Eigið húsnæði fyrir tekjulága Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. september 2020 10:17 Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis. Um er að ræða svokölluð hlutdeildarlán. Þau virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld. Tekjumörk fyrir einstakling eru 7.560.000 krónur á ári og fyrir hjón eða sambúðarfólk 10.560.000 krónur. Það er löngu kominn tími til að mæta tekjulágu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði og byggja upp eign í því til framtíðar en hefur ekki haft möguleika á að leggja fram þá fjármuni sem þurft hefur til þess að geta fjármagnað eigið húsnæði. Eins og við þekkjum getur jafnvel verið dýrara að greiða leigu á opnum leigumarkaði en að borga niður lán og vera þá að eignast í húsnæðinu. Það á að vera raunverulegt val fyrir fólki hvort það sé á leigumarkaði eða eigi sitt eigið húsnæði hvort sem það er tekjulágt eða efnað. Við gerðum jákvæðar breytingar í meðförum þingsins með því að tryggja að almennt skuli úthlutað að lágmarki 20 % á ársgrundvelli til kaupa á hagkvæmu húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins af þeim 4 milljörðum sem ætlaðir eru til þessa verkefnis á ári. Við sem búum á landsbyggðinni og þekkjum vel til vitum að mjög mikill sogkraftur í búferlaflutningum er frá landsbyggðunum á höfuðborgarsvæðið og vitum að rík þörf er fyrir hagkvæmt húsnæði á landsbyggðunum sem standi líka tekjulágu fólki þar til boða. Víða um land er verið að taka í gegn eldri fjölbýlishús og annað húsnæði sem telst hagkvæmt. Því þurfa ekki að vera eingöngu um nýbyggingar að ræða til þess að geta fallið að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ég tel að það muni styrkja landsbyggðirnar mjög mikið og búsetuþróun þar að í boði séu líka íbúðir og húsnæði fyrir tekjulága, þannig að fólk geti haldið áfram að búa á þeim stað sem það vill búa. Önnur úrræði hafa farið vel af stað til stuðnings við fólk á húsnæðismarkaði. Þar má nefna almennar leiguíbúðir sem byggðar hafa verið víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig má nefna skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar á fasteignalán sem komið hafa mörgum vel. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að koma til móts við erfiða stöðu tekjulágra í samfélaginu m.a. með góðu aðgengi að heilbrigðiskerfinu, menntun og samgöngum og þrepaskiptu skattkerfi og þessi aðgerð er stór þáttur í því að tryggja sem best afkomuöryggi tekjulágra og fyrstu kaupenda húsnæðis og mætir því samkomulagi sem gert var í Lífskjarasamningunum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis. Um er að ræða svokölluð hlutdeildarlán. Þau virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld. Tekjumörk fyrir einstakling eru 7.560.000 krónur á ári og fyrir hjón eða sambúðarfólk 10.560.000 krónur. Það er löngu kominn tími til að mæta tekjulágu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði og byggja upp eign í því til framtíðar en hefur ekki haft möguleika á að leggja fram þá fjármuni sem þurft hefur til þess að geta fjármagnað eigið húsnæði. Eins og við þekkjum getur jafnvel verið dýrara að greiða leigu á opnum leigumarkaði en að borga niður lán og vera þá að eignast í húsnæðinu. Það á að vera raunverulegt val fyrir fólki hvort það sé á leigumarkaði eða eigi sitt eigið húsnæði hvort sem það er tekjulágt eða efnað. Við gerðum jákvæðar breytingar í meðförum þingsins með því að tryggja að almennt skuli úthlutað að lágmarki 20 % á ársgrundvelli til kaupa á hagkvæmu húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins af þeim 4 milljörðum sem ætlaðir eru til þessa verkefnis á ári. Við sem búum á landsbyggðinni og þekkjum vel til vitum að mjög mikill sogkraftur í búferlaflutningum er frá landsbyggðunum á höfuðborgarsvæðið og vitum að rík þörf er fyrir hagkvæmt húsnæði á landsbyggðunum sem standi líka tekjulágu fólki þar til boða. Víða um land er verið að taka í gegn eldri fjölbýlishús og annað húsnæði sem telst hagkvæmt. Því þurfa ekki að vera eingöngu um nýbyggingar að ræða til þess að geta fallið að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ég tel að það muni styrkja landsbyggðirnar mjög mikið og búsetuþróun þar að í boði séu líka íbúðir og húsnæði fyrir tekjulága, þannig að fólk geti haldið áfram að búa á þeim stað sem það vill búa. Önnur úrræði hafa farið vel af stað til stuðnings við fólk á húsnæðismarkaði. Þar má nefna almennar leiguíbúðir sem byggðar hafa verið víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig má nefna skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar á fasteignalán sem komið hafa mörgum vel. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að koma til móts við erfiða stöðu tekjulágra í samfélaginu m.a. með góðu aðgengi að heilbrigðiskerfinu, menntun og samgöngum og þrepaskiptu skattkerfi og þessi aðgerð er stór þáttur í því að tryggja sem best afkomuöryggi tekjulágra og fyrstu kaupenda húsnæðis og mætir því samkomulagi sem gert var í Lífskjarasamningunum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar