Íbúar Louisiana búa sig undir enn eitt óveðrið Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 14:08 Skemmdirnar sem Lára olli í ágúst eru enn sýnilega víða í Louisiana. AP/Gerald Herbert Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33