Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 19:22 Hrefna Sverrisdóttir. Vísir Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. Til þessa hafi veitingahúsum verið leyft að starfa með miklum takmörkunum, en að hennar mati væri réttast að loka og gera þá rekstraraðilum kleift að sækja um lokunarstyrki. „Við höfum verið að starfa undir mjög hörðum sóttvarnareglum, fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og opnunartakmörkunum undanfarnar vikur. Þetta er í rauninni svolítið punkturinn yfir i-ið og er í rauninni jafngildi lokunar,“ sagði Hrefna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir veitingamenn sammála um að það sé nauðsynlegt að ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Hann sé gríðarlega mikilvægur og yfirleitt stærsti mánuður ársins tekjulega séð í veitingarekstri. „Það hefði verið hreinlegast finnst manni að leyfa veitingastöðum að loka og eiga þá rétt á einhverjum lokunarstyrkjum.“ Að mati Hrefnu skýtur það einnig skökku við að leyfa stöðunum að vera opnir en hlusta svo á yfirvöld mæla gegn því að fólk komi saman á slíkum stöðum. Það hafi tilfinnanlega áhrif á starfsemina, enda hafi ekki alltaf verið fullsetið þó staðirnir væru opnir. „Það er annars vegar verið að reyna að halda starfseminni opinni með þessum gríðarlegu takmörkunum og á sama tíma segir sóttvarnalæknir og fleiri að það eigi alls ekki að mæta á staðinn. Viðskiptavinirnir eru hræddir við að mæta þó svo að það sé opið. Við upplifum núna, margir staðir, að þó það væru tuttugu manns sem mættu koma þá eru ekki einu sinni tuttugu manns sem mæta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. Til þessa hafi veitingahúsum verið leyft að starfa með miklum takmörkunum, en að hennar mati væri réttast að loka og gera þá rekstraraðilum kleift að sækja um lokunarstyrki. „Við höfum verið að starfa undir mjög hörðum sóttvarnareglum, fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og opnunartakmörkunum undanfarnar vikur. Þetta er í rauninni svolítið punkturinn yfir i-ið og er í rauninni jafngildi lokunar,“ sagði Hrefna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir veitingamenn sammála um að það sé nauðsynlegt að ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Hann sé gríðarlega mikilvægur og yfirleitt stærsti mánuður ársins tekjulega séð í veitingarekstri. „Það hefði verið hreinlegast finnst manni að leyfa veitingastöðum að loka og eiga þá rétt á einhverjum lokunarstyrkjum.“ Að mati Hrefnu skýtur það einnig skökku við að leyfa stöðunum að vera opnir en hlusta svo á yfirvöld mæla gegn því að fólk komi saman á slíkum stöðum. Það hafi tilfinnanlega áhrif á starfsemina, enda hafi ekki alltaf verið fullsetið þó staðirnir væru opnir. „Það er annars vegar verið að reyna að halda starfseminni opinni með þessum gríðarlegu takmörkunum og á sama tíma segir sóttvarnalæknir og fleiri að það eigi alls ekki að mæta á staðinn. Viðskiptavinirnir eru hræddir við að mæta þó svo að það sé opið. Við upplifum núna, margir staðir, að þó það væru tuttugu manns sem mættu koma þá eru ekki einu sinni tuttugu manns sem mæta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13