„Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 15:01 Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdarstjóri Sjálfsbjargarheimilisins og Sjálfsbjargar, landsamband hreyfihamlaðra. Stöð 2 Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. Sjálfsbjörg landsamband hreyfihamlaðra fór fyrr á þessu ári í samstarf með hópnum Allir hjóla. Um er að ræða félagasamtök sem vilja bjóða öllum út að hjóla, hreyfiskerðing er ekki fyrirstaða og heldur ekki skert jafnvægi. Allir Hjóla er byggt á hugmyndafræði Wheels for Wellbeing í Bretlandi og tilgangur félagsins er að skapa jafnréttisvettvang þar sem allir geta hjólað. Fjölda sjálfboðaliða starfa fyrir samtökin. „Okkur fannst þetta strax vera spennandi verkefni og gaman að geta tekið þátt í því að heyfihamlaðir geti notið þess að geta hjólað,“ sagði Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdastjóri Sjálfbjargar landssambands hreyfihamlaðra á opnunardegi Allir hjóla átaksins í sumar. Hægt er að hlusta á ræðuna hennar í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Allir hjóla átakið Allir steyptir í sama mót Við tilefnið var formlega opnuð leiga á sérútbúnum hjólum sem viðbót við starfsemi Hjálpartækjaleigunnar sem leigir út hjólastóla og ýmis önnur hjálpartæki. Fólk getur svo fengið hugmyndir að hjólaleiðum í kringum hjólaleiguna, skipt upp í þrjú erfiðleikastig. Ekki allir hafa kost á að kaupa sér þessi sérstöku hjól og hafa styrktarsamtökin Góðvild síðustu daga bent á að sum af þessum hjólum eru ekki niðurgreidd af ríkinu, eins og komið hefur fram hér á Vísi. Leigan getur því komið til móts við þá einstaklinga á meðan. Einstaklingar geta leigt hjól sem henta alls konar þörfum eins og til dæmis þríhjól, farþegahjól, tveggja manna hjól, hjólastólahjól og fleira. „Við búum í samfélagi þar sem allir eru steyptir í sama mót og þeir sem ekki passa í þetta mót falla oft fyrir utan og ekki er gert ráð fyrir þeim í samfélaginu – því þarf að breyta. Við þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu vegna sinna fötlunar. Með þeirri tækniþróun sem hefur verið á þetta ekki að vera mjög erfitt. Munið að í réttlátu samfélagi eiga allir sinn stað,“ sagði Þórdís í ræðu sinni. Hún sagði þetta mikilvægt skref af mörgum til þess að tryggja jafnan aðgang allra. Frá opnun Allir hjóla átaksins í sumar.Sigurður Hólmar Jóhannesson frá Allir hjóla og Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdastjóri Sjálfbjargar landssambands hreyfihamlaðra, klippa á borðann.Allir hjóla Kerfið í kassanum Styrktarfélagið Góðvild hefur síðustu daga birt myndbönd þar sem foreldrar langveikra og fatlaðra barna gagnrýna núgildandi reglugerð um niðurgreiðslu á hjálpartækjum. Segja þeir að með þeim séu Sjúkratryggingar Íslands að mismuna börnum út frá hreyfigetu. Mikilvægt sé að koma í veg fyrir mismunum og að allir fái að hjóla. Í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild, sagði Hulda Björk Svansdóttir, móðir langveiks drengs, frá sinni reynslu af þessari reglugerð. Fjölskyldan valdi að kaupa sérstakt mótorhjól fyrir son sinn til að komast á milli staða frekar en stóran rafmagnshjólastól, en drengurinn er með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne. „Það er svo merkilegt hvað kerfið er í kassanum. Það var ekki hægt að fá styrk fyrir því. Samt kostaði hjólið kannski 300 þúsund en það sem Tryggingarstofnun samþykkir kostar kannski tvær og hálfa milljón. Við í raun og veru hefðum verið að spara ríkinu með því að kaupa það fyrir hann. Þetta er eitthvað sem mér finnst að þurfi að laga.“ Hún sagði að enginn sveigjanleiki væri í kerfinu, til dæmis varðandi fjölbreytni í vali hjálpartækja fyrir börn sem hafa skerta hreyfigetu og myndi veita þeim ómælda ánægju og nýja sýn á lífið. Hrein mismunun fyrir börnin Í vikunni fjölluðum við einnig um reynslu Bryndísar Hafþórsdóttur. Hún sagði að það væri sárt og sorglegt að fá ekki styrk fyrir hjólastólahjóli. Sonur hennar er langveikur og fjölfatlaður en elskar útiveru. Hann er með CP4 lömun, er í hjólastól og hann er blindur og með illvirkna flogaveiki. „Hann vill vera að, vill vera á ferðinni og dýrkar útiveru, sérstaklega í góðu veðri. Hann elskar að vera í návist við börn og dýr. Það er svolítið ábótavant og leiðinlegt hvernig horft er til þess að fjölfötluð eða fötluð börn eignist hjól. Auðvitað skiljum við foreldrar langveikra og fatlaðra barna að einhvers staðar þurfa að liggja mörk í kerfinu hvaða styrkir séu veittir eða hvaða úthlutanir á hjálpartækjum séu veitt. En þetta dæmi varðandi hjólastólahjólið er hrein mismunun fyrir börnin,“ sagði Bryndís um sína reynslu. Bryndís Hafþórsdóttir er í hópi þeirra foreldra langveikra barna sem gagnrýnt hefur reglugerð Sjúkratrygginga Íslands.Góðvild Drengurinn getur ekki sjálfur knúið hjól áfram á milli staða og þarf því hjólastólahjól með rafmagni, sem ekki fæst niðurgreitt. „Ef hann gæti sjálfur hjólað á þríhjóli eða á hjóli með öðrum hjálpartækjum eða handknúið hjólið, þá hefði hann fengið hjól. Þetta segir okkur að fötluðustu börnin fá ekki að njóta sín eins og önnur börn þó að þau eigi fullan rétt til þess samkvæmt barnasáttmálanum.“ Gjörbreytti lífi fjölskyldunnar Sigurður Hólmar Jóhannesson er á bak við Góðvild og Allir hjóla átakið en hann segir að Sjúkratryggingar Íslands séu ekki komnar inn í þessa öld. Hann fékk einnig synjun þegar hann sótti um styrk fyrir hjólastólahjóli fyrir langveika dóttur sína. „Um leið og þú ert kominn á hjól þá getur þú farið að fara lengra, það opnast fullt af nýjum tækifærum. Þú getur farið að fara út í náttúruna og staði sem eru þægilegir. Þú hittir fólk og sérð dýr, getur gert hvað sem er.“ Hjólastólið sem þau keyptu með aðstoð góðra vina hafði mikil áhrif á hennar lífsgæði. Í nýju myndbandi sem góðvild sendi frá sér í dag, segir Sigurður frá reynslu fjölskyldunnar af þessari reglugerð. „Við byrjuðum að hjóla og það gjörbreytti öllu okkar lífi.“ Dóttir hans er með sjaldgæfan taugasjúkdóm, sem kallast AHC. Engin dagur er eins og foreldrar AHC barna vita aldrei hvernig næsti dagur mun verða. Fær barnið flogakast? Fær barnið AHC kast? Sigurður segir að hjólið hafi haft góð áhrif á líf allra í fjölskyldunni, því nú geti þau farið öll saman út að hjóla. „Ekki bara við sem erum ekki hreyfiskert, heldur allir. Það gjörbreytti öllu fyrir okkur.“ Hann flytur nú inn svona sérhæfð hjól fyrir þá sem ekki geta hjólað á hefðbundnum hjólum. „Það eina neikvæða er að fyrir fólk sem að þurfa á svona hjóli að halda, sérhæft, þá eru styrkjamál í rosalega slæmu ásigkomulagi.“ Hægt er að horfa á myndband Góðvildar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Góðvild - Hjálpartæki Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir „Fötluðustu börnin fá ekki að njóta sín eins og önnur börn“ „Sárt og sorglegt“ að fá neitun frá Sjúkratryggingum, segir móðir langveiks drengs sem óskaði eftir styrk fyrir hjólastólahjóli. Hún segir sorglegt að hópur barna fái ekki tækifæri til að hjóla, líkt og heilbrigð börn gera. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að endurskoða reglugerðina. 4. nóvember 2020 16:15 Segir Sjúkratryggingar Íslands ekki komnar inn í þessa öld Sigurður Hólmar Jóhannesson gagnrýnir að ekki fáist niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir mörgum hjálpartækjum sem gætu bætt lífsgæði langveikra og fatlaðra barna til muna. 3. nóvember 2020 08:01 Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01 „Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. Sjálfsbjörg landsamband hreyfihamlaðra fór fyrr á þessu ári í samstarf með hópnum Allir hjóla. Um er að ræða félagasamtök sem vilja bjóða öllum út að hjóla, hreyfiskerðing er ekki fyrirstaða og heldur ekki skert jafnvægi. Allir Hjóla er byggt á hugmyndafræði Wheels for Wellbeing í Bretlandi og tilgangur félagsins er að skapa jafnréttisvettvang þar sem allir geta hjólað. Fjölda sjálfboðaliða starfa fyrir samtökin. „Okkur fannst þetta strax vera spennandi verkefni og gaman að geta tekið þátt í því að heyfihamlaðir geti notið þess að geta hjólað,“ sagði Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdastjóri Sjálfbjargar landssambands hreyfihamlaðra á opnunardegi Allir hjóla átaksins í sumar. Hægt er að hlusta á ræðuna hennar í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Allir hjóla átakið Allir steyptir í sama mót Við tilefnið var formlega opnuð leiga á sérútbúnum hjólum sem viðbót við starfsemi Hjálpartækjaleigunnar sem leigir út hjólastóla og ýmis önnur hjálpartæki. Fólk getur svo fengið hugmyndir að hjólaleiðum í kringum hjólaleiguna, skipt upp í þrjú erfiðleikastig. Ekki allir hafa kost á að kaupa sér þessi sérstöku hjól og hafa styrktarsamtökin Góðvild síðustu daga bent á að sum af þessum hjólum eru ekki niðurgreidd af ríkinu, eins og komið hefur fram hér á Vísi. Leigan getur því komið til móts við þá einstaklinga á meðan. Einstaklingar geta leigt hjól sem henta alls konar þörfum eins og til dæmis þríhjól, farþegahjól, tveggja manna hjól, hjólastólahjól og fleira. „Við búum í samfélagi þar sem allir eru steyptir í sama mót og þeir sem ekki passa í þetta mót falla oft fyrir utan og ekki er gert ráð fyrir þeim í samfélaginu – því þarf að breyta. Við þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu vegna sinna fötlunar. Með þeirri tækniþróun sem hefur verið á þetta ekki að vera mjög erfitt. Munið að í réttlátu samfélagi eiga allir sinn stað,“ sagði Þórdís í ræðu sinni. Hún sagði þetta mikilvægt skref af mörgum til þess að tryggja jafnan aðgang allra. Frá opnun Allir hjóla átaksins í sumar.Sigurður Hólmar Jóhannesson frá Allir hjóla og Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdastjóri Sjálfbjargar landssambands hreyfihamlaðra, klippa á borðann.Allir hjóla Kerfið í kassanum Styrktarfélagið Góðvild hefur síðustu daga birt myndbönd þar sem foreldrar langveikra og fatlaðra barna gagnrýna núgildandi reglugerð um niðurgreiðslu á hjálpartækjum. Segja þeir að með þeim séu Sjúkratryggingar Íslands að mismuna börnum út frá hreyfigetu. Mikilvægt sé að koma í veg fyrir mismunum og að allir fái að hjóla. Í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild, sagði Hulda Björk Svansdóttir, móðir langveiks drengs, frá sinni reynslu af þessari reglugerð. Fjölskyldan valdi að kaupa sérstakt mótorhjól fyrir son sinn til að komast á milli staða frekar en stóran rafmagnshjólastól, en drengurinn er með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne. „Það er svo merkilegt hvað kerfið er í kassanum. Það var ekki hægt að fá styrk fyrir því. Samt kostaði hjólið kannski 300 þúsund en það sem Tryggingarstofnun samþykkir kostar kannski tvær og hálfa milljón. Við í raun og veru hefðum verið að spara ríkinu með því að kaupa það fyrir hann. Þetta er eitthvað sem mér finnst að þurfi að laga.“ Hún sagði að enginn sveigjanleiki væri í kerfinu, til dæmis varðandi fjölbreytni í vali hjálpartækja fyrir börn sem hafa skerta hreyfigetu og myndi veita þeim ómælda ánægju og nýja sýn á lífið. Hrein mismunun fyrir börnin Í vikunni fjölluðum við einnig um reynslu Bryndísar Hafþórsdóttur. Hún sagði að það væri sárt og sorglegt að fá ekki styrk fyrir hjólastólahjóli. Sonur hennar er langveikur og fjölfatlaður en elskar útiveru. Hann er með CP4 lömun, er í hjólastól og hann er blindur og með illvirkna flogaveiki. „Hann vill vera að, vill vera á ferðinni og dýrkar útiveru, sérstaklega í góðu veðri. Hann elskar að vera í návist við börn og dýr. Það er svolítið ábótavant og leiðinlegt hvernig horft er til þess að fjölfötluð eða fötluð börn eignist hjól. Auðvitað skiljum við foreldrar langveikra og fatlaðra barna að einhvers staðar þurfa að liggja mörk í kerfinu hvaða styrkir séu veittir eða hvaða úthlutanir á hjálpartækjum séu veitt. En þetta dæmi varðandi hjólastólahjólið er hrein mismunun fyrir börnin,“ sagði Bryndís um sína reynslu. Bryndís Hafþórsdóttir er í hópi þeirra foreldra langveikra barna sem gagnrýnt hefur reglugerð Sjúkratrygginga Íslands.Góðvild Drengurinn getur ekki sjálfur knúið hjól áfram á milli staða og þarf því hjólastólahjól með rafmagni, sem ekki fæst niðurgreitt. „Ef hann gæti sjálfur hjólað á þríhjóli eða á hjóli með öðrum hjálpartækjum eða handknúið hjólið, þá hefði hann fengið hjól. Þetta segir okkur að fötluðustu börnin fá ekki að njóta sín eins og önnur börn þó að þau eigi fullan rétt til þess samkvæmt barnasáttmálanum.“ Gjörbreytti lífi fjölskyldunnar Sigurður Hólmar Jóhannesson er á bak við Góðvild og Allir hjóla átakið en hann segir að Sjúkratryggingar Íslands séu ekki komnar inn í þessa öld. Hann fékk einnig synjun þegar hann sótti um styrk fyrir hjólastólahjóli fyrir langveika dóttur sína. „Um leið og þú ert kominn á hjól þá getur þú farið að fara lengra, það opnast fullt af nýjum tækifærum. Þú getur farið að fara út í náttúruna og staði sem eru þægilegir. Þú hittir fólk og sérð dýr, getur gert hvað sem er.“ Hjólastólið sem þau keyptu með aðstoð góðra vina hafði mikil áhrif á hennar lífsgæði. Í nýju myndbandi sem góðvild sendi frá sér í dag, segir Sigurður frá reynslu fjölskyldunnar af þessari reglugerð. „Við byrjuðum að hjóla og það gjörbreytti öllu okkar lífi.“ Dóttir hans er með sjaldgæfan taugasjúkdóm, sem kallast AHC. Engin dagur er eins og foreldrar AHC barna vita aldrei hvernig næsti dagur mun verða. Fær barnið flogakast? Fær barnið AHC kast? Sigurður segir að hjólið hafi haft góð áhrif á líf allra í fjölskyldunni, því nú geti þau farið öll saman út að hjóla. „Ekki bara við sem erum ekki hreyfiskert, heldur allir. Það gjörbreytti öllu fyrir okkur.“ Hann flytur nú inn svona sérhæfð hjól fyrir þá sem ekki geta hjólað á hefðbundnum hjólum. „Það eina neikvæða er að fyrir fólk sem að þurfa á svona hjóli að halda, sérhæft, þá eru styrkjamál í rosalega slæmu ásigkomulagi.“ Hægt er að horfa á myndband Góðvildar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Góðvild - Hjálpartæki
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir „Fötluðustu börnin fá ekki að njóta sín eins og önnur börn“ „Sárt og sorglegt“ að fá neitun frá Sjúkratryggingum, segir móðir langveiks drengs sem óskaði eftir styrk fyrir hjólastólahjóli. Hún segir sorglegt að hópur barna fái ekki tækifæri til að hjóla, líkt og heilbrigð börn gera. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að endurskoða reglugerðina. 4. nóvember 2020 16:15 Segir Sjúkratryggingar Íslands ekki komnar inn í þessa öld Sigurður Hólmar Jóhannesson gagnrýnir að ekki fáist niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir mörgum hjálpartækjum sem gætu bætt lífsgæði langveikra og fatlaðra barna til muna. 3. nóvember 2020 08:01 Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01 „Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Fötluðustu börnin fá ekki að njóta sín eins og önnur börn“ „Sárt og sorglegt“ að fá neitun frá Sjúkratryggingum, segir móðir langveiks drengs sem óskaði eftir styrk fyrir hjólastólahjóli. Hún segir sorglegt að hópur barna fái ekki tækifæri til að hjóla, líkt og heilbrigð börn gera. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að endurskoða reglugerðina. 4. nóvember 2020 16:15
Segir Sjúkratryggingar Íslands ekki komnar inn í þessa öld Sigurður Hólmar Jóhannesson gagnrýnir að ekki fáist niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir mörgum hjálpartækjum sem gætu bætt lífsgæði langveikra og fatlaðra barna til muna. 3. nóvember 2020 08:01
Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01
„Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32