Takk, framvarðarsveit Reykjavíkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:00 Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun