Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Kolbeinn Tumi Daðason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 21. október 2020 14:12 Einar Valur vill ekki svara þeirri gagnrýni hvers vegna skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar skipverjar fóru að verða varir við einkenni. Vísir/Hafþór Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. Nítján skipverjar af 25 greindust með Covid-19 í gær eftir þriggja vikna túr á sjó. Menn fóru að veikjast á fyrstu dögum túrsins. Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag til að taka olíu. Skipverjar fóru í sýnatöku vegna mögulegs smits. Ekki var beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökunni heldur haldið aftur á haf út. Þegar í ljós kom að nítján væru með smit var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádeginu í gær. Áhöfn haldið um borð fram eftir degi Allir skipverjarnir 25 eru enn um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þar deila skipverjar káetum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja um borð standi ekki á sama um þessa ráðstöfun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í það í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort ekki væri betra að hinir einkennalausu væru í sóttkví heima hjá sér, eða annars staðar en meðal þeirra sem eru með staðfest smit. „Það er bara ákvörðun þeirra fyrir vestan hvernig að því er staðið. Sumir búa þarna fyrir vestan en helmingurinn af áhöfninni býr annars staðar, býr hér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis og það er meiriháttar mál að flytja þá á milli landshluta fyrr en við vitum hvernig staðan er. Það er allt bara í undirbúningi.“ Einar Valur vill ekki svara þeirri spurningu hvers vegna ekki var farið í land þegar skipverjar fóru að finna til einkenna. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, segir í samtali við fréttastofu að sýnatakan muni leiða í ljós hvort einhverjir áhafnarmeðlimir hafi þróað með sér mótefni. Niðurstöðu sé að vænta síðar í dag en þangað til fái áhöfnin ekki að fara frá borði. Einar Valur segir að þeir séu í sóttkví og að þetta hafi verið ákveðið af sóttvarnaryfirvöldum. Einar Valur vildi ekki tjá sig um það hvenær veikinda varð fyrst vart á skipinu en samkvæmt heimildum fréttastofu var vart við veikindi fljótlega eftir að túrinn hófst fyrir þremur vikum. Spyr hvers vegna skipverjar séu ekki beðnir afsökunar Fréttastofa hefur sömuleiðis heimildir fyrir því að ættingjar skipverja skilji ekki hvers vegna skipinu var ekki snúið við til Ísafjarðar þegar fór að bera á veikindum skipverja. Heimsfaraldur sé í gangi og líklegt að smit berist fljótt á milli manna á svo nánum vinnustað. Kona eins skipverjans spyr á Facebook hvers vegna forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenni ekki mistök sín hvað þetta varði og biðji skipverjana afsökunar. Júlíus Geirmundsson í höfn á Ísafirði í gær.Vísir/Hafþór Aðspurður segist Einar Valur ekki vilja tjá sig um ástæður þess að skipinu var ekki snúið til hafnar þegar bera fór á veikindum. Rifja má upp að þegar skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, fengu einkenni á rúmsjó var tekin ákvörðun um að sigla í land og fara strax í sýnatöku. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar sagðist taka málið alvarlega en vonast að um haustpest væri að ræða. Skipverjarnir reyndust ekki smitaðir. Aflinn ekki í hættu Sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun segir í höndum Gunnvarar hvernig aflinn verði meðhöndlaður. Ekkert bendi til þess að kórónuveiran geti smitast með matvælum. Það sé álit allra stofnana sem vinni að matvælaöryggi. „Í samræmi við þá vitneskju sem við höfum þá er ekkert sem bendir til þess að veiran geti borist með matvælum,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir sviðsstjóri neytendaverndar hjá MAST í samtali við fréttastofu RÚV. Aðrir en skipverjar klæðast eðlilega hlífðarfatnaði þegar farið er um borð í frystiskipið. Stærstur hluti skipverja, 19 af 25, eru smitaðir af Covid-19.Vísir/Hafþór Dóra segir að hafi veiran borist í fiskinn með snertingu eða dropasmiti eigi ekki að vera hætta á því að hún verði virk þegar fiskurinn verður þíddur. „Það eru rannsóknir sem benda til þess að veiran geti lifað lengi í frysti, en veiran þarf hýsil til að fjölga sér, hún getur alls ekki fjölgað sér. Hún gæti hugsanlega verið til staðar en nú eru þetta matvæli sem á að hita fyrir neyslu og hitameðhöndlunin myndi þá drepa hana ef hún væri til staðar, ef svo ólíklega vill til að hún sé til staðar.“ Uppfært klukkan 15:50 Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. Níu skipverjar hafa jafnað sig af kórónuveirunni og eru með mótefni en þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. Nítján skipverjar af 25 greindust með Covid-19 í gær eftir þriggja vikna túr á sjó. Menn fóru að veikjast á fyrstu dögum túrsins. Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag til að taka olíu. Skipverjar fóru í sýnatöku vegna mögulegs smits. Ekki var beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökunni heldur haldið aftur á haf út. Þegar í ljós kom að nítján væru með smit var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádeginu í gær. Áhöfn haldið um borð fram eftir degi Allir skipverjarnir 25 eru enn um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þar deila skipverjar káetum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja um borð standi ekki á sama um þessa ráðstöfun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í það í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort ekki væri betra að hinir einkennalausu væru í sóttkví heima hjá sér, eða annars staðar en meðal þeirra sem eru með staðfest smit. „Það er bara ákvörðun þeirra fyrir vestan hvernig að því er staðið. Sumir búa þarna fyrir vestan en helmingurinn af áhöfninni býr annars staðar, býr hér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis og það er meiriháttar mál að flytja þá á milli landshluta fyrr en við vitum hvernig staðan er. Það er allt bara í undirbúningi.“ Einar Valur vill ekki svara þeirri spurningu hvers vegna ekki var farið í land þegar skipverjar fóru að finna til einkenna. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, segir í samtali við fréttastofu að sýnatakan muni leiða í ljós hvort einhverjir áhafnarmeðlimir hafi þróað með sér mótefni. Niðurstöðu sé að vænta síðar í dag en þangað til fái áhöfnin ekki að fara frá borði. Einar Valur segir að þeir séu í sóttkví og að þetta hafi verið ákveðið af sóttvarnaryfirvöldum. Einar Valur vildi ekki tjá sig um það hvenær veikinda varð fyrst vart á skipinu en samkvæmt heimildum fréttastofu var vart við veikindi fljótlega eftir að túrinn hófst fyrir þremur vikum. Spyr hvers vegna skipverjar séu ekki beðnir afsökunar Fréttastofa hefur sömuleiðis heimildir fyrir því að ættingjar skipverja skilji ekki hvers vegna skipinu var ekki snúið við til Ísafjarðar þegar fór að bera á veikindum skipverja. Heimsfaraldur sé í gangi og líklegt að smit berist fljótt á milli manna á svo nánum vinnustað. Kona eins skipverjans spyr á Facebook hvers vegna forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenni ekki mistök sín hvað þetta varði og biðji skipverjana afsökunar. Júlíus Geirmundsson í höfn á Ísafirði í gær.Vísir/Hafþór Aðspurður segist Einar Valur ekki vilja tjá sig um ástæður þess að skipinu var ekki snúið til hafnar þegar bera fór á veikindum. Rifja má upp að þegar skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, fengu einkenni á rúmsjó var tekin ákvörðun um að sigla í land og fara strax í sýnatöku. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar sagðist taka málið alvarlega en vonast að um haustpest væri að ræða. Skipverjarnir reyndust ekki smitaðir. Aflinn ekki í hættu Sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun segir í höndum Gunnvarar hvernig aflinn verði meðhöndlaður. Ekkert bendi til þess að kórónuveiran geti smitast með matvælum. Það sé álit allra stofnana sem vinni að matvælaöryggi. „Í samræmi við þá vitneskju sem við höfum þá er ekkert sem bendir til þess að veiran geti borist með matvælum,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir sviðsstjóri neytendaverndar hjá MAST í samtali við fréttastofu RÚV. Aðrir en skipverjar klæðast eðlilega hlífðarfatnaði þegar farið er um borð í frystiskipið. Stærstur hluti skipverja, 19 af 25, eru smitaðir af Covid-19.Vísir/Hafþór Dóra segir að hafi veiran borist í fiskinn með snertingu eða dropasmiti eigi ekki að vera hætta á því að hún verði virk þegar fiskurinn verður þíddur. „Það eru rannsóknir sem benda til þess að veiran geti lifað lengi í frysti, en veiran þarf hýsil til að fjölga sér, hún getur alls ekki fjölgað sér. Hún gæti hugsanlega verið til staðar en nú eru þetta matvæli sem á að hita fyrir neyslu og hitameðhöndlunin myndi þá drepa hana ef hún væri til staðar, ef svo ólíklega vill til að hún sé til staðar.“ Uppfært klukkan 15:50 Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. Níu skipverjar hafa jafnað sig af kórónuveirunni og eru með mótefni en þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11
Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14