Landsstjórn Færeyja kynnir björgunarpakka fyrir flugið Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 08:08 Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, hefur kynnt sértækar aðgerðir landsstjórnarinnar til að bjarga flugstarfsemi eyjanna. Frumvarp um málið verður lagt fyrir Lögþingið á næstu dögum en ráðherrann segist hafa stuðning úr öllum flokkum við björgunarpakkann. Landskassinn hyggst leggja fram 115 milljónir danskra króna í beina styrki til flugsins, andvirði 2.550 milljóna íslenskra króna. Bróðurparturinn fer til þjóðarflugfélagsins Atlantsflogs, Atlantic Airways, um 2.220 milljónir króna. Þá renna um 320 milljónir króna til flugvallarins í Vogum, að því er Kringvarpið greinir frá. Flugfélagið nýtur einnig góðs af öðrum aðgerðum, eins og 35 prósent endurgreiðslu af sköttum launþega, sem áætlað er að skili félaginu um 270 milljónum íslenskra króna yfir árið. Strax í fyrstu bylgju kórónufaraldursins var stór hluti starfsmanna, eða 180 manns, sendur í launað frí en þar nýtti félagið sér almennar stuðningsaðgerðir landsstjórnarinnar við atvinnulífið. Engu að síður neyddist flugfélagið til að segja upp 100 starfsmönnum og fækkaði starfsmönnum úr 240 niður í 140, samkvæmt umfjöllun Norðlýsið. Airbus A319-þota Atlantic Airways á flugvellinum í Vogum í Færeyjum.Vísir/getty Vegna heimsfaraldursins gerir Atlantsflog ráð fyrir 53 prósenta fækkun farþega á þessu ári og að farþegafjöldinn í ár verði um 160 þúsund manns, samanborið við 338 þúsund árið 2019. Á næsta ári, 2021, gera áætlanir félagsins ráð fyrir að flytja 246 þúsund farþega og vonast svo til að árið 2022 verði félagið aftur búið að ná sama farþegafjölda og var árið 2019. Sem stendur heldur félagið úti lágmarksstarfsemi, sem felst í einu flugi á dag milli Færeyja og Kaupmannahafnar og einu flugi í viku til Billund. Félagið hafði einnig ætlað sér að hefja Edinborgarflug á ný um miðjan október en hefur frestað því fram til 5. nóvember vegna uppsveiflu faraldursins á Bretlandseyjum. Þá liggur Íslandsflug félagsins niðri en stefnt er að nokkrum ferðum til Keflavíkurflugvallar í kringum jól og áramót. Færeyingar hafa verið að endurnýja flota félagsins með nýjum Airbus A320neo, samhliða því að hætta rekstri minni Airbus A319. Stefnan er núna að vera með þrjár A320-þotur en einnig rekur félagið tvær þyrlur, sem bæði sinna björgunarflugi og almennu flugi innan Færeyja. Atlantic Airways hefur frá árinu 2014 verið alfarið í eigu færeysku landsstjórnarinnar eftir að hún keypti upp öll hlutabréf félagsins. Það var áður skráð á markaði, bæði í kauphöllinni á Íslandi og kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Sjá mátti þotu félagsins í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli og lendingu á Vogaflugvelli þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt í heimsókn til Færeyja vorið 2017: Haustið 2018 fluttist Færeyjaflugið frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar: Færeyjar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, hefur kynnt sértækar aðgerðir landsstjórnarinnar til að bjarga flugstarfsemi eyjanna. Frumvarp um málið verður lagt fyrir Lögþingið á næstu dögum en ráðherrann segist hafa stuðning úr öllum flokkum við björgunarpakkann. Landskassinn hyggst leggja fram 115 milljónir danskra króna í beina styrki til flugsins, andvirði 2.550 milljóna íslenskra króna. Bróðurparturinn fer til þjóðarflugfélagsins Atlantsflogs, Atlantic Airways, um 2.220 milljónir króna. Þá renna um 320 milljónir króna til flugvallarins í Vogum, að því er Kringvarpið greinir frá. Flugfélagið nýtur einnig góðs af öðrum aðgerðum, eins og 35 prósent endurgreiðslu af sköttum launþega, sem áætlað er að skili félaginu um 270 milljónum íslenskra króna yfir árið. Strax í fyrstu bylgju kórónufaraldursins var stór hluti starfsmanna, eða 180 manns, sendur í launað frí en þar nýtti félagið sér almennar stuðningsaðgerðir landsstjórnarinnar við atvinnulífið. Engu að síður neyddist flugfélagið til að segja upp 100 starfsmönnum og fækkaði starfsmönnum úr 240 niður í 140, samkvæmt umfjöllun Norðlýsið. Airbus A319-þota Atlantic Airways á flugvellinum í Vogum í Færeyjum.Vísir/getty Vegna heimsfaraldursins gerir Atlantsflog ráð fyrir 53 prósenta fækkun farþega á þessu ári og að farþegafjöldinn í ár verði um 160 þúsund manns, samanborið við 338 þúsund árið 2019. Á næsta ári, 2021, gera áætlanir félagsins ráð fyrir að flytja 246 þúsund farþega og vonast svo til að árið 2022 verði félagið aftur búið að ná sama farþegafjölda og var árið 2019. Sem stendur heldur félagið úti lágmarksstarfsemi, sem felst í einu flugi á dag milli Færeyja og Kaupmannahafnar og einu flugi í viku til Billund. Félagið hafði einnig ætlað sér að hefja Edinborgarflug á ný um miðjan október en hefur frestað því fram til 5. nóvember vegna uppsveiflu faraldursins á Bretlandseyjum. Þá liggur Íslandsflug félagsins niðri en stefnt er að nokkrum ferðum til Keflavíkurflugvallar í kringum jól og áramót. Færeyingar hafa verið að endurnýja flota félagsins með nýjum Airbus A320neo, samhliða því að hætta rekstri minni Airbus A319. Stefnan er núna að vera með þrjár A320-þotur en einnig rekur félagið tvær þyrlur, sem bæði sinna björgunarflugi og almennu flugi innan Færeyja. Atlantic Airways hefur frá árinu 2014 verið alfarið í eigu færeysku landsstjórnarinnar eftir að hún keypti upp öll hlutabréf félagsins. Það var áður skráð á markaði, bæði í kauphöllinni á Íslandi og kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Sjá mátti þotu félagsins í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli og lendingu á Vogaflugvelli þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt í heimsókn til Færeyja vorið 2017: Haustið 2018 fluttist Færeyjaflugið frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar:
Færeyjar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira