Segir að Ísak sé bestur í Norrköping Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2020 20:31 Ísak Bergmann í leik með Norrköping. Heimasíða Norrköping Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“ Sænski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“
Sænski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira