Allt úr engu: Rauðspretta, gulrætur og rósir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2020 17:30 Mynd/Allt úr engu Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr þætti vikunnar. Mynd/Allt úr engu Gulrótarmauk með kúmeni og rósmarín 300 gr gulrætur – skrældar og skornar í skífur 3 dl appelsínusafi 1 -2 teskeiðar kúmen 4 anísstjörnur ½ grein rósmarín 35 gr smjör Sítrónuolía eða ólífuolía Salt Sítrónusafi Setjið allt hráefnið í eldfast mót og blandið því vel saman. Setjið álpappír yfir og inn í forhitaðan ofn á 180 gráðum og hafið þetta inni í 45-55 mínútur, eða þar til gulræturnar eru maukeldaðar. Þegar gulræturnar eru fulleldaðar setjið gulræturnar í blender og maukið á hæstu stillingu. Bætið við örlitlu af appelsínusafa ef þess þarf til að fá gulræturnar til að snúast í blendernum. Bætið smjörinu útí ásamt dass af sítrónu- eða ólífuolíu og maukið á fullum hraða þar til maukið er orðið silkimjúkt og samfellt. Bragðið til með salti og sítrónusafa. Mynd/Allt úr engu Súrmjólkursósa – Sósa og ferskostur 1L. Súrmjólk 300 gr. Smjör Salt Sítrónusafi Setjið súrmjólk í pott og fáið suðuna hægt og rólega upp á meðalhita. Þegar suðunni hefur verið náð, haldið áfram að sjóða við vægan hita í 1-2 mínútur. Sigtið ostinn, sem hefur myndast ofan á vökvanum, frá og haldið áfram að sjóða vökvann niður í pottinum þangað til hann er orðinn að gallsúr eða niður um 60-70%. Þarnæst pískið smjörið útí í teningum með písk eða töfrasprota og kryddið með salti og sítrónu til að fá jafnvægi í bragðið. Rauðspretta Fiskurinn er skorinn af beininu og roðið fjarlægt. Kryddið fiskinn með flögusalti og leyfið saltinu að vinna á kjötinu í 5 til 8 mínútur. Hitið pönnu á fullum styrk þangað til hún er orðin rjúkandi heit, hellið dágóðri slettu af steikingarolíu á pönnuna og setjið flökin á heita pönnuna með beinhliðina niður. Steikið á þeirri hlið í 1 ½ mínútu og snúið fisknum við, slökktu á pönnunni og setjið væna smjörklípu á og látið liggja í ca. 1 ½ í viðbót. Takið fiskinn af og komið fyrir á disk eða fati. Puntið með appelsínulaufum, súrum og rósablöðum. Mynd/Allt úr engu Ofnsteiktar gulrætur, rósir og möndlumylsna Rósaedik 4-5 Rósir (ég notaði F.J . Grootendorst rósir) 0,5 l. Borðedik Týnið rósablöðin í sundur og komið þeim fyrir í krukku og hellið borðediki yfir. Ofnsteiktar gulrætur 8-10 íslenskar gulrætur – skornar langs, í helminga 3 msk Sítrónuolía 3 msk Rósaedik 15 korn Rósapipar Salt Komið öllu fyrir í eldföstu móti og setjið í 200 gráðu heitan ofni í 25-30 mínútur. Áferðin á gulrótunum á að vera mjúk en samt sem áður með biti í. Smakkið alltaf eina áður en þið ákveðið að taka þær út úr ofninum. Mynd/Allt úr engu Möndlumylsna Brauðmylsna Gamalt súrdeigsbrauð Ólífuolía Saxaðar jurtir Salt Rífðið brauðið niður í svipað stóra bita og komið því fyrir í eldföstu móti eða bakka, bleytið það vel með olíu og kryddið með salti og jurtum að eigin vali. Bakið í ofni við 180 gráður þangað til það er orðið stökkt. Mynd/Allt úr engu 50 gr. Brauðmylsna 3 msk. Birkifræ - steikt á pönnu í smá olíu þar til þau eru orðin stökk 50 gr. Möndlur án hýðis – Steiktar í olíu á pönnu við vægan hita þangað til þær eru orðnar gullinbrúnar og svo saxaðar í minni bita Saxaðar súrur Saxað dill Rifinn sítrónubörkur Blandið öllu vel saman og bragðið til með salti. Setjið gulræturnar á fallegan disk, dreyfið mylsnunni yfir og kryddið með olíu, salti og rósaediki eftir smekk. Einnig er hægt að nota rósirnar í edikinu til að fá smá spark í réttinn og skreyta með súrulaufum og rósablöðum. Mynd/Allt úr engu Matur Uppskriftir Fiskur Grænmetisréttir Sjávarréttir Allt úr engu Tengdar fréttir Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 31. ágúst 2020 19:10 Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr þætti vikunnar. Mynd/Allt úr engu Gulrótarmauk með kúmeni og rósmarín 300 gr gulrætur – skrældar og skornar í skífur 3 dl appelsínusafi 1 -2 teskeiðar kúmen 4 anísstjörnur ½ grein rósmarín 35 gr smjör Sítrónuolía eða ólífuolía Salt Sítrónusafi Setjið allt hráefnið í eldfast mót og blandið því vel saman. Setjið álpappír yfir og inn í forhitaðan ofn á 180 gráðum og hafið þetta inni í 45-55 mínútur, eða þar til gulræturnar eru maukeldaðar. Þegar gulræturnar eru fulleldaðar setjið gulræturnar í blender og maukið á hæstu stillingu. Bætið við örlitlu af appelsínusafa ef þess þarf til að fá gulræturnar til að snúast í blendernum. Bætið smjörinu útí ásamt dass af sítrónu- eða ólífuolíu og maukið á fullum hraða þar til maukið er orðið silkimjúkt og samfellt. Bragðið til með salti og sítrónusafa. Mynd/Allt úr engu Súrmjólkursósa – Sósa og ferskostur 1L. Súrmjólk 300 gr. Smjör Salt Sítrónusafi Setjið súrmjólk í pott og fáið suðuna hægt og rólega upp á meðalhita. Þegar suðunni hefur verið náð, haldið áfram að sjóða við vægan hita í 1-2 mínútur. Sigtið ostinn, sem hefur myndast ofan á vökvanum, frá og haldið áfram að sjóða vökvann niður í pottinum þangað til hann er orðinn að gallsúr eða niður um 60-70%. Þarnæst pískið smjörið útí í teningum með písk eða töfrasprota og kryddið með salti og sítrónu til að fá jafnvægi í bragðið. Rauðspretta Fiskurinn er skorinn af beininu og roðið fjarlægt. Kryddið fiskinn með flögusalti og leyfið saltinu að vinna á kjötinu í 5 til 8 mínútur. Hitið pönnu á fullum styrk þangað til hún er orðin rjúkandi heit, hellið dágóðri slettu af steikingarolíu á pönnuna og setjið flökin á heita pönnuna með beinhliðina niður. Steikið á þeirri hlið í 1 ½ mínútu og snúið fisknum við, slökktu á pönnunni og setjið væna smjörklípu á og látið liggja í ca. 1 ½ í viðbót. Takið fiskinn af og komið fyrir á disk eða fati. Puntið með appelsínulaufum, súrum og rósablöðum. Mynd/Allt úr engu Ofnsteiktar gulrætur, rósir og möndlumylsna Rósaedik 4-5 Rósir (ég notaði F.J . Grootendorst rósir) 0,5 l. Borðedik Týnið rósablöðin í sundur og komið þeim fyrir í krukku og hellið borðediki yfir. Ofnsteiktar gulrætur 8-10 íslenskar gulrætur – skornar langs, í helminga 3 msk Sítrónuolía 3 msk Rósaedik 15 korn Rósapipar Salt Komið öllu fyrir í eldföstu móti og setjið í 200 gráðu heitan ofni í 25-30 mínútur. Áferðin á gulrótunum á að vera mjúk en samt sem áður með biti í. Smakkið alltaf eina áður en þið ákveðið að taka þær út úr ofninum. Mynd/Allt úr engu Möndlumylsna Brauðmylsna Gamalt súrdeigsbrauð Ólífuolía Saxaðar jurtir Salt Rífðið brauðið niður í svipað stóra bita og komið því fyrir í eldföstu móti eða bakka, bleytið það vel með olíu og kryddið með salti og jurtum að eigin vali. Bakið í ofni við 180 gráður þangað til það er orðið stökkt. Mynd/Allt úr engu 50 gr. Brauðmylsna 3 msk. Birkifræ - steikt á pönnu í smá olíu þar til þau eru orðin stökk 50 gr. Möndlur án hýðis – Steiktar í olíu á pönnu við vægan hita þangað til þær eru orðnar gullinbrúnar og svo saxaðar í minni bita Saxaðar súrur Saxað dill Rifinn sítrónubörkur Blandið öllu vel saman og bragðið til með salti. Setjið gulræturnar á fallegan disk, dreyfið mylsnunni yfir og kryddið með olíu, salti og rósaediki eftir smekk. Einnig er hægt að nota rósirnar í edikinu til að fá smá spark í réttinn og skreyta með súrulaufum og rósablöðum. Mynd/Allt úr engu
Matur Uppskriftir Fiskur Grænmetisréttir Sjávarréttir Allt úr engu Tengdar fréttir Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 31. ágúst 2020 19:10 Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 31. ágúst 2020 19:10
Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33