Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 4. október 2020 16:45 Þróttur R. rústaði KR, 5-0, í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Með sigrinum fara þær upp í 5. sæti deildarinnar en þurfa að stóla á úrslit í öðrum leikjum til að halda því sæti. Stephanie Mariana Ribeiro var með tvö mörk í leiknum. Mary Alice Vignola, Morgan Elizabeth Goff og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir voru allar með eitt mark. Gangur leiksins Þróttarastúlkur mættu mun ákveðnari til leiks. Þær voru duglegar að pressa og spiluðu boltanum virkilega vel. Þegar stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik skoraði Stephanie Mariana Ribeiro eftir stoðsendingu frá Ólöf Sigríði. Á 30. mínútu leiksins kemst svo Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ein í gegn eftir að hafa dansað sig í gegnum varnamenn KR og gefur sér góðan tíma til að setja knöttinn í markið. Á 35. mínútu skorar Morgan Elizabeth Goff. Andrea Rut tók hornspyrnu og Morgan skallar boltann í netið. Á 42. mínútu fá Þróttur aftur horn. Andrea Rut tekur það. Boltinn lendir fyrir utan teig þar sem Mary Alice Vignola nær honum og kemur boltanum í netið. Hálfleiks tölur 4-0 fyrir Þrótt. Seinni hálfleikur var aðeins tíðinda minni en sá fyrri. Það var hinsvegar allt annað að sjá KR liðið. Þær voru varla mættar í fyrri hálfleik en voru byrjaðar að pressa mikið í seinni hálfleik. Á 70. mínútu brýtur Lára Kristín Pedersen á Álfhildi Rósu inn í vítateig KR. Stephanie Mariana Ribeiro fer á punktinn og skorar fimmt mark Þróttara. KR voru fínar í þessum seinni hálfleik og með ágætisfæri en komu hingsvegar boltanum ekki í netið. Lokatölur leiksins 5-0 fyrir Þrótt. Af hverju vann Þróttur? Þær mættu af miklu krafti í þennan leik. Voru mjög augljóslega búnar að vinna heima vinnuna sína og gjörsamlega keyrðu yfir KR. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Þrótt er erfitt að velja úr. Stephanie Mariana var með tvö mörk og virkilega öflug. Ólöf Sigríður var með mark og stoðsendingu. Einnig voru það Mary Alice og Morgan Elizabeth með eitt mark. Ég verð að gefa Ölmu Mathiesen credit hér. Dugleg að keyra upp völlinn og koma KR í ágætisfæri. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur KR var agalegur. Misstu boltann auðveldlega frá sér, engin sem þorði að taka frumkvæðið. Voru ágætar í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Hvað er framundan? Á miðvikudaginn 7. október mæta KR, Fylki í Árbænum kl 19:15 en það er leikur sem þær eiga inni. Þróttur R. fær Stjörnuna í heimsókn sunnudaginn 11. október kl 14:00. Jóhannes Karl Sigursteinsson: Við höfum allt að vinna. Við erum í neðsta sæti og það versnar ekki þótt að við töpum leikjum. ,,Þetta er stórt tap. Erfitt að kyngja því en við verðum að gera það og halda áfram. Fyrstu viðbrögð eru sennilega að horfa fram á veginn,” sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 5 marka tap gegn Þrótt í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Það var ekki sjón að sjá KR liðið í fyrri hálfleik og sást það með sanni á markatölunni þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. ,,Þetta er ólík staða. Þegar við komum 4-o undir er enginn pressa og það segir okkur það að liðið er að höndla mjög illa að vera í neðsta sæti. Við erum að koma inn í leikina með of hátt spennustig og náum ekki að búa til okkar leik úr þessu.” Þetta var sex stiga leikur fyrir KR. Þær sitja í neðsta sæti deildarinnar með 10 stig eftir tíu leiki og eiga krefjandi verkefni eftir. ,,Við þurfum að standa saman og við teljum okkur vera með nógu sterkt lið til að halda okkur uppi þannig að sénsarnir eru búnir og mögulega gott betur en það. Við þurfum bara að þjappa okkur saman og horfa fram á við. Það eru ákveðin atriðið sem við hreinlega verðum að fara að laga sem að verða okkur að falli í dag.” ,,Við höfum allt að vinna. Við erum í neðsta sæti og það versnar ekki þótt að við töpum leikjum. Nú er bara allt að vinna og við þurfum að fara hafa hugarfarið þannig. Mér finnst heilt yfir ekki stór atriði sem við þurfum að bæta.” ,,Við þurfum að vera á jákvæðu nótunum og horfa í þá hluti sem við þurfum að laga því það er Fylkir í næstu viku og Þór/KA um næstu helgi. Það er bara áfram veginn,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir: Við náðum að vinna á veikleikum þeirra og gerðum það bara vel ,,Mér líður bara mjög vel. Mér fannst þetta fínn leikur. Við náðum að vinna á veikleikum þeirra og gerðum það bara vel. Heilt yfir var þetta bara fínt,” sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, sem var gríðarlega öflug í leik þeirra á móti KR í dag. Ólöf eitt mark í leiknum og var með stoðsendingu í marki Stephanie Mariana Ribeiro. ,,Það er alltaf gaman að skora. Mér finnst ég og Stephanie vinna vel saman. Við erum búnar að taka margar aukaæfingar saman í sumar og loksins er þetta farið að rúlla vel hjá okkur.” Þróttur vann Selfoss í síðasta leik og KR núna. Þær eiga Stjörnuna í næsta leik. ,,Það eru tveir leikir og við stefnum á að vinna þá báða,” sagði Ólöf að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík KR
Þróttur R. rústaði KR, 5-0, í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Með sigrinum fara þær upp í 5. sæti deildarinnar en þurfa að stóla á úrslit í öðrum leikjum til að halda því sæti. Stephanie Mariana Ribeiro var með tvö mörk í leiknum. Mary Alice Vignola, Morgan Elizabeth Goff og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir voru allar með eitt mark. Gangur leiksins Þróttarastúlkur mættu mun ákveðnari til leiks. Þær voru duglegar að pressa og spiluðu boltanum virkilega vel. Þegar stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik skoraði Stephanie Mariana Ribeiro eftir stoðsendingu frá Ólöf Sigríði. Á 30. mínútu leiksins kemst svo Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ein í gegn eftir að hafa dansað sig í gegnum varnamenn KR og gefur sér góðan tíma til að setja knöttinn í markið. Á 35. mínútu skorar Morgan Elizabeth Goff. Andrea Rut tók hornspyrnu og Morgan skallar boltann í netið. Á 42. mínútu fá Þróttur aftur horn. Andrea Rut tekur það. Boltinn lendir fyrir utan teig þar sem Mary Alice Vignola nær honum og kemur boltanum í netið. Hálfleiks tölur 4-0 fyrir Þrótt. Seinni hálfleikur var aðeins tíðinda minni en sá fyrri. Það var hinsvegar allt annað að sjá KR liðið. Þær voru varla mættar í fyrri hálfleik en voru byrjaðar að pressa mikið í seinni hálfleik. Á 70. mínútu brýtur Lára Kristín Pedersen á Álfhildi Rósu inn í vítateig KR. Stephanie Mariana Ribeiro fer á punktinn og skorar fimmt mark Þróttara. KR voru fínar í þessum seinni hálfleik og með ágætisfæri en komu hingsvegar boltanum ekki í netið. Lokatölur leiksins 5-0 fyrir Þrótt. Af hverju vann Þróttur? Þær mættu af miklu krafti í þennan leik. Voru mjög augljóslega búnar að vinna heima vinnuna sína og gjörsamlega keyrðu yfir KR. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Þrótt er erfitt að velja úr. Stephanie Mariana var með tvö mörk og virkilega öflug. Ólöf Sigríður var með mark og stoðsendingu. Einnig voru það Mary Alice og Morgan Elizabeth með eitt mark. Ég verð að gefa Ölmu Mathiesen credit hér. Dugleg að keyra upp völlinn og koma KR í ágætisfæri. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur KR var agalegur. Misstu boltann auðveldlega frá sér, engin sem þorði að taka frumkvæðið. Voru ágætar í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Hvað er framundan? Á miðvikudaginn 7. október mæta KR, Fylki í Árbænum kl 19:15 en það er leikur sem þær eiga inni. Þróttur R. fær Stjörnuna í heimsókn sunnudaginn 11. október kl 14:00. Jóhannes Karl Sigursteinsson: Við höfum allt að vinna. Við erum í neðsta sæti og það versnar ekki þótt að við töpum leikjum. ,,Þetta er stórt tap. Erfitt að kyngja því en við verðum að gera það og halda áfram. Fyrstu viðbrögð eru sennilega að horfa fram á veginn,” sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 5 marka tap gegn Þrótt í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Það var ekki sjón að sjá KR liðið í fyrri hálfleik og sást það með sanni á markatölunni þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. ,,Þetta er ólík staða. Þegar við komum 4-o undir er enginn pressa og það segir okkur það að liðið er að höndla mjög illa að vera í neðsta sæti. Við erum að koma inn í leikina með of hátt spennustig og náum ekki að búa til okkar leik úr þessu.” Þetta var sex stiga leikur fyrir KR. Þær sitja í neðsta sæti deildarinnar með 10 stig eftir tíu leiki og eiga krefjandi verkefni eftir. ,,Við þurfum að standa saman og við teljum okkur vera með nógu sterkt lið til að halda okkur uppi þannig að sénsarnir eru búnir og mögulega gott betur en það. Við þurfum bara að þjappa okkur saman og horfa fram á við. Það eru ákveðin atriðið sem við hreinlega verðum að fara að laga sem að verða okkur að falli í dag.” ,,Við höfum allt að vinna. Við erum í neðsta sæti og það versnar ekki þótt að við töpum leikjum. Nú er bara allt að vinna og við þurfum að fara hafa hugarfarið þannig. Mér finnst heilt yfir ekki stór atriði sem við þurfum að bæta.” ,,Við þurfum að vera á jákvæðu nótunum og horfa í þá hluti sem við þurfum að laga því það er Fylkir í næstu viku og Þór/KA um næstu helgi. Það er bara áfram veginn,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir: Við náðum að vinna á veikleikum þeirra og gerðum það bara vel ,,Mér líður bara mjög vel. Mér fannst þetta fínn leikur. Við náðum að vinna á veikleikum þeirra og gerðum það bara vel. Heilt yfir var þetta bara fínt,” sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, sem var gríðarlega öflug í leik þeirra á móti KR í dag. Ólöf eitt mark í leiknum og var með stoðsendingu í marki Stephanie Mariana Ribeiro. ,,Það er alltaf gaman að skora. Mér finnst ég og Stephanie vinna vel saman. Við erum búnar að taka margar aukaæfingar saman í sumar og loksins er þetta farið að rúlla vel hjá okkur.” Þróttur vann Selfoss í síðasta leik og KR núna. Þær eiga Stjörnuna í næsta leik. ,,Það eru tveir leikir og við stefnum á að vinna þá báða,” sagði Ólöf að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti