Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 21:01 Guðni segir ákvörðun KSÍ hafa verið þungbæra en ákvörun sem varð að taka. Vísir/Daníel Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00