„Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. október 2020 10:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir það í raun ekki svo ólíkt að starfa í pólitík eða sem stjórnandi í einkageiranum. Starfið felist mikið í að vinna með fólki. Í dag er hún formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkur en fyrir þann tíma var hún m.a. forstjóri Gray Line og áður eigandi Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi um árabil. Þórdís Lóa gerir ráð fyrir að setja sér all harkalegt markmið um næstu áramót. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er agaleg á morgnana. Langar alltaf að sofa lengur en ég má því ég er í grunninn B týpa og sef eins og unglingur. Hins vegar er ég alltaf með háleit markmið um að verða ofurhress A týpa sem sprett uppúr rúminu tilbúin í Mullers æfingar eða sund.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Morguninn byrjar á samningaviðræðum við sjálfa mig. Þarf ég virkilega að fara á fætur? En þar sem mér er vanalega ekki til setunnar boðið þá hendist ég framúr í loftköstum til að fara á æfingu með Kempunum sem æfa saman í Elliðarárdalnum og í Árbæjarþreki. Ef ég hef tíma þá enda ég í pottinum í Árbæjarlaug. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að geta farið í pottinn því þar fær ég beint í æð hvað pottormunum finnst um fréttir dagsins og pólitíkina. Þau kalla mig Ófriðinn því það verður oft allt vitlaust í pottinum þegar ég mæti.“ Hver finnst þér vera mesti munurinn á því að starfa í stjórnmálum annars vegar en sem stjórnandi í einkageiranum hins vegar? „Munurinn er bæði mjög mikill og einnig lítill. Í stjórnmálum vinnum við í lýðræðislegu umhverfi þar sem almannahagsmunir eru alltaf í forgrunni. Umgjörðin er stjórnsýsla, lög og reglur þannig að takturinn er allt annar og ákvarðanir þurfa að taka lengri tíma og undirbúning. Það sem er hins vegar alltaf eins er fólkið. Hvort sem maður er stjórnandi í einkageiranum eða opinbera geiranum þá gerir maður ekkert einn. Þetta snýst um að fá fólk með sér, vinna verkin, þykja þau skemmtileg, eiga verkefnin saman og setja sýn og sameiginleg markmið sem allir vinna saman að. Að vera stjórnandi eða leiðtogi í opinbera geiranum er því nauðalíkur einkageira nema takturinn og hraðinn er annar.“ Þórdís Lóa er af flestum kölluð Lóa. Hún gerir ráð fyrir að þurfa að breyta áramótaheitinu sínu þannig að árið 2021 verði markmiðið: „hunskastu á fætur kona“.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mín vinna felst fyrst og fremst í að stjórna borginni með félögum mínum í meirihlutanum. Sem formaður borgarráðs má segja að ég sé nokkurs konar stjórnarformaður borgarinnar. Við erum núna í risavöxnu verkefni sem er að stilla upp fjárhags- og fjárfestingaráætlun Reykjavíkur fyrir næstu ár. Svo hef ég meðal annars stýrt vinnu við ferðamálastefnu Reykjavíkur. Þar erum við að teikna upp hvernig Reykjavík tekur á móti gestum, þegar þeir koma aftur. Þá þurfum við að vera tilbúin, með ferðaþjónustunni í markaðssetningu og sýna Reykjavík eins og hún er; lifandi og framsækna mannlífsborg sem gaman er að heimsækja og þar sem gott er að búa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að nýta tæknina til skipulagningar. Ég er með marga mjög reglubundna fundi, eins og fundi borgarstjórnar og borgarráðs og marga bolta á lofti. Í dagatalinu þarf ég því að gefa mér pláss til að undirbúa þessa fundi. Svo þarf ég líka að hafa ákveðinn sveigjanleika til að bregðast við öllu því sem upp getur komið í pólitík. Sem betur fer hefur þessi meirihluti unnið vel saman, sem auðveldar skipulagið. Við erum með stóru sýnina á Asana til að fylgja eftir meirihlutasáttmálanum. Til að missa ekki bolta held ég um öll verkefnin mín á Trello, svo nota ég Slack mikið fyrir samskipti.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í byrjun árs var áramótaheitið „Farðu að sofa kona!“ sem felst í því að ég reyni að fara í rúmið milli hálf ellefu og gengur framar vonum. Það sem hins vegar ekki hefur ræst er að ég vakni að sama skapi eiturhress og fersk. Þannig að næsta markmið verður líklega „hunskastu á fætur kona!“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir það í raun ekki svo ólíkt að starfa í pólitík eða sem stjórnandi í einkageiranum. Starfið felist mikið í að vinna með fólki. Í dag er hún formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkur en fyrir þann tíma var hún m.a. forstjóri Gray Line og áður eigandi Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi um árabil. Þórdís Lóa gerir ráð fyrir að setja sér all harkalegt markmið um næstu áramót. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er agaleg á morgnana. Langar alltaf að sofa lengur en ég má því ég er í grunninn B týpa og sef eins og unglingur. Hins vegar er ég alltaf með háleit markmið um að verða ofurhress A týpa sem sprett uppúr rúminu tilbúin í Mullers æfingar eða sund.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Morguninn byrjar á samningaviðræðum við sjálfa mig. Þarf ég virkilega að fara á fætur? En þar sem mér er vanalega ekki til setunnar boðið þá hendist ég framúr í loftköstum til að fara á æfingu með Kempunum sem æfa saman í Elliðarárdalnum og í Árbæjarþreki. Ef ég hef tíma þá enda ég í pottinum í Árbæjarlaug. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að geta farið í pottinn því þar fær ég beint í æð hvað pottormunum finnst um fréttir dagsins og pólitíkina. Þau kalla mig Ófriðinn því það verður oft allt vitlaust í pottinum þegar ég mæti.“ Hver finnst þér vera mesti munurinn á því að starfa í stjórnmálum annars vegar en sem stjórnandi í einkageiranum hins vegar? „Munurinn er bæði mjög mikill og einnig lítill. Í stjórnmálum vinnum við í lýðræðislegu umhverfi þar sem almannahagsmunir eru alltaf í forgrunni. Umgjörðin er stjórnsýsla, lög og reglur þannig að takturinn er allt annar og ákvarðanir þurfa að taka lengri tíma og undirbúning. Það sem er hins vegar alltaf eins er fólkið. Hvort sem maður er stjórnandi í einkageiranum eða opinbera geiranum þá gerir maður ekkert einn. Þetta snýst um að fá fólk með sér, vinna verkin, þykja þau skemmtileg, eiga verkefnin saman og setja sýn og sameiginleg markmið sem allir vinna saman að. Að vera stjórnandi eða leiðtogi í opinbera geiranum er því nauðalíkur einkageira nema takturinn og hraðinn er annar.“ Þórdís Lóa er af flestum kölluð Lóa. Hún gerir ráð fyrir að þurfa að breyta áramótaheitinu sínu þannig að árið 2021 verði markmiðið: „hunskastu á fætur kona“.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mín vinna felst fyrst og fremst í að stjórna borginni með félögum mínum í meirihlutanum. Sem formaður borgarráðs má segja að ég sé nokkurs konar stjórnarformaður borgarinnar. Við erum núna í risavöxnu verkefni sem er að stilla upp fjárhags- og fjárfestingaráætlun Reykjavíkur fyrir næstu ár. Svo hef ég meðal annars stýrt vinnu við ferðamálastefnu Reykjavíkur. Þar erum við að teikna upp hvernig Reykjavík tekur á móti gestum, þegar þeir koma aftur. Þá þurfum við að vera tilbúin, með ferðaþjónustunni í markaðssetningu og sýna Reykjavík eins og hún er; lifandi og framsækna mannlífsborg sem gaman er að heimsækja og þar sem gott er að búa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að nýta tæknina til skipulagningar. Ég er með marga mjög reglubundna fundi, eins og fundi borgarstjórnar og borgarráðs og marga bolta á lofti. Í dagatalinu þarf ég því að gefa mér pláss til að undirbúa þessa fundi. Svo þarf ég líka að hafa ákveðinn sveigjanleika til að bregðast við öllu því sem upp getur komið í pólitík. Sem betur fer hefur þessi meirihluti unnið vel saman, sem auðveldar skipulagið. Við erum með stóru sýnina á Asana til að fylgja eftir meirihlutasáttmálanum. Til að missa ekki bolta held ég um öll verkefnin mín á Trello, svo nota ég Slack mikið fyrir samskipti.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í byrjun árs var áramótaheitið „Farðu að sofa kona!“ sem felst í því að ég reyni að fara í rúmið milli hálf ellefu og gengur framar vonum. Það sem hins vegar ekki hefur ræst er að ég vakni að sama skapi eiturhress og fersk. Þannig að næsta markmið verður líklega „hunskastu á fætur kona!“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00
120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00
Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00
Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00
Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00