Hvað kostar gjaldfrjáls grunnmenntun í raun? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 3. september 2020 08:00 Við lifum á viðsjárverðum tímum og víða kreppir að í samfélaginu. Flest erum við sammála um að mikilvægast sé að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins og að áhersla sé lögð á að halda daglegu lífi gangandi. Það þýðir meðal annars að skólar starfi með sem eðlilegustum hætti. Ljóst er að mörg heimili eru undir miklu álagi þessa dagana og þá skiptir enn meira máli að börnum líði vel í skólanum. Skólinn er besta jöfnunartækið, þar eiga allir að hafa jöfn tækifæri og við eigum að leita allra leiða til að koma í veg fyrir stéttaskiptingu í skólum. Sitja allir nemendur við sama borð? Grunnmenntun á að vera gjaldfrjáls en er hún það í raun? Innkaup á skólagögnum í grunnskóla eru sem betur fer ekki lengur í höndum foreldra en sá kostnaður var bæði íþyngjandi og afar mismunandi eftir skólum. Skólanum ber að útvega öll gögn sem gert er ráð fyrir að nemandinn noti til grunnmenntunar og skyldunáms og er það í takt við grunnskólalög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skólastarfið er hins vegar umfangsmeira en svo að kostnaður sé einungis bundinn við skólagögn. Aðstöðumunur barna kemur líka fram þegar kemur að því að greiða fyrir skólamáltíðir og félagsstarf og við það bætist kostnaður við frístundaheimili og tómstundir sem eru einnig mikilvægur hluti af degi barnsins þótt sú starfsemi heyri ekki beint undir skólana. Fátækt á Íslandi Fátækt er til staðar á Íslandi og samkvæmt skýrslu um þróun lífskjara og fátækt barna á Íslandi 2004-2016 eru börn jafnvel líklegri til að búa við fátækt en fullorðnir. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sagði á dögunum að áberandi væri hversu mörg börn skortir föt í upphafi nýs skólaárs og að umsóknum um efnislega aðstoð innan hjálparstarfsins hafi fjölgað um næstum helming á fimm mánuðum. Fjölskylduhjálp hafði svipaða sögu að segja og að mikil ásókn væri í skólatöskur og skólaföt auk þess sem matargjöfum hefði fjölgað. Nýlega bárust fregnir af því að börnum yrði mögulega vísað úr leikskólum borgarinnar vegna skuldavanda foreldra þeirra og það þrátt fyrir að verklagsreglur Reykjavíkurborgar kveði á um að tryggt skuli að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu foreldra eða skuldavanda. Í samræmi við réttindi barna á hvert barn rétt á leikskólaplássi þótt foreldrar hafi af einhverjum ástæðum ekki sinnt því að greiða skólatengd gjöld eða eins og Fanný Heimisdóttir Maríudóttir, leikskólastjóri á Sunnufold í Grafarvogi, minnti á fyrir skömmu: „Þarna hafa börn rétt sem nær yfir rétt sveitarfélags til að þjarma að foreldrum þeirra.“ Umboðsmaður barna sendi erindi til skrifstofu borgarstjóra þar sem bent var á að samkvæmt leikskólalögum væri leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og tíundaði meðal annars mikilvægi leikskólans fyrir lífsgæði og þroska barna. Á að vera hægt að svipta börn rétti til náms? Svarið liggur í augum uppi: nei, það á ekki að vera möguleiki. Aðgreining í skólamötuneytum Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þegar farið var að bjóða upp á skólamáltíðir í hádeginu. Því miður eru margir skólar og sveitarfélög enn að innheimta gjöld fyrir mataráskrift þótt aðrir hafi lengi boðið gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Má þar nefna sveitarfélögin Voga á Vatnsleysuströnd og Þingeyjarsveit. Afar mismunandi er eftir heimilum hversu þungt þessi kostnaður vegur í heimilisbókhaldinu en hjá foreldrum á lágmarkslaunum telur allt sem til fellur. Víða upplifa grunnskólabörn aðgreiningu eftir efnahag í skólamötuneytum og er það ótækt ástand. Skólamáltíðir ættu að standa öllum skólabörnum til boða og eru í raun mikilvægt lýðheilsumál, ekki hvað síst á krepputímum. Svíþjóð og Finnland bjóða öllum börnum í grunnskólum landsins fríar skólamáltíðir og hafa gert lengi. Ættum við ekki að geta gert slíkt hið sama? Í þessu samhengi má spyrja sig í hvað skattpeningarnir okkar fara. Á grunnskólinn líkt og heilbrigðiskerfið ekki að vera fjármagnaður með sköttum og útsvari? Almennt ríkir sá skilningur að skattpeningar eigi að standa straum af kostnaði við menntun, heilbrigðisþjónustu, samgöngur og stuðla að réttlæti og vernd borgaranna. Hafa skattgreiðendur þá ekki nú þegar greitt fyrir þessa grunnþjónustu? Þegar einungis hluti skólabarna hefur aðgang að skólamáltíðum ríkir ekki raunverulegt jafnrétti til náms. Aldrei ætti að mismuna börnum á grundvelli efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra og mikilvægt er að létta undir með barnafjölskyldum. Hvers konar samfélag viljum við? Páll Skúlason heitinn, prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor, spurði þessarar spurningar skömmu eftir hrun þegar hann reifaði nokkrar hugmyndir og hugsjónir sem hann taldi að hafa ætti að leiðarljósi við uppbyggingu íslensks samfélags eftir áfallið. Þar nefndi hann meðal annars að allir samfélagsþegnar þurfi að hugsa um réttlætið í samfélaginu burtséð frá eigin hagsmunum. Hann gagnrýndi enn fremur markaðshyggjuna og lagði meðal annars áherslu á að við ættum ,,að hugsa um sameignir okkar, landið og auðlindir þess, tunguna, söguna og stofnanirnar sem bera uppi samfélagið, fjölskylduna, skólana, dómstólana, sjúkrahúsin,“ og ,,að temja okkur samstarfsanda í stað þess að kynda undir samkeppni eins og mannlífið sé ekki annað en kappleikur.“ Hann velti einnig fyrir sér hverjir okkar sameiginlegu hagsmunir væru? Hver er almannaheill? Við því er ekkert einfalt svar en ef við viljum búa í góðu samfélagi þarf það að vera réttlátt samfélag. Réttlætið felst í því hvernig við deilum lífsgæðum á sanngjarnan hátt og til þess að jafnvægi ríki í samfélaginu þurfum við að stuðla að jöfnuði. Skólinn er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu og ef við getum ekki stuðlað að jöfnuði og jafnvægi þar hvernig getum við þá gert það yfir höfuð? Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hrefna Sigurjónsdóttir Réttindi barna Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Við lifum á viðsjárverðum tímum og víða kreppir að í samfélaginu. Flest erum við sammála um að mikilvægast sé að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins og að áhersla sé lögð á að halda daglegu lífi gangandi. Það þýðir meðal annars að skólar starfi með sem eðlilegustum hætti. Ljóst er að mörg heimili eru undir miklu álagi þessa dagana og þá skiptir enn meira máli að börnum líði vel í skólanum. Skólinn er besta jöfnunartækið, þar eiga allir að hafa jöfn tækifæri og við eigum að leita allra leiða til að koma í veg fyrir stéttaskiptingu í skólum. Sitja allir nemendur við sama borð? Grunnmenntun á að vera gjaldfrjáls en er hún það í raun? Innkaup á skólagögnum í grunnskóla eru sem betur fer ekki lengur í höndum foreldra en sá kostnaður var bæði íþyngjandi og afar mismunandi eftir skólum. Skólanum ber að útvega öll gögn sem gert er ráð fyrir að nemandinn noti til grunnmenntunar og skyldunáms og er það í takt við grunnskólalög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skólastarfið er hins vegar umfangsmeira en svo að kostnaður sé einungis bundinn við skólagögn. Aðstöðumunur barna kemur líka fram þegar kemur að því að greiða fyrir skólamáltíðir og félagsstarf og við það bætist kostnaður við frístundaheimili og tómstundir sem eru einnig mikilvægur hluti af degi barnsins þótt sú starfsemi heyri ekki beint undir skólana. Fátækt á Íslandi Fátækt er til staðar á Íslandi og samkvæmt skýrslu um þróun lífskjara og fátækt barna á Íslandi 2004-2016 eru börn jafnvel líklegri til að búa við fátækt en fullorðnir. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sagði á dögunum að áberandi væri hversu mörg börn skortir föt í upphafi nýs skólaárs og að umsóknum um efnislega aðstoð innan hjálparstarfsins hafi fjölgað um næstum helming á fimm mánuðum. Fjölskylduhjálp hafði svipaða sögu að segja og að mikil ásókn væri í skólatöskur og skólaföt auk þess sem matargjöfum hefði fjölgað. Nýlega bárust fregnir af því að börnum yrði mögulega vísað úr leikskólum borgarinnar vegna skuldavanda foreldra þeirra og það þrátt fyrir að verklagsreglur Reykjavíkurborgar kveði á um að tryggt skuli að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu foreldra eða skuldavanda. Í samræmi við réttindi barna á hvert barn rétt á leikskólaplássi þótt foreldrar hafi af einhverjum ástæðum ekki sinnt því að greiða skólatengd gjöld eða eins og Fanný Heimisdóttir Maríudóttir, leikskólastjóri á Sunnufold í Grafarvogi, minnti á fyrir skömmu: „Þarna hafa börn rétt sem nær yfir rétt sveitarfélags til að þjarma að foreldrum þeirra.“ Umboðsmaður barna sendi erindi til skrifstofu borgarstjóra þar sem bent var á að samkvæmt leikskólalögum væri leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og tíundaði meðal annars mikilvægi leikskólans fyrir lífsgæði og þroska barna. Á að vera hægt að svipta börn rétti til náms? Svarið liggur í augum uppi: nei, það á ekki að vera möguleiki. Aðgreining í skólamötuneytum Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þegar farið var að bjóða upp á skólamáltíðir í hádeginu. Því miður eru margir skólar og sveitarfélög enn að innheimta gjöld fyrir mataráskrift þótt aðrir hafi lengi boðið gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Má þar nefna sveitarfélögin Voga á Vatnsleysuströnd og Þingeyjarsveit. Afar mismunandi er eftir heimilum hversu þungt þessi kostnaður vegur í heimilisbókhaldinu en hjá foreldrum á lágmarkslaunum telur allt sem til fellur. Víða upplifa grunnskólabörn aðgreiningu eftir efnahag í skólamötuneytum og er það ótækt ástand. Skólamáltíðir ættu að standa öllum skólabörnum til boða og eru í raun mikilvægt lýðheilsumál, ekki hvað síst á krepputímum. Svíþjóð og Finnland bjóða öllum börnum í grunnskólum landsins fríar skólamáltíðir og hafa gert lengi. Ættum við ekki að geta gert slíkt hið sama? Í þessu samhengi má spyrja sig í hvað skattpeningarnir okkar fara. Á grunnskólinn líkt og heilbrigðiskerfið ekki að vera fjármagnaður með sköttum og útsvari? Almennt ríkir sá skilningur að skattpeningar eigi að standa straum af kostnaði við menntun, heilbrigðisþjónustu, samgöngur og stuðla að réttlæti og vernd borgaranna. Hafa skattgreiðendur þá ekki nú þegar greitt fyrir þessa grunnþjónustu? Þegar einungis hluti skólabarna hefur aðgang að skólamáltíðum ríkir ekki raunverulegt jafnrétti til náms. Aldrei ætti að mismuna börnum á grundvelli efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra og mikilvægt er að létta undir með barnafjölskyldum. Hvers konar samfélag viljum við? Páll Skúlason heitinn, prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor, spurði þessarar spurningar skömmu eftir hrun þegar hann reifaði nokkrar hugmyndir og hugsjónir sem hann taldi að hafa ætti að leiðarljósi við uppbyggingu íslensks samfélags eftir áfallið. Þar nefndi hann meðal annars að allir samfélagsþegnar þurfi að hugsa um réttlætið í samfélaginu burtséð frá eigin hagsmunum. Hann gagnrýndi enn fremur markaðshyggjuna og lagði meðal annars áherslu á að við ættum ,,að hugsa um sameignir okkar, landið og auðlindir þess, tunguna, söguna og stofnanirnar sem bera uppi samfélagið, fjölskylduna, skólana, dómstólana, sjúkrahúsin,“ og ,,að temja okkur samstarfsanda í stað þess að kynda undir samkeppni eins og mannlífið sé ekki annað en kappleikur.“ Hann velti einnig fyrir sér hverjir okkar sameiginlegu hagsmunir væru? Hver er almannaheill? Við því er ekkert einfalt svar en ef við viljum búa í góðu samfélagi þarf það að vera réttlátt samfélag. Réttlætið felst í því hvernig við deilum lífsgæðum á sanngjarnan hátt og til þess að jafnvægi ríki í samfélaginu þurfum við að stuðla að jöfnuði. Skólinn er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu og ef við getum ekki stuðlað að jöfnuði og jafnvægi þar hvernig getum við þá gert það yfir höfuð? Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun