Stjörnuútherji gifti sig í frívikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 12:01 Brúðhjónin DJ Chark yngri og Chantelle voru ánægð með daginn. Twitter/@@DJChark82 NFL-deildin er í fullum gangi og við erum í miðjum heimsfaraldri en einn af stjörnuútherjum NFL-deildarinnar nýtti samt sem áður nokkra frídaga hjá sér í vinnunni til að gifta sig. DJ Chark, stjörnuútherji Jacksonville Jaguars, giftist æskuástinni sinni en þau hafa verið saman síðan hann var sautján ára gamall. DJ Chark bað Chantelle í maí síðastliðnum og þau gengu síðan í hjónaband í látlausri athöfn í gær. Chark birti myndir af giftingunni á Twitter reikningi sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Jaguars WR DJ Chark marries his college sweetheart. Nice way to spend a bye week. https://t.co/HNJDxoHcIm— Ian Rapoport (@RapSheet) October 28, 2020 Leikjadagskrá NFL-deildarinnar er sett þannig upp að liðin spila einu sinni í hverri viku frá byrjun september fram til loka desember fyrir utan eina fríviku. Frívikan kemur á mismunandi tímum fyrir liðin og lið Jacksonville Jaguars er einmitt í fríi í þessari viku sem er áttunda vika tímabilsins. Jacksonville Jaguars spilaði í Los Abgeles á sunnudaginn var og næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á heimavelli á móti Houston Texans 8. nóvember næstkomandi. DJ Chark er 24 ára gamall og hefur spilað með Jaguars liðinu síðan 2018. Félagið valdi hann númer 61 í nýliðavalinu 2018 og hann hefur staðið sig mjög vel hjá liðinu. Chark yngri eins og hann kallar sig skoraði átta snertimörk í fyrra og er kominn með þrjú á þessu tímabili. Chark náði reyndar aðeins að grípa eina af sjö sendingum í síðasta leik og spurning hvort hann hafi verið eitthvað kominn með hugann við brúðkaupið. NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
NFL-deildin er í fullum gangi og við erum í miðjum heimsfaraldri en einn af stjörnuútherjum NFL-deildarinnar nýtti samt sem áður nokkra frídaga hjá sér í vinnunni til að gifta sig. DJ Chark, stjörnuútherji Jacksonville Jaguars, giftist æskuástinni sinni en þau hafa verið saman síðan hann var sautján ára gamall. DJ Chark bað Chantelle í maí síðastliðnum og þau gengu síðan í hjónaband í látlausri athöfn í gær. Chark birti myndir af giftingunni á Twitter reikningi sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Jaguars WR DJ Chark marries his college sweetheart. Nice way to spend a bye week. https://t.co/HNJDxoHcIm— Ian Rapoport (@RapSheet) October 28, 2020 Leikjadagskrá NFL-deildarinnar er sett þannig upp að liðin spila einu sinni í hverri viku frá byrjun september fram til loka desember fyrir utan eina fríviku. Frívikan kemur á mismunandi tímum fyrir liðin og lið Jacksonville Jaguars er einmitt í fríi í þessari viku sem er áttunda vika tímabilsins. Jacksonville Jaguars spilaði í Los Abgeles á sunnudaginn var og næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á heimavelli á móti Houston Texans 8. nóvember næstkomandi. DJ Chark er 24 ára gamall og hefur spilað með Jaguars liðinu síðan 2018. Félagið valdi hann númer 61 í nýliðavalinu 2018 og hann hefur staðið sig mjög vel hjá liðinu. Chark yngri eins og hann kallar sig skoraði átta snertimörk í fyrra og er kominn með þrjú á þessu tímabili. Chark náði reyndar aðeins að grípa eina af sjö sendingum í síðasta leik og spurning hvort hann hafi verið eitthvað kominn með hugann við brúðkaupið.
NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira