Aldrei greitt hér tekjuskatt Freyr Frostason skrifar 17. september 2020 15:30 „Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni. Þetta hefðu verið óvænt tíðindi fyrir þau sem horfðu á góðan fjarfund Landverndar og vestfirsku náttúruverndarsamtakanna Rjúkanda í síðustu viku þar sem fjallað var um fiskeldi á Vestfjörðum. Á þeim fundi fór Einar K. Guðfinnsson digrum orðum um góða afkomu í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér við land. Þetta voru þó furðuleg orð hjá talsmanni þessa mengandi iðnaðar því Salmar, hið norska móðurfélag Arnarlax, hafði fyrr í þessum mánuði sagt frá hörmulegri afkomu dótturfélagsins, þeirri hinni sömu og Markaðurinn sagði svo frá í nýjasta tölublaði sínu. Einar átti sem sagt að vita betur, og vissi reyndar örugglega betur. Staðreyndin er sú að ekkert sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru með rekstur hér við land hefur nokkru sinni skilað slíkri afkomu að þau hafi greitt tekjuskatt. Aldrei nokkurn tíma. Og afar hæpið er að þau geri það um fyrirsjáanlega framtíð. Annars vegar vegna þess að uppsafnað tap þeirra hleypur á milljörðum, og hins vegar vegna þess að þau eru flest að stærstum hluta í erlendri eigu. Það þýðir að móðurfélögin hafa milligöngu um eða selja þeim búnað, fóður, ráðgjöf og ýmsa aðra þjónustu. Þannig geta þau stýrt því hvar mögulegur hagnaður er tekinn út og tekjuskattar greiddir á endanum. Allt er það innan laga og reglna sem gilda um alþjóðleg viðskipti. Þannig er til dæmis stærsti eigandi sjókvíaeldisfyritæksins Arctic Fish Farm, sem starfar á Vestfjörðum, aflandsfélagið Bremesco Holding og er það skráð á Kýpur. Einari varð tíðrætt á fundinum um útfltningsverðmæti sjókvíaeldislaxins en hann var hins vegar ófáanlegur til að ræða hvað verður í raun eftir á Íslandi þegar búið er að greiða móðurfélögunum og öðrum gjaldeyri fyrir búnað, fóður, ráðgjöf og aðra þjónustu að utan. Það eina sem við vitum fyrir víst að verður eftir er stórfelld mengunin frá sjókvíunum í íslenskum fjörðum og erfðablöndun við villtu laxastofnanna okkar vegna sleppifisks úr kvíunum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
„Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni. Þetta hefðu verið óvænt tíðindi fyrir þau sem horfðu á góðan fjarfund Landverndar og vestfirsku náttúruverndarsamtakanna Rjúkanda í síðustu viku þar sem fjallað var um fiskeldi á Vestfjörðum. Á þeim fundi fór Einar K. Guðfinnsson digrum orðum um góða afkomu í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér við land. Þetta voru þó furðuleg orð hjá talsmanni þessa mengandi iðnaðar því Salmar, hið norska móðurfélag Arnarlax, hafði fyrr í þessum mánuði sagt frá hörmulegri afkomu dótturfélagsins, þeirri hinni sömu og Markaðurinn sagði svo frá í nýjasta tölublaði sínu. Einar átti sem sagt að vita betur, og vissi reyndar örugglega betur. Staðreyndin er sú að ekkert sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru með rekstur hér við land hefur nokkru sinni skilað slíkri afkomu að þau hafi greitt tekjuskatt. Aldrei nokkurn tíma. Og afar hæpið er að þau geri það um fyrirsjáanlega framtíð. Annars vegar vegna þess að uppsafnað tap þeirra hleypur á milljörðum, og hins vegar vegna þess að þau eru flest að stærstum hluta í erlendri eigu. Það þýðir að móðurfélögin hafa milligöngu um eða selja þeim búnað, fóður, ráðgjöf og ýmsa aðra þjónustu. Þannig geta þau stýrt því hvar mögulegur hagnaður er tekinn út og tekjuskattar greiddir á endanum. Allt er það innan laga og reglna sem gilda um alþjóðleg viðskipti. Þannig er til dæmis stærsti eigandi sjókvíaeldisfyritæksins Arctic Fish Farm, sem starfar á Vestfjörðum, aflandsfélagið Bremesco Holding og er það skráð á Kýpur. Einari varð tíðrætt á fundinum um útfltningsverðmæti sjókvíaeldislaxins en hann var hins vegar ófáanlegur til að ræða hvað verður í raun eftir á Íslandi þegar búið er að greiða móðurfélögunum og öðrum gjaldeyri fyrir búnað, fóður, ráðgjöf og aðra þjónustu að utan. Það eina sem við vitum fyrir víst að verður eftir er stórfelld mengunin frá sjókvíunum í íslenskum fjörðum og erfðablöndun við villtu laxastofnanna okkar vegna sleppifisks úr kvíunum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar