SÁÁ hættir þátttöku í rekstri spilakassa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:57 Stjórnarformaður SÁÁ segir það ekki samræmast markmiðum samtakanna að halda úti rekstri spilakassa. Vísir/Baldur Hrafnkell Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira