Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2020 14:34 Kristófer í viðtalinu. vísir/skjáskot Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54
KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03