Fyrirliði Flora Tallin setti pressuna yfir á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 13:30 Konstantin Vassiljev er bæði fyrirliði Flora Tallin og eistneska landsliðsins. Getty/Hendrik Osula Íslandsmeistarar KR geta komist áfram í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar liðið mætir eistnesku meisturunum Flora Tallin í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR skiptir bæði félögin miklu máli peningalega ekki síst þar sem mótherjinn í þriðju umferðinni, annað hvort Linfield frá Norður Írlandi eða Floriana frá Möltu, gefur liðunum tækifæri á að komast enn lengra. Leikurinn skiptir íslenskan fótbolta líka miklu máli því komist KR ekki áfram gæti Ísland misst eitt af fjórum Evrópusætum sínum á næsta ári. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppnunum í ár. Eistneska landsliðið er 67 sætum á eftir því íslenska á nýjum styrkleikalista FIFA en frammistaða íslensku félaganna síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við gengi landsliðsins. Eistarnir líta samt svo á að þeir séu litla liðið í dag. Konstantin Vassiljev, fyrirliði Flora Tallin, setti þannig pressuna yfir á KR á blaðamannafundi fyrir leikinn. View this post on Instagram MÄNGUPÄEV Täna kohtume Euroopa liiga II voorus KR Reykjavikuga! Meeskonna kapten Vassiljev lausus mängueelsel pressikonverentsil: Me ei pea pinget endale panema. Tihti ongi ju nii olnud, et Eesti klubid ei ole Euroopas edukad. Tahame muidugi väga, et läheks homme hästi ja selle mõttega ka mängule läheme. Tõmmake õhtul endale roheline särk selga ning elage meile kaasa ETV2 otseülekande vahendusel! : Brit Maria Tael A post shared by FC Flora Tallinn (@fcflora) on Sep 17, 2020 at 12:30am PDT „Það er engin pressa á okkur. Það hefur oftast verið þannig að eistnesku félögin hafa ekki verið að ná árangri í Evrópukeppnunum. Auðvitað viljum við gera vel í leiknum á morgun (í dag) og förum inn í þennan leik með því hugarfari,“ sagði Konstantin Vassiljev sem er frægasti fótboltamaður Eista. Konstantin Vassiljev er orðinn 36 ára gamall en hann hefur skorað 25 mörk í 121 landsleik fyrir Eista og hefur þrisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR fer fram fyrir luktum dyrum í Tallin í Eistlandi en Flora menn skoruðu á stuðningsmenn sína að horfa á leikinn í sjónvarpinu í grænum búningum félagsins. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sjá meira
Íslandsmeistarar KR geta komist áfram í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar liðið mætir eistnesku meisturunum Flora Tallin í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR skiptir bæði félögin miklu máli peningalega ekki síst þar sem mótherjinn í þriðju umferðinni, annað hvort Linfield frá Norður Írlandi eða Floriana frá Möltu, gefur liðunum tækifæri á að komast enn lengra. Leikurinn skiptir íslenskan fótbolta líka miklu máli því komist KR ekki áfram gæti Ísland misst eitt af fjórum Evrópusætum sínum á næsta ári. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppnunum í ár. Eistneska landsliðið er 67 sætum á eftir því íslenska á nýjum styrkleikalista FIFA en frammistaða íslensku félaganna síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við gengi landsliðsins. Eistarnir líta samt svo á að þeir séu litla liðið í dag. Konstantin Vassiljev, fyrirliði Flora Tallin, setti þannig pressuna yfir á KR á blaðamannafundi fyrir leikinn. View this post on Instagram MÄNGUPÄEV Täna kohtume Euroopa liiga II voorus KR Reykjavikuga! Meeskonna kapten Vassiljev lausus mängueelsel pressikonverentsil: Me ei pea pinget endale panema. Tihti ongi ju nii olnud, et Eesti klubid ei ole Euroopas edukad. Tahame muidugi väga, et läheks homme hästi ja selle mõttega ka mängule läheme. Tõmmake õhtul endale roheline särk selga ning elage meile kaasa ETV2 otseülekande vahendusel! : Brit Maria Tael A post shared by FC Flora Tallinn (@fcflora) on Sep 17, 2020 at 12:30am PDT „Það er engin pressa á okkur. Það hefur oftast verið þannig að eistnesku félögin hafa ekki verið að ná árangri í Evrópukeppnunum. Auðvitað viljum við gera vel í leiknum á morgun (í dag) og förum inn í þennan leik með því hugarfari,“ sagði Konstantin Vassiljev sem er frægasti fótboltamaður Eista. Konstantin Vassiljev er orðinn 36 ára gamall en hann hefur skorað 25 mörk í 121 landsleik fyrir Eista og hefur þrisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR fer fram fyrir luktum dyrum í Tallin í Eistlandi en Flora menn skoruðu á stuðningsmenn sína að horfa á leikinn í sjónvarpinu í grænum búningum félagsins.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sjá meira