Farþegar híma úti í kulda og trekki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. október 2020 21:14 Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram nokkur mál í gegnum tíðina sem lúta að almenningssamgöngum. Ef þeim er ekki vísað frá samstundis hefur þeim verið vísað til stjórnar Strætó bs. til umsagnar. Þar hafa sum þeirra einfaldlega dagað uppi eða strandað á borði stjórnarinnar. Þetta er afar hvimleitt, ekki síst þegar ekki hefur frést af málinu t.d. í meira en ár. Einnig er þetta slæmt því það er fólk sem bíður eftir viðbrögðum og auðvitað afgreiðslu þessara mála. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að biðsalur Strætó bs. í Mjódd verði opinn eins lengi og vagnar ganga og að betur verði búið að biðsalnum þar sem margir nota hann daglega. Verst af öllu er að hann skuli ekki vera hafður opinn lengur en raun ber vitni. Það skýtur skökku við í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 er einfaldlega ekki boðlegt hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Ekki hafa allir efni á að eiga bíl. Mjóddin er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega Strætó. Tillagan var ekki lögð fram að ástæðulausu. Allmargir hafa haft samband og beðið mig um að reyna að ná þessum breytingum fram og hafa nú beðið eftir svörum í eitt ár því ekkert heyrist frá stjórn Strætó bs. Bent hefur verið á hversu erfitt það er að híma úti í alls kyns veðri og vindum, roki og rigningu, snjókomu og myrkri. Nú nýlega fékk ég skeyti frá konu á níræðis aldri og sagðist hún ekki treysta sér til að vera á ferðinni með strætó eftir kl. 17. Hún hafði tvisvar lent í því að hanga í hálftíma, eftir að hafa rétt misst af vagni, í svarta myrkri og kulda. Hún bað mig að reyna að koma vitinu fyrir þá sem hafa með almenningssamgöngur að gera og fá þá til að hafa biðsalinn opinn lengur en hann er harðlæstur á slaginu kl. 18 alla daga. Það hvatti mig til þess að reka á eftir þessu máli og vona ég að þessi pistill hjálpi einnig til við það. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra Þetta er ekki eina mál Flokks fólksins sem liggur á borðinu hjá stjórn Strætó bs. án þess að hafa fengið athygli stjórnarinnar. Í febrúar sl. var fulltrúi Flokks fólksins með tillögu um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Lagt var til að Reykjavík beiti sér fyrir því að árskort fyrir ferðaþjónustu fatlaðra gildi einnig til að ferðast með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Málinu var vísað til stjórnar Strætó bs. þar sem það situr þar enn. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó, og því gilda ólíkar verðskrár. Vegna þessa gildir árskort fyrir öryrkja aðeins í strætó en ekki fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sem þó er á vegum Strætó bs. Verð fyrir stakar ferðir er það sama en gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra býður ekki uppá magnafslátt fyrir alla, svo sem með því að kaupa kort. Það er að vísu boðið upp á nemakort fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum en það kostar 22.600 kr. á ári fyrir 16-17 ára og 52.900 kr. á ári fyrir eldri einstaklinga. Það liggur í augum uppi að það er nauðsynlegt að bjóða upp á árskort. Jafnvel þótt kortið myndi kosta heilar 100.000 kr. þá eru samt yfir 200 einstaklingar sem myndu spara sér pening með því að kaupa það. Það eru því yfir 200 einstaklingar sem greiða meira en 100.000 kr. árlega í akstursþjónustuna og því enn frekar tilefni til að boðið yrði upp á árskort fyrir akstursþjónustu fatlaðra. En þessi tillaga Flokks fólksins liggur sem sagt enn á borði stjórnar Strætó bs. Í ljósi þess að tillagan um biðskýlið var lögð fram fyrir ári má allt eins vænta þess að umsögn og afgreiðsla á tillögunni um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra komi ekki til afgreiðslu fyrir næsta ár. Slíkur er oft hægagangurinn hjá stjórn Strætó bs. og kerfisins alls. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram nokkur mál í gegnum tíðina sem lúta að almenningssamgöngum. Ef þeim er ekki vísað frá samstundis hefur þeim verið vísað til stjórnar Strætó bs. til umsagnar. Þar hafa sum þeirra einfaldlega dagað uppi eða strandað á borði stjórnarinnar. Þetta er afar hvimleitt, ekki síst þegar ekki hefur frést af málinu t.d. í meira en ár. Einnig er þetta slæmt því það er fólk sem bíður eftir viðbrögðum og auðvitað afgreiðslu þessara mála. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að biðsalur Strætó bs. í Mjódd verði opinn eins lengi og vagnar ganga og að betur verði búið að biðsalnum þar sem margir nota hann daglega. Verst af öllu er að hann skuli ekki vera hafður opinn lengur en raun ber vitni. Það skýtur skökku við í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 er einfaldlega ekki boðlegt hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Ekki hafa allir efni á að eiga bíl. Mjóddin er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega Strætó. Tillagan var ekki lögð fram að ástæðulausu. Allmargir hafa haft samband og beðið mig um að reyna að ná þessum breytingum fram og hafa nú beðið eftir svörum í eitt ár því ekkert heyrist frá stjórn Strætó bs. Bent hefur verið á hversu erfitt það er að híma úti í alls kyns veðri og vindum, roki og rigningu, snjókomu og myrkri. Nú nýlega fékk ég skeyti frá konu á níræðis aldri og sagðist hún ekki treysta sér til að vera á ferðinni með strætó eftir kl. 17. Hún hafði tvisvar lent í því að hanga í hálftíma, eftir að hafa rétt misst af vagni, í svarta myrkri og kulda. Hún bað mig að reyna að koma vitinu fyrir þá sem hafa með almenningssamgöngur að gera og fá þá til að hafa biðsalinn opinn lengur en hann er harðlæstur á slaginu kl. 18 alla daga. Það hvatti mig til þess að reka á eftir þessu máli og vona ég að þessi pistill hjálpi einnig til við það. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra Þetta er ekki eina mál Flokks fólksins sem liggur á borðinu hjá stjórn Strætó bs. án þess að hafa fengið athygli stjórnarinnar. Í febrúar sl. var fulltrúi Flokks fólksins með tillögu um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Lagt var til að Reykjavík beiti sér fyrir því að árskort fyrir ferðaþjónustu fatlaðra gildi einnig til að ferðast með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Málinu var vísað til stjórnar Strætó bs. þar sem það situr þar enn. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó, og því gilda ólíkar verðskrár. Vegna þessa gildir árskort fyrir öryrkja aðeins í strætó en ekki fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sem þó er á vegum Strætó bs. Verð fyrir stakar ferðir er það sama en gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra býður ekki uppá magnafslátt fyrir alla, svo sem með því að kaupa kort. Það er að vísu boðið upp á nemakort fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum en það kostar 22.600 kr. á ári fyrir 16-17 ára og 52.900 kr. á ári fyrir eldri einstaklinga. Það liggur í augum uppi að það er nauðsynlegt að bjóða upp á árskort. Jafnvel þótt kortið myndi kosta heilar 100.000 kr. þá eru samt yfir 200 einstaklingar sem myndu spara sér pening með því að kaupa það. Það eru því yfir 200 einstaklingar sem greiða meira en 100.000 kr. árlega í akstursþjónustuna og því enn frekar tilefni til að boðið yrði upp á árskort fyrir akstursþjónustu fatlaðra. En þessi tillaga Flokks fólksins liggur sem sagt enn á borði stjórnar Strætó bs. Í ljósi þess að tillagan um biðskýlið var lögð fram fyrir ári má allt eins vænta þess að umsögn og afgreiðsla á tillögunni um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra komi ekki til afgreiðslu fyrir næsta ár. Slíkur er oft hægagangurinn hjá stjórn Strætó bs. og kerfisins alls. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun