esports í fyrra og búa því að reynslunni. DOM (Daníel Örn Melstað) kemur ferskur frá KR í þetta nýja lið. Hugo (Hugi Snær Hlynsson) fengu þeir að láni frá XY Esport og svo er Vikki (Viktor Gabríel Magdic) sem kann að fragga. Þetta er mjög áhugavert lið því að mörg lið munu líklega vanmeta þá út frá árangri Keflavík á síðasta tímabili, en það má ekki gleymast að það eru bara tveir úr því liði í GOAT. Það er aldrei að vita hvað gerist, sérstaklega ef að DOM fer í gang. Fylgist með fyrstu viðureignum í Vodafonedeildinni í kvöld á Stöð2 esport. GOAT - XY Esport ekki sjónvarpsleikur KR - Fylkir mætast klukkan 19:30 HaFiÐ - Exile mætast klukkan 20:30Þór - Dusty mætast klukkan 21:30 Dusty Fylkir Þór Akureyri Vodafone-deildin KR Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá topp liðunum í CS:GO umhverfinu í sumar. Hressilega hefur verið hrist upp í hlutunum, leikmannaskipti, liðaskipti, lið hafa dregið sig í hlé og nýir áskorendur stigið fram á undirbúningstímabilinu fyrir Haust Vodafonedeildina. Það má segja að leikmannaglugginn hafi verið fullnýttur og liðin leitast við að styrkja sig fyrir tímabilið sem er að hefjast. Í dag hefst Vodafonedeildin í CS:GO og munu bestu lið landsins etja kappi. Aldrei áður hafa jafn margir leikir úr Vodafonedeildinni verið í beinni útsendingu á Stöð2 esport. Deildin mun spanna 7 vikur með tveim umferðum á viku þriðjudags- og fimmtudagskvöld eru CSGO kvöld en Stöð2 esport mun vera með útsendingar frá 19:15-22:30 bæði kvöldin. Við fengum Halldór Már og Tómas Jóhannsson sérfræðinga deildarinnar til að segja okkur aðeins frá liðunum sem mætast í úrvalsdeildinni. Tómas Jóhannsson, sérfræðingur um Vodafone-deildina í CS:GO. Dusty Hér mæta til leiks núverandi stórmeistarar, allt ungir strákar sem eru farnir að halda góðum takti í mikilvægum viðureignum. Dusty keypti þetta lið í heild sinni frá Fylki rétt eftir að þeir urðu stórmeistarar en hafa gert eina breytingu á hópnum fyrir þetta tímabil og hafa sett fyrirliðann RoNiN (Gunnar Ágúst Thoroddsen) á bekkinn og samið við fluff (Árni Bent Þráinsson). Fluff hefur spilað í Úrvaldsdeildinni frá upphafi hennar en ekki náð að skjóta rótum með neinu liði og þetta því fjórða liðið sem hann spilar með í deildinni. Því verður forvitnilegt að sjá hvort hann finni taktinn með stórstjörnum landsins í CS:GO liði Dusty. En við hugsum að pressan sé öll á Dusty mönnum að landa sigri, þeim er spáð sigri af okkur og af fyrirliðum liðanna í deildinni. KR Koma inn með mikinn meðbyr eftir sterk skipti á leikmannamarkaðnum þar sem inn kemur Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) í staðinn fyrir ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson). Það verður spennandi að sjá hvernig Midgard mun passa inn í stjörnuprýtt lið KR-inga. Einnig verður áhugavert að sjá einn af lykilmönnum KR, ofvirk (Ólafur Barði Guðmundsson) grípa aftur í wappann en á sínum tíma þótti ofvirkur með þeim allra bestu awp spilurum landsins. Okkur hlakkar til að sjá hvort KR geti gert atlögu að toppsæti en þeir hafa hingað til haldið í við toppinn en ekki náð að taka fyrsta sæti þó þeir hafi alla burði til þess. Fylkir Reynslumikið en nýtt lið samsett með leikmönnum úr FH og Tilt sem bæði spiluðu í Úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Gaman verður að sjá hvernig þessi samskeyting mun virka sem og hvort MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) muni bera wappann(awp) eða viruz (Magnús Árni Magnússon). Þetta er lið stútfullt af hæfileikum, hver og einn einasti leikmaður í þessu liði getur stigið upp og átt risaleik. En það verður vissulega krefjandi fyrir þá að dansa í takt, Montelicious og skipid (Tumi Geirsson) koma úr Tilt og hafa ekki spilað mikið með gamla FH kjarnanum . Exile Nýliðar deildarinnar eru með eitt þekktasta nafn í íslensku senunni hann Jolla (Eyjólfur Aðalsteinn Eyjólfsson). Jolli hefur spilað undir merkjum Exile í fjölda ára og hjálpað mörgum topp leikmönnum að stíga sín fyrstu skref á senunni. Það væri hægt að skrifa heila bók um alla þá leikmenn sem Jolli hefur uppgötvað. Það verður gaman að sjá hvernig ungt lið Exile leitt af Jolla stendur sig þegar pressan magnast. Spennandi verður að sjá hvernig sigurvegar 1.deildar munu standa sig í úrvalsdeildinni. Þór Þórsarar voru í miðjumoði á seinasta tímabili en áttu áhugaverða skiptingu þegar þeir fengu inn ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) í stað blazter. Á blaði er þetta flott skipting, inn með mann sem var í 3. sætis liði KR og var að gera ágæta hluti með þeim. Okkur langar að sjá hvaða hlutverk snky (Eiður Eiðsson) fer með í þessu nýja skipulagi hjá þeim. Hann átti gott tímabil á prikinu (awp) og var þeirra besti leikmaður. Við spyrjum okkur hvort þeir geti blandað þessu saman og verið með tvo leikmenn á wappanum. ADHD er hinsvegar kominn með frábæra leikmenn þarna í kringum sig sem geta fraggað vel, ef hann kemst af stað þá gæti þetta lið staðið í efri hluta deildar í lok hennar. Hér er mjög mikilvægt að hann sýni stöðugleika í spilamennsku og mæti til leiks í hverri einustu rimmu. Ef það tekst þá er ADHD að fara bera þá hátt upp í deildinni. Hafið ,,The Icelandic bad boys of CS". 2020 hefur hingað til ekki farið vel með þá. Eftir nokkra ára sigurgöngu urðu þeir að lúta í lægra haldi á stórmeistaramótinu fyrir FH og komust ekki í úrslit. Þeir misstu einn af sínum lykilleikmönnum síðari ára hann detinate í bann frá keppni. En það vinnur með þeim að þeir eru með sigur áru í kringum sig, þar sem hroki mætir hæfileikum. Maðurinn sem þarf að stíga upp á þessum tímum er klárlega allee (Alfreð Leó Svansson), einnig er óskabarn þjóðarinnar í CS b0ndi (Páll Sindri Einarsson) mættur aftur og ætlar að sýna listir sýnar. Hann spilaði takmarkað á síðasta tímabili en þarf að stíga upp núna og fylla í skarð detinate. Þeir þurfa að nota þennan tíma til að finna sig aftur. Ef þeir byrja vel þá er þetta lið alltaf að fara keppa um sigur í deildinni. XY Esport Nýliðar XY hafa verið að gera það gott, sterkt félag við bakið á þeim, það er allt að gerast hjá XY þessa dagana. XY nældi sér í stóran bita í brnr (Birnir Clausson) sem kom frá KR og þeir koma öflugir inn í úrvalsdeildina eftir góðan árangur í 1.deild síðasta tímabil. Á blaði eru þeir að gera allt rétt, leikmenn eru að fá tíma til að þroskast saman, leikmenn eru að spila hlutverk sem passa þeim og þeir óhræddir við að koma með fléttur sem að koma andstæðingunum á óvart. Xerious er maður sem þarf að hafa auga með, mikill stígandi hefur verið á honum í nokkur ár núna og á hann vel skilið að vera kominn í þetta lið og í úrvalsdeildina. Við spáum þeim góðu gengi í deildinni í vetur. GOAT Hérna eru Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og félagar mættir í úrvalsdeildina. Eiki47 og snær (Jóel Snær Garcia Thorarensen) spiluðu fyrir Keflavík esports í fyrra og búa því að reynslunni. DOM (Daníel Örn Melstað) kemur ferskur frá KR í þetta nýja lið. Hugo (Hugi Snær Hlynsson) fengu þeir að láni frá XY Esport og svo er Vikki (Viktor Gabríel Magdic) sem kann að fragga. Þetta er mjög áhugavert lið því að mörg lið munu líklega vanmeta þá út frá árangri Keflavík á síðasta tímabili, en það má ekki gleymast að það eru bara tveir úr því liði í GOAT. Það er aldrei að vita hvað gerist, sérstaklega ef að DOM fer í gang. Fylgist með fyrstu viðureignum í Vodafonedeildinni í kvöld á Stöð2 esport. GOAT - XY Esport ekki sjónvarpsleikur KR - Fylkir mætast klukkan 19:30 HaFiÐ - Exile mætast klukkan 20:30Þór - Dusty mætast klukkan 21:30
Dusty Fylkir Þór Akureyri Vodafone-deildin KR Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira