Varaforseti UEFA um nýju úrvalsdeildina: Sjálfselska og græðgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 11:30 Fernando Gomes, varaforseti UEFA með forsetanum Aleksander Ceferin. Getty/Bruno Barros Knattspyrnusamband Evrópu er mjög ósátt með ráðabrugg stærstu fótboltafélaga Evrópu sem er sögð hafa unnið að því á bak við tjöldin að búa til nýja deild fyrir aðeins bestu og ríkustu liðin. Fráfarandi forseti Barcelona tilkynnti það á kveðjufundi sínum að Barcelona hafi samþykkt að spila í nýrri evrópskri úrvalsdeild. Áður höfðu borist fréttir af því að lið eins og Liverpool og Manchester United væru í viðræðum um að taka þátt í slíkri deild en ekkert hafði verið staðfest um slíkt. Yfirlýsing Josep Maria Bartomeu, fráfarandi forseta Barcelona, er hins vegar fyrsta staðfestingin um að slíkar viðræður séu komnar langt. "It violates all principles of sporting merit. It would be a self-proclaimed privileged club."Uefa's vice president has been very critical of a proposed European Super League. https://t.co/pHl6BqjDA8#bbcfootball pic.twitter.com/qRvVtiQDmO— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Það þarf ekkert að koma á óvart að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi tekið illa í þessi plön enda er þessi nýja deild á vegum FIFA en Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar greinilega einnig að nýta sér viðræðurnar til að fá í gegn stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. Allt snýst þetta um peninga og það lítur út fyrir að það verði nóg af þeim í þessari nýju evrópsku úrvalsdeild. Stofnféð er sagt vera 4,6 milljarðar punda eða meira en 840 milljarðar íslenskra króna. Fernando Gomes, varaforseti UEFA, hefur nú tjáð sig um fréttirnar og þessa nýju evrópsku úrvalsdeild. „Þetta brýtur allar grunnreglur um gildi íþróttanna. Með þessu væru þetta sjálfskipuð forréttindafélög,“ sagði Fernando Gomes. „Þetta á skilið höfnun því á meðan heimurinn er að upplifa sínar mest krefjandi aðstæður í að minnsta kosti eina öld þá þurfum við alls ekki meira af sjálfselsku og græðgi,“ sagði Gomes. „Það er mín skoðun að allir stjórnarmenn ættu að hafna þessu á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Fernando Gomes. Það er ljóst að ríku félögin yrðu bara ríkari með þessari nýju evrópsku úrvalsdeild og menn eins og Arsene Wenger eru líka sannfærðir um að slík deild yrði mikið áfall fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefur hingað til hefur notið góðs af miklum vinsældum á alþjóðavísu. Fótbolti UEFA Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er mjög ósátt með ráðabrugg stærstu fótboltafélaga Evrópu sem er sögð hafa unnið að því á bak við tjöldin að búa til nýja deild fyrir aðeins bestu og ríkustu liðin. Fráfarandi forseti Barcelona tilkynnti það á kveðjufundi sínum að Barcelona hafi samþykkt að spila í nýrri evrópskri úrvalsdeild. Áður höfðu borist fréttir af því að lið eins og Liverpool og Manchester United væru í viðræðum um að taka þátt í slíkri deild en ekkert hafði verið staðfest um slíkt. Yfirlýsing Josep Maria Bartomeu, fráfarandi forseta Barcelona, er hins vegar fyrsta staðfestingin um að slíkar viðræður séu komnar langt. "It violates all principles of sporting merit. It would be a self-proclaimed privileged club."Uefa's vice president has been very critical of a proposed European Super League. https://t.co/pHl6BqjDA8#bbcfootball pic.twitter.com/qRvVtiQDmO— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Það þarf ekkert að koma á óvart að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi tekið illa í þessi plön enda er þessi nýja deild á vegum FIFA en Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar greinilega einnig að nýta sér viðræðurnar til að fá í gegn stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. Allt snýst þetta um peninga og það lítur út fyrir að það verði nóg af þeim í þessari nýju evrópsku úrvalsdeild. Stofnféð er sagt vera 4,6 milljarðar punda eða meira en 840 milljarðar íslenskra króna. Fernando Gomes, varaforseti UEFA, hefur nú tjáð sig um fréttirnar og þessa nýju evrópsku úrvalsdeild. „Þetta brýtur allar grunnreglur um gildi íþróttanna. Með þessu væru þetta sjálfskipuð forréttindafélög,“ sagði Fernando Gomes. „Þetta á skilið höfnun því á meðan heimurinn er að upplifa sínar mest krefjandi aðstæður í að minnsta kosti eina öld þá þurfum við alls ekki meira af sjálfselsku og græðgi,“ sagði Gomes. „Það er mín skoðun að allir stjórnarmenn ættu að hafna þessu á mjög afdráttarlausan hátt,“ sagði Fernando Gomes. Það er ljóst að ríku félögin yrðu bara ríkari með þessari nýju evrópsku úrvalsdeild og menn eins og Arsene Wenger eru líka sannfærðir um að slík deild yrði mikið áfall fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefur hingað til hefur notið góðs af miklum vinsældum á alþjóðavísu.
Fótbolti UEFA Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira