„Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 20:05 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sat hinn rólegasti á meðan skjálftinn reið yfir. VÍSIR „Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann. Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
„Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann.
Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47
Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56
Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28