Var vakandi alla nóttina fyrir slysið við Tjarnarvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 18:28 Frá vettvangi slyssins. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í október 2018 hafði verið vakandi alla nóttina áður en slysið varð og sennilegt er að hann hafi sofnað við aksturinn. Farþegi bílsins sem lést í slysinu var ekki spenntur í öryggisbelti og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að hann hefði líklega lifað slysið af, hefði hann verið spenntur í belti. Skýrsla Rannsóknarnefndar um slysið, sem varð undir morgun þann 28. október 2018, var birt undir lok vikunnar. Ökumaðurinn ók bifreiðinni, sem var af gerðinni Peugeot, yfir á rangan vegarhelming við Tjarnarvelli þar sem hún lenti í hörðum árekstri við Kia-bifreið úr gagnstæðri átt. Enginn farþegi var í Kia-bifreiðinni en ökumaður hennar hlaut talsverða áverka. Farþeginn í Peugeot-bílnum var ekki í öryggisbelti og kastaðist fram á mælaborðið við áreksturinn. Við það hlaut hann banvæna höfuðáverka. Ökumaður bílsins var spenntur í belti og hlaut áverka á hné og brjóstkassa. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming og telur nefndin líklegt að hann hafi sofnað undir stýri. Hann sagðist hafa vakað alla nóttina áður. Rannsóknarnefndin telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti. Þá sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir vina og ættingja ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í október 2018 hafði verið vakandi alla nóttina áður en slysið varð og sennilegt er að hann hafi sofnað við aksturinn. Farþegi bílsins sem lést í slysinu var ekki spenntur í öryggisbelti og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að hann hefði líklega lifað slysið af, hefði hann verið spenntur í belti. Skýrsla Rannsóknarnefndar um slysið, sem varð undir morgun þann 28. október 2018, var birt undir lok vikunnar. Ökumaðurinn ók bifreiðinni, sem var af gerðinni Peugeot, yfir á rangan vegarhelming við Tjarnarvelli þar sem hún lenti í hörðum árekstri við Kia-bifreið úr gagnstæðri átt. Enginn farþegi var í Kia-bifreiðinni en ökumaður hennar hlaut talsverða áverka. Farþeginn í Peugeot-bílnum var ekki í öryggisbelti og kastaðist fram á mælaborðið við áreksturinn. Við það hlaut hann banvæna höfuðáverka. Ökumaður bílsins var spenntur í belti og hlaut áverka á hné og brjóstkassa. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming og telur nefndin líklegt að hann hafi sofnað undir stýri. Hann sagðist hafa vakað alla nóttina áður. Rannsóknarnefndin telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti. Þá sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir vina og ættingja ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í skýrslu nefndarinnar.
Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira