Anníe Mist: Gerir mig að betri manneskju ef ég fæ „minn skammt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er byrjuð að æfa aftur í CrossFit Reykjavík sem eru gleðifréttir. Hún tekur skynsamleg og skref í rétta átt á hverri æfingu og reynir ekki að gera of mikið strax. Hér sést hún geislandi glöð á þessari mynd á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir þarf sinn reglulega skammt af æfingum og segir að hennar allra nánustu viti það best allra. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir segir því fylgja töfrandi tilfinning að vera komin aftur af stað í lyftingasalnum sínum eftir barnsburðinn. Anníe Mist gaf það út í vikunni að hún ætlaði sér að keppa aftur í CrossFit á nýju ári og þar sem The Open hefst strax í febrúar fær hún aðeins fimm mánuði til að koma sér aftur í keppnisform. Anníe Mist fagnar því að vera farin að æfa aftur en lofar aðdáendum sínum að fara varlega af stað. „Það fylgja því töfrar að vera komin aftur af stað í salnum,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína og notaði orðið „MAGICAL“ í hástöfum. Anníe Mist birti líka myndir af sér af æfingunni. Það fer ekkert á milli mála hversu sátt hún er enda geislandi glöð á þessum myndum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Being back at the gym is MAGICAL. I still have to be very careful with movement choice as things are still getting back to normal in my body. Weights are light, reps are high but so are the endorphins. Getting my daily fix makes me a better mother, dottir, spouse - and person in general. The people closest to me can attest to that! Do you make yourself a priority for at least some time every day? And what do you? Let me know, I need ideas that doesn t involve working out @reebok @roguefitness @foodspring_athletics @rpstrength @nuunhydration #enjoythejourney #allsmiles #frederiksdottir #smallsteps A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 10, 2020 at 6:53am PDT „Ég þarf enn að passa mig á því að fara varlega því líkaminn minn er enn að koma til baka,“ skrifaði Anníe Mist en hún eignaðist dóttur fyrir mánuði síðan eftir mjög erfiða fæðingu þar sem hún tapaði meðal annars miklu blóði. Anníe Mist hafði æft alla æfinguna en það breytti því ekki að hún átti erfitt með að gera einföldustu hluti eftir þessa miklu áreynslu. Anníe hefur síðan leyft fylgjendum sínum að fylgjast með öllum skrefum endurkomunnar þó að mörg þeirra hafi verið lítil. „Þyngdirnar eru litlar hjá mér en með mikið af endurtekningum. Áhrifin eru líka mikil. Að fá minn skammt af hreyfingu gerir mig að betri móður, betri dóttur, betri maka og betri persónu. Fólkið næst mér getur staðfest það,“ skrifaði Anníe Mist. „Setur þú sjálfan þig í forgang að minnsta kosti í smá tíma á hverjum degi? Hvað gerir þú þá? Láttu mig vita því ég þarf hugmyndir að einhverju sem snýst ekki um að æfa,“ biðlaði Anníe Mist síðan til fylgjenda sinna. CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir þarf sinn reglulega skammt af æfingum og segir að hennar allra nánustu viti það best allra. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir segir því fylgja töfrandi tilfinning að vera komin aftur af stað í lyftingasalnum sínum eftir barnsburðinn. Anníe Mist gaf það út í vikunni að hún ætlaði sér að keppa aftur í CrossFit á nýju ári og þar sem The Open hefst strax í febrúar fær hún aðeins fimm mánuði til að koma sér aftur í keppnisform. Anníe Mist fagnar því að vera farin að æfa aftur en lofar aðdáendum sínum að fara varlega af stað. „Það fylgja því töfrar að vera komin aftur af stað í salnum,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína og notaði orðið „MAGICAL“ í hástöfum. Anníe Mist birti líka myndir af sér af æfingunni. Það fer ekkert á milli mála hversu sátt hún er enda geislandi glöð á þessum myndum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Being back at the gym is MAGICAL. I still have to be very careful with movement choice as things are still getting back to normal in my body. Weights are light, reps are high but so are the endorphins. Getting my daily fix makes me a better mother, dottir, spouse - and person in general. The people closest to me can attest to that! Do you make yourself a priority for at least some time every day? And what do you? Let me know, I need ideas that doesn t involve working out @reebok @roguefitness @foodspring_athletics @rpstrength @nuunhydration #enjoythejourney #allsmiles #frederiksdottir #smallsteps A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 10, 2020 at 6:53am PDT „Ég þarf enn að passa mig á því að fara varlega því líkaminn minn er enn að koma til baka,“ skrifaði Anníe Mist en hún eignaðist dóttur fyrir mánuði síðan eftir mjög erfiða fæðingu þar sem hún tapaði meðal annars miklu blóði. Anníe Mist hafði æft alla æfinguna en það breytti því ekki að hún átti erfitt með að gera einföldustu hluti eftir þessa miklu áreynslu. Anníe hefur síðan leyft fylgjendum sínum að fylgjast með öllum skrefum endurkomunnar þó að mörg þeirra hafi verið lítil. „Þyngdirnar eru litlar hjá mér en með mikið af endurtekningum. Áhrifin eru líka mikil. Að fá minn skammt af hreyfingu gerir mig að betri móður, betri dóttur, betri maka og betri persónu. Fólkið næst mér getur staðfest það,“ skrifaði Anníe Mist. „Setur þú sjálfan þig í forgang að minnsta kosti í smá tíma á hverjum degi? Hvað gerir þú þá? Láttu mig vita því ég þarf hugmyndir að einhverju sem snýst ekki um að æfa,“ biðlaði Anníe Mist síðan til fylgjenda sinna.
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira