„Þetta reynir allt mjög á þolrifin“ Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. Aðgerðirnar sem voru áður í gildi hafi einfaldlega ekki virkað sem skyldi og því þurfi að bregðast við. „ Ég veit að þetta reynir allt mjög á þolrifin en við verðum áfram að höfða til skynsemi fólks og undirstrika mikilvægi samstöðunnar. Við stöndum í þessu saman og verðum að styðja hvert annað eftir megni á meðan við glímum við ölduna sem nú skellur á okkur af miklum þunga,“ skrifar Áslaug á Facebook-síðu sína í dag. Hún minnir á að allir geti haft áhrif með því að virða gildandi reglur og takmarkanir. Að mati Áslaugar er nauðsynlegt að huga að því hversu mikil áhrif samkomutakmarkanir hafa á þjóðfélagið og segir hún ríkisstjórnina ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að takmarka neikvæð áhrif aðgerðanna á líf fólks. „Ljóst er að þegar svo ríkir almannahagsmunir krefjast þess að gripið sé til hertari aðgerða þá verður það ekki gert bótalaust. Allt veltur á því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Það er mikilvægt fyrir störfin, almennt heilsufar, skólahald, starfsemi heilbrigðiskerfisins og efnahagslífið í heild sinni.“ Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Óbreyttar reglur hefðu þýtt lengri takmarkanir Áslaug segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa reglurnar óbreyttar í lengri tíma eða grípa til „afgerandi takmarkana“ í skamman tíma. Líkt og fyrr sagði voru gildandi reglur ekki að virka og því hafi þau kosið að fara þá leið sem þau töldu árangursríkari. Þannig gæti aðstæður færst „í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“. „Mig langar líka að þakka almenningi öllum, það er ekki sjálfsagt að vera með okkur í þessu. Þá sérstaklega unga fólkinu sem eru að fórna miklu í þessu ástandi, sérstaklega hvað varðar félagslíf og samskipti við sína félaga. Takk!“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. Aðgerðirnar sem voru áður í gildi hafi einfaldlega ekki virkað sem skyldi og því þurfi að bregðast við. „ Ég veit að þetta reynir allt mjög á þolrifin en við verðum áfram að höfða til skynsemi fólks og undirstrika mikilvægi samstöðunnar. Við stöndum í þessu saman og verðum að styðja hvert annað eftir megni á meðan við glímum við ölduna sem nú skellur á okkur af miklum þunga,“ skrifar Áslaug á Facebook-síðu sína í dag. Hún minnir á að allir geti haft áhrif með því að virða gildandi reglur og takmarkanir. Að mati Áslaugar er nauðsynlegt að huga að því hversu mikil áhrif samkomutakmarkanir hafa á þjóðfélagið og segir hún ríkisstjórnina ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að takmarka neikvæð áhrif aðgerðanna á líf fólks. „Ljóst er að þegar svo ríkir almannahagsmunir krefjast þess að gripið sé til hertari aðgerða þá verður það ekki gert bótalaust. Allt veltur á því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Það er mikilvægt fyrir störfin, almennt heilsufar, skólahald, starfsemi heilbrigðiskerfisins og efnahagslífið í heild sinni.“ Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Óbreyttar reglur hefðu þýtt lengri takmarkanir Áslaug segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa reglurnar óbreyttar í lengri tíma eða grípa til „afgerandi takmarkana“ í skamman tíma. Líkt og fyrr sagði voru gildandi reglur ekki að virka og því hafi þau kosið að fara þá leið sem þau töldu árangursríkari. Þannig gæti aðstæður færst „í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“. „Mig langar líka að þakka almenningi öllum, það er ekki sjálfsagt að vera með okkur í þessu. Þá sérstaklega unga fólkinu sem eru að fórna miklu í þessu ástandi, sérstaklega hvað varðar félagslíf og samskipti við sína félaga. Takk!“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13
Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01