Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 20:12 Umsvif Icelandair á þessu ári eru umtalsvert minni en á því síðasta. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ Tekjur félagsins hafa dregist saman um 81 prósent frá síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í rekstri Icelandair Group. Þar segir að kórónuveirufaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á afkomu Icelandair Group. Þannig námu heildartekjur 14,1 milljarði króna og dragast tekjurnar saman um 81 prósent frá síðasta ári. Tekjur af fraktflutningi jukust um 16 prósent og eigið fé nam 49,7 milljörðum í lok ársfjórðungsins, eiginhlutfall var 26 prósent. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Mynd/Vísir Lausafjárstaða félagsins nam 55 milljörðum króna og þar af var handbært fé og lausafjárssjóðir að fjárhæð 31,5 milljarðar króna. Afkoma án tillits til greiðslu vaxta og skatta nam 471 milljón króna, samanborið við 11 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Endurflokkun eldsneytisvarna hafði jákvæð áhrif Eignfærsla tekjuskatts og endurflokkun eldsneytisvarna, sem urðu virkar eftir endursamninga við mótaðila, höfðu jákvæð áhrif á hagnað félagsins sem nam 5,2 milljörðum króna, samanborið við 8,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2019. Félagið reiknar áfram með lágmarksstarfsemi næstu vikurnar en Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, nefnir það í tilkynningu frá félaginu að aðeins níu prósent af flugáætlun félagsins sé starfrækt, fjöldi farþega hafi dregist saman um 90 prósent. „Við gerum ráð fyrir að starfsemi félagsins verði áfram í lágmarki á næstu vikum. Við höfum hins vegar náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkt lausafjárstöðu félagsins til þess að geta komist í gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur. Við leggjum þó áherslu á að vera vel undirbúin til að bregðast hratt við um leið og aðstæður í heiminum batna og ferðatakmarkanir á Íslandi verða rýmkaðar,“ er haft eftir Boga í tilkynningu frá félaginu. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 27. október kl. 8:30. Þar munu Bogi Nils Bogason, forstjóri, og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, kynna uppgjör þriðja ársfjórðungs og svara spurningum. Vefútsending frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fréttir af flugi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ Tekjur félagsins hafa dregist saman um 81 prósent frá síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í rekstri Icelandair Group. Þar segir að kórónuveirufaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á afkomu Icelandair Group. Þannig námu heildartekjur 14,1 milljarði króna og dragast tekjurnar saman um 81 prósent frá síðasta ári. Tekjur af fraktflutningi jukust um 16 prósent og eigið fé nam 49,7 milljörðum í lok ársfjórðungsins, eiginhlutfall var 26 prósent. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Mynd/Vísir Lausafjárstaða félagsins nam 55 milljörðum króna og þar af var handbært fé og lausafjárssjóðir að fjárhæð 31,5 milljarðar króna. Afkoma án tillits til greiðslu vaxta og skatta nam 471 milljón króna, samanborið við 11 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Endurflokkun eldsneytisvarna hafði jákvæð áhrif Eignfærsla tekjuskatts og endurflokkun eldsneytisvarna, sem urðu virkar eftir endursamninga við mótaðila, höfðu jákvæð áhrif á hagnað félagsins sem nam 5,2 milljörðum króna, samanborið við 8,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2019. Félagið reiknar áfram með lágmarksstarfsemi næstu vikurnar en Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, nefnir það í tilkynningu frá félaginu að aðeins níu prósent af flugáætlun félagsins sé starfrækt, fjöldi farþega hafi dregist saman um 90 prósent. „Við gerum ráð fyrir að starfsemi félagsins verði áfram í lágmarki á næstu vikum. Við höfum hins vegar náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkt lausafjárstöðu félagsins til þess að geta komist í gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur. Við leggjum þó áherslu á að vera vel undirbúin til að bregðast hratt við um leið og aðstæður í heiminum batna og ferðatakmarkanir á Íslandi verða rýmkaðar,“ er haft eftir Boga í tilkynningu frá félaginu. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 27. október kl. 8:30. Þar munu Bogi Nils Bogason, forstjóri, og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, kynna uppgjör þriðja ársfjórðungs og svara spurningum. Vefútsending frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Fréttir af flugi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40
Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05