Endaði ellefu ára bið í sigrinum á Man. United í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Slóvakinn Martin Skrtel var búinn að bíða mjög lengi eftir því að fagna sigri í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Sjá meira
Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Sjá meira