Ekki aðeins ferðaþjónustukreppa Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifa 28. september 2020 13:55 Við undirritun Lífskjarasamnings í apríl 2019 var hagvaxtar að vænta á komandi árum og allt benti til þess að atvinnulífið gæti staðið undir þeim launahækkunum sem um var samið. Nú blasir við breyttur veruleiki. Sú dökka efnahagsmynd sem dregin hefur verið upp af Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ber að taka alvarlega. Gerbreytt staða og óvissa um efnahagsframvindu kallar á viðbrögð. Ábyrgðin er aðila vinnumarkaðarins. Lífskjarasamningi var ætlað að deila aukinni verðmætasköpun með ákveðnum hætti miðað við gefnar forsendur um það sem yrði til skiptanna. Þær forsendur eru brostnar. Til að setja hlutina í samhengi þá gerir Hagstofan ráð fyrir að vænt verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Það er morgunljóst að lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við slíkar kringumstæður. Atvinnuleysi þvert á atvinnugreinar Afleiðingar kórónukreppunnar eru víðtækar og faraldurinn hefur áhrif með beinum eða óbeinum hætti á langflestar atvinnugreinar. Samkvæmt Vinnumálastofnun mælist aukning í atvinnuleysi þvert á greinar. Um átján þúsund manns voru án vinnu í ágúst, að undanskildum þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli. Mesta aukning atvinnuleysis hefur verið í ferðaþjónustu og tengdum greinum en einnig mælist veruleg aukning í öllum öðrum greinum einkageirans. Þannig hefur atvinnuleysi aukist um 90% í verslun frá því í ágúst í fyrra, um 130% í sérhæfðri þjónustu, 112% í iðnaði og 144% í mannvirkjagerð svo dæmi séu tekin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og mælast hátt í 10% þegar á líður vetur. Kannanir SA um áform fyrirtækja til ráðninga benda í sömu átt. Staðan er grafalvarleg. Á vandanum þarf að taka. Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegum stöðugleika sem skapað hefur færi á vaxtalækkunum, auknum kaupmætti og bættum lífskjörum. Miðað við óbreytta stefnu er slíkum stöðugleika ógnað. Frekari launahækkanir, á meðan mikil óvissa varir og djúp efnahagskreppa gengur yfir landið, mun gera illt verra. Að öðru óbreyttu mun atvinnuleysi aukast, verðbólga sömuleiðis og samdrátturinn í efnahagslífinu verður enn meiri en ella. Afleiðingarnar eru augljósar: Lakari lífskjör allra. Vonandi ber okkur gæfa til þess að festast ekki í sömu gildrunni og svo oft áður í gegnum íslenska efnahagssögu. Ef vilji stendur til þess að standa vörð um störf og stöðugleika í landinu er nauðsynlegt að brugðist sé við. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Anna Hrefna Ingimundardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun Lífskjarasamnings í apríl 2019 var hagvaxtar að vænta á komandi árum og allt benti til þess að atvinnulífið gæti staðið undir þeim launahækkunum sem um var samið. Nú blasir við breyttur veruleiki. Sú dökka efnahagsmynd sem dregin hefur verið upp af Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ber að taka alvarlega. Gerbreytt staða og óvissa um efnahagsframvindu kallar á viðbrögð. Ábyrgðin er aðila vinnumarkaðarins. Lífskjarasamningi var ætlað að deila aukinni verðmætasköpun með ákveðnum hætti miðað við gefnar forsendur um það sem yrði til skiptanna. Þær forsendur eru brostnar. Til að setja hlutina í samhengi þá gerir Hagstofan ráð fyrir að vænt verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Það er morgunljóst að lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við slíkar kringumstæður. Atvinnuleysi þvert á atvinnugreinar Afleiðingar kórónukreppunnar eru víðtækar og faraldurinn hefur áhrif með beinum eða óbeinum hætti á langflestar atvinnugreinar. Samkvæmt Vinnumálastofnun mælist aukning í atvinnuleysi þvert á greinar. Um átján þúsund manns voru án vinnu í ágúst, að undanskildum þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli. Mesta aukning atvinnuleysis hefur verið í ferðaþjónustu og tengdum greinum en einnig mælist veruleg aukning í öllum öðrum greinum einkageirans. Þannig hefur atvinnuleysi aukist um 90% í verslun frá því í ágúst í fyrra, um 130% í sérhæfðri þjónustu, 112% í iðnaði og 144% í mannvirkjagerð svo dæmi séu tekin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og mælast hátt í 10% þegar á líður vetur. Kannanir SA um áform fyrirtækja til ráðninga benda í sömu átt. Staðan er grafalvarleg. Á vandanum þarf að taka. Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegum stöðugleika sem skapað hefur færi á vaxtalækkunum, auknum kaupmætti og bættum lífskjörum. Miðað við óbreytta stefnu er slíkum stöðugleika ógnað. Frekari launahækkanir, á meðan mikil óvissa varir og djúp efnahagskreppa gengur yfir landið, mun gera illt verra. Að öðru óbreyttu mun atvinnuleysi aukast, verðbólga sömuleiðis og samdrátturinn í efnahagslífinu verður enn meiri en ella. Afleiðingarnar eru augljósar: Lakari lífskjör allra. Vonandi ber okkur gæfa til þess að festast ekki í sömu gildrunni og svo oft áður í gegnum íslenska efnahagssögu. Ef vilji stendur til þess að standa vörð um störf og stöðugleika í landinu er nauðsynlegt að brugðist sé við. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar