Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 18:31 Verði þingsályktunartillagan samþykkt geta konur sem eru handhafar Evrópska sjúkratryggingakortsins og mega lögum samkvæmt ekki gangast undir þungunarrof í heimalandinu fengið heilbrigðisþjónustuna hér á landi. Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk. Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira