Dýr reiknivilla Íbúðarlánasjóðs Sævar Þór Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:30 Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Þessi skjólstæðingur hafði líkt og svo margir fyrir hrunið tekið verðtryggt íbúðalán sem síðar stökkbreyttist. Skjólstæðingur minn hafði sótt um skilamálabreytingu á láni sínu hjá Íbúðarlánasjóði sem fólst í því að dreifa greiðslubyrði með því að fjölga gjalddögum á ári úr fjórum í mánaðarlegar greiðslur. Skilmálabreytingin var samþykkt en þau mistök gerð af hálfu Íbúðalánasjóðs að það gleymdist að fjölga heildar fjölda gjalddaga. Þetta hafði þær afleiðingar að lánstíminn styttist um mörg ár og greiðslubyrði lánsins hækkaði í stað þess að lækka. Skjólstæðingur minn gat ekki staðið í skilum með lánið en sá að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Hann leitaði til Íbúðarlánasjóðs sem vildi ekki gangast við mistökunum. Umbjóðandi minn leitaði á náðir umboðsmanns skuldara sem synjaði honum þar sem sýnt þótti að þeirra mati að greiðsluskjól myndi ekki gagnast honum enda greiðslubyrði lánsins langt umfram það sem skjólstæðingur minn réði við. Til að gera langa sögu stutta þá missti hann heimili sitt á uppboði. Í framhaldinu fóru af stað viðræður við Íbúðarlánasjóð um úrbætur og ábyrgð þeirra á málinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt mistök þá var allri ábyrgð hafnað. Umbjóðandi minn átti sem sagt að sætta sig við mistök sjóðsins og una því að hafa misst húsnæðið sitt. Í kjölfarið ákvað hann að leita réttar síns. Eftir marga ára baráttu gerðist það loks að hann fékk staðfestingu á sínum málstað með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Þar birtist svart á hvítu að, hefði verið rétt staðið að útreikningi skilmálabreytingarinnar, þá hefði greiðslubyrðin verið miklu lægri og skjólstæðingurinn haft gjaldfærni til að standa undir henni. Hefði verið hlustað á hann í öndverðu og lánið leiðrétt strax þá hefði hann haldið eigninni og jafnframt getað nýtt sér úrræði umboðsmanns skuldara sem þá voru í boði. Þrátt fyrir að eignamyndun umbjóðanda míns hafi verið lítil í íbúðinni á þeim tíma þá hefur verð á fasteignum hækkað mikið frá hruni, það mikið að hann hefði myndað eign í íbúðinni sem hann hefði síðar getað leyst út. Ábyrgðin í þessu máli liggur bæði hjá Umboðsmanni skuldar og Íbúðarlánasjóði. Umboðsmaður hefði með réttu fyrir hönd skuldara átt að ganga eftir leiðréttingunni eða taka mið af mistökunum þannig að skjólstæðingnum yrði ekki hent út úr greiðsluskjólinu. Hið minnsta hefði skuldarinn átt að fá að njóta vafans. Framganga þessara stofnanna er með ólíkindum en því miður alls ekki einsdæmi. Umbjóðandi minn missti heimili sitt og enginn virðist ætla að axla ábyrgð á því. Lítilmagninn hafði á endanum rétt fyrir sér og bjó yfir styrk til að halda málinu til streitu. Eftir stendur aðeins valdhroki þeirra sem vildu ekki hlusta á hann en máttu og áttu að vita betur. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Þessi skjólstæðingur hafði líkt og svo margir fyrir hrunið tekið verðtryggt íbúðalán sem síðar stökkbreyttist. Skjólstæðingur minn hafði sótt um skilamálabreytingu á láni sínu hjá Íbúðarlánasjóði sem fólst í því að dreifa greiðslubyrði með því að fjölga gjalddögum á ári úr fjórum í mánaðarlegar greiðslur. Skilmálabreytingin var samþykkt en þau mistök gerð af hálfu Íbúðalánasjóðs að það gleymdist að fjölga heildar fjölda gjalddaga. Þetta hafði þær afleiðingar að lánstíminn styttist um mörg ár og greiðslubyrði lánsins hækkaði í stað þess að lækka. Skjólstæðingur minn gat ekki staðið í skilum með lánið en sá að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Hann leitaði til Íbúðarlánasjóðs sem vildi ekki gangast við mistökunum. Umbjóðandi minn leitaði á náðir umboðsmanns skuldara sem synjaði honum þar sem sýnt þótti að þeirra mati að greiðsluskjól myndi ekki gagnast honum enda greiðslubyrði lánsins langt umfram það sem skjólstæðingur minn réði við. Til að gera langa sögu stutta þá missti hann heimili sitt á uppboði. Í framhaldinu fóru af stað viðræður við Íbúðarlánasjóð um úrbætur og ábyrgð þeirra á málinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt mistök þá var allri ábyrgð hafnað. Umbjóðandi minn átti sem sagt að sætta sig við mistök sjóðsins og una því að hafa misst húsnæðið sitt. Í kjölfarið ákvað hann að leita réttar síns. Eftir marga ára baráttu gerðist það loks að hann fékk staðfestingu á sínum málstað með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Þar birtist svart á hvítu að, hefði verið rétt staðið að útreikningi skilmálabreytingarinnar, þá hefði greiðslubyrðin verið miklu lægri og skjólstæðingurinn haft gjaldfærni til að standa undir henni. Hefði verið hlustað á hann í öndverðu og lánið leiðrétt strax þá hefði hann haldið eigninni og jafnframt getað nýtt sér úrræði umboðsmanns skuldara sem þá voru í boði. Þrátt fyrir að eignamyndun umbjóðanda míns hafi verið lítil í íbúðinni á þeim tíma þá hefur verð á fasteignum hækkað mikið frá hruni, það mikið að hann hefði myndað eign í íbúðinni sem hann hefði síðar getað leyst út. Ábyrgðin í þessu máli liggur bæði hjá Umboðsmanni skuldar og Íbúðarlánasjóði. Umboðsmaður hefði með réttu fyrir hönd skuldara átt að ganga eftir leiðréttingunni eða taka mið af mistökunum þannig að skjólstæðingnum yrði ekki hent út úr greiðsluskjólinu. Hið minnsta hefði skuldarinn átt að fá að njóta vafans. Framganga þessara stofnanna er með ólíkindum en því miður alls ekki einsdæmi. Umbjóðandi minn missti heimili sitt og enginn virðist ætla að axla ábyrgð á því. Lítilmagninn hafði á endanum rétt fyrir sér og bjó yfir styrk til að halda málinu til streitu. Eftir stendur aðeins valdhroki þeirra sem vildu ekki hlusta á hann en máttu og áttu að vita betur. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar