Antebellum: Smiðir ganga í störf arkitekta Heiðar Sumarliðason skrifar 10. nóvember 2020 14:31 Antebellum er nú að koma á Leiguna. Kvikmyndin Antebellum kom í kvikmyndahús á Íslandi í miðju Covid-fárinu, því eru ekki líkur á að margir hafi séð hana. Hún kemur hins vegar á Leiguna n.k fimmtudag. Höfundar hennar eru Gerard Bush og Christopher Renz, sem hafa um árabil leikstýrt tónlistarmyndböndum og notið mikillar velgengni við þá iðju sína. Þeir skrifuðu handritið að Antebellum, sinni fyrstu kvikmynd, og leikstýra henni saman. Þeir eru lifandi dæmi um hvernig þetta stökk, frá myndböndum yfir í kvikmyndir, reynist fólki oft mjög erfitt. Þ.e.a.s. fyrir þá sem ætla ekki aðeins að leikstýra, heldur líka skrifa efnið sjálfir. Þeir leikstjórar sem hafa farið úr tónlistarmyndbandagerð yfir í kvikmyndir, og gert það gott, hafa í næstum öllum tilfellum leikstýrt efni eftir aðra. Margir MTV-leikstjórar gert frábærar kvikmyndir Tónlistarmyndbönd segja oft einhvers konar sögur á þremur til fjórum mínútum (nema þau innihaldi einungis fólk að syngja og spila). Þar sem formið er knappt gengur það út á að skapa hughrif í litlum skömmtum. Kvikmynd er hins vegar tveggja tíma viðfang sem inniheldur eindir á við: Samtöl, samhygð og fast mótaðan strúktúr. Það kostar margra ára/áratuga vinnu að ná valdi á handritsforminu og það eru mjög fáir sem stökkva úr tónlistarmyndbandagerð beint í það að skrifa kvikmyndahandrit sem gengur fullkomlega upp. Hafi einhver haft efasemdir um það, þá er kvikmyndin Antebellum lifandi sönnun þess. Hér að neðan er dæmi um tónlistarmyndband frá höfundum Antenbellum. Eins og sjá má er ekki mikil sagnamennska í gangi. Þeir MTV-leikstjórar sem hafa notið velgengni í gerð kvikmynda í fullri lengd eru þó fjölmargir, og hafa gert margar af mínum uppáhalds myndum. Spike Jonze, David Fincher, Michel Gondry og Antoine Fuqua, eru allt menn sem hófu feril sinn í tónlistarmyndböndum en hafa síðar gert frábærar kvikmyndir. Það sem velgengni þeirra á hins vegar sameiginlegt, er að þeir hefja sinn feril á samstarfi við stórkostlega handritshöfunda. T.d. gerðu Jonze og Gondry báðir sínar fyrstu myndir með einum fremsta handritshöfundi Hollywood, Charlie Kaufman. Það þarf ekki annað en að líta t.d. á ferilskrá Ridleys Scotts, sem kemur upprunalega úr auglýsingagerð, til að sjá að hann hefur ekki skrifað eitt einasta handrit að kvikmynd í fullri lengd. Kvikmyndir ganga ekki út á „gimmick“ Tónlistarmyndbönd og auglýsingar ganga oftast út á einhverskonar „gimmick,“ og því miður ætla Bush og Renz að færa það yfir á kvikmyndarformið. Sagan gerist í Bandaríkjunum á tveimur tímabilum, annars vegar á meðan þrælahald er enn við lýði, og hins vegar í nútímanum. Við virðumst vera með sömu manneskjuna í forgrunni í báðum þráðunum og skipt er á milli tímabila. Vandinn er að höfundarnir tveir segja áhorfendum ekkert sem þeir vita ekki fyrir. Það er ekki reynt að setja nútímann og fortíð þrælahalds í nýtt, eða frumlegt samhengi. Þeir halda að yfirborðslegar strúktúrbrellur og ruglingur séu leiðir til að fá áhorfendur til að hugsa, á meðan slíkt á að vera krydd en ekki aðalmáltíð. Kvikmyndafrásögn er byggð upp á því að saga er sögð með samtölum og myndum, ákveðnar upplýsingar eru gefnar og ákveðnum upplýsingum haldið frá áhorfendum. Þetta reyna þeir Bush og Renz að gera með því að rugla áhorfendur í gegnum strúktúr myndarinnar. Öll sagnamennska þeirra gengur út á lokasnúninginn, en þegar á hólminn er komið er hann algjört prump. Stiklan svíkur Stikla myndarinnar hjálpar ekki til, því hún er margfalt betri en myndin sjálf (sem stafar að einhverju leyti af því að þeir eru ótrúlega færir sjónrænir leikstjórar). Hún lofar manni einhverju svakalegu, einhverju fersku, einhverju spennandi, en skilar ekki neinu af því. Ég mæli reyndar með því að fólk láti stikluna eiga sig ef það ætlar sér á annað borð að horfa á Antebellum, því hún gerir fátt annað en að skapa falsvonir. Þekking Bush og Renz á handritsforminu er augljóslega mjög yfirborðsleg er varðar hvernig á að beita því til að draga áhorfendur inn í sögu. Þetta eru reyndar dæmigerð vinnubrögð manna sem hefur verið látið of mikið með. Þeir telja sig augljóslega klárari en þeir eru í raun og veru og ætla að sýna hvernig á að gera alvöru bíó. Verst er að allir strúktúrstælarnir skila áhorfendum aðeins fallegum pakka en engu innihaldi. Af viðtölum við þá Bush og Renz að dæma, telja þeir sig hafa gert einhverskonar misskilið meistaraverk, að áhorfendur þoli illa þegar þeim er sýnt eitthvað sem er svona „real“. Mig grunar samt að þeir einu sem misskilji séu höfundarnir tveir. Ástæðan fyrir því að gagnrýnendur og áhorfendur eru að mestu leyti neikvæðir gagnvart myndinni er ekki af því hún sé of „real.“ Það er vegna þess að hún er yfirborðsleg og fölsk. Bush og Renz segjast vera að setja spegil upp að bandarísku samfélagi. Vandinn er sá að það sem við sjáum í speglinum höfum við séð milljón sinnum og erum þegar orðin hundleið á því. Niðurstaða: Fallegar umbúðir utan um tóman kassa. Handritsskrif er starf sem þarf að bera virðingu fyrir. Þó þú sért smiður þýðir það ekki að þú sért arkitekt. Ef Bush og Renz ætla að halda áfram að búa til bíó, ættu þeir að halda sig við það sem þeir eru meistarar í og fá einhvern annan til að skrifa handritin. Heiðar Sumarliðason ræddi við Bjartmar Þórðarson um Antebellum í Stjörnubíói. Hægt er að hlýða á samtal þeirra hér að neðan. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndin Antebellum kom í kvikmyndahús á Íslandi í miðju Covid-fárinu, því eru ekki líkur á að margir hafi séð hana. Hún kemur hins vegar á Leiguna n.k fimmtudag. Höfundar hennar eru Gerard Bush og Christopher Renz, sem hafa um árabil leikstýrt tónlistarmyndböndum og notið mikillar velgengni við þá iðju sína. Þeir skrifuðu handritið að Antebellum, sinni fyrstu kvikmynd, og leikstýra henni saman. Þeir eru lifandi dæmi um hvernig þetta stökk, frá myndböndum yfir í kvikmyndir, reynist fólki oft mjög erfitt. Þ.e.a.s. fyrir þá sem ætla ekki aðeins að leikstýra, heldur líka skrifa efnið sjálfir. Þeir leikstjórar sem hafa farið úr tónlistarmyndbandagerð yfir í kvikmyndir, og gert það gott, hafa í næstum öllum tilfellum leikstýrt efni eftir aðra. Margir MTV-leikstjórar gert frábærar kvikmyndir Tónlistarmyndbönd segja oft einhvers konar sögur á þremur til fjórum mínútum (nema þau innihaldi einungis fólk að syngja og spila). Þar sem formið er knappt gengur það út á að skapa hughrif í litlum skömmtum. Kvikmynd er hins vegar tveggja tíma viðfang sem inniheldur eindir á við: Samtöl, samhygð og fast mótaðan strúktúr. Það kostar margra ára/áratuga vinnu að ná valdi á handritsforminu og það eru mjög fáir sem stökkva úr tónlistarmyndbandagerð beint í það að skrifa kvikmyndahandrit sem gengur fullkomlega upp. Hafi einhver haft efasemdir um það, þá er kvikmyndin Antebellum lifandi sönnun þess. Hér að neðan er dæmi um tónlistarmyndband frá höfundum Antenbellum. Eins og sjá má er ekki mikil sagnamennska í gangi. Þeir MTV-leikstjórar sem hafa notið velgengni í gerð kvikmynda í fullri lengd eru þó fjölmargir, og hafa gert margar af mínum uppáhalds myndum. Spike Jonze, David Fincher, Michel Gondry og Antoine Fuqua, eru allt menn sem hófu feril sinn í tónlistarmyndböndum en hafa síðar gert frábærar kvikmyndir. Það sem velgengni þeirra á hins vegar sameiginlegt, er að þeir hefja sinn feril á samstarfi við stórkostlega handritshöfunda. T.d. gerðu Jonze og Gondry báðir sínar fyrstu myndir með einum fremsta handritshöfundi Hollywood, Charlie Kaufman. Það þarf ekki annað en að líta t.d. á ferilskrá Ridleys Scotts, sem kemur upprunalega úr auglýsingagerð, til að sjá að hann hefur ekki skrifað eitt einasta handrit að kvikmynd í fullri lengd. Kvikmyndir ganga ekki út á „gimmick“ Tónlistarmyndbönd og auglýsingar ganga oftast út á einhverskonar „gimmick,“ og því miður ætla Bush og Renz að færa það yfir á kvikmyndarformið. Sagan gerist í Bandaríkjunum á tveimur tímabilum, annars vegar á meðan þrælahald er enn við lýði, og hins vegar í nútímanum. Við virðumst vera með sömu manneskjuna í forgrunni í báðum þráðunum og skipt er á milli tímabila. Vandinn er að höfundarnir tveir segja áhorfendum ekkert sem þeir vita ekki fyrir. Það er ekki reynt að setja nútímann og fortíð þrælahalds í nýtt, eða frumlegt samhengi. Þeir halda að yfirborðslegar strúktúrbrellur og ruglingur séu leiðir til að fá áhorfendur til að hugsa, á meðan slíkt á að vera krydd en ekki aðalmáltíð. Kvikmyndafrásögn er byggð upp á því að saga er sögð með samtölum og myndum, ákveðnar upplýsingar eru gefnar og ákveðnum upplýsingum haldið frá áhorfendum. Þetta reyna þeir Bush og Renz að gera með því að rugla áhorfendur í gegnum strúktúr myndarinnar. Öll sagnamennska þeirra gengur út á lokasnúninginn, en þegar á hólminn er komið er hann algjört prump. Stiklan svíkur Stikla myndarinnar hjálpar ekki til, því hún er margfalt betri en myndin sjálf (sem stafar að einhverju leyti af því að þeir eru ótrúlega færir sjónrænir leikstjórar). Hún lofar manni einhverju svakalegu, einhverju fersku, einhverju spennandi, en skilar ekki neinu af því. Ég mæli reyndar með því að fólk láti stikluna eiga sig ef það ætlar sér á annað borð að horfa á Antebellum, því hún gerir fátt annað en að skapa falsvonir. Þekking Bush og Renz á handritsforminu er augljóslega mjög yfirborðsleg er varðar hvernig á að beita því til að draga áhorfendur inn í sögu. Þetta eru reyndar dæmigerð vinnubrögð manna sem hefur verið látið of mikið með. Þeir telja sig augljóslega klárari en þeir eru í raun og veru og ætla að sýna hvernig á að gera alvöru bíó. Verst er að allir strúktúrstælarnir skila áhorfendum aðeins fallegum pakka en engu innihaldi. Af viðtölum við þá Bush og Renz að dæma, telja þeir sig hafa gert einhverskonar misskilið meistaraverk, að áhorfendur þoli illa þegar þeim er sýnt eitthvað sem er svona „real“. Mig grunar samt að þeir einu sem misskilji séu höfundarnir tveir. Ástæðan fyrir því að gagnrýnendur og áhorfendur eru að mestu leyti neikvæðir gagnvart myndinni er ekki af því hún sé of „real.“ Það er vegna þess að hún er yfirborðsleg og fölsk. Bush og Renz segjast vera að setja spegil upp að bandarísku samfélagi. Vandinn er sá að það sem við sjáum í speglinum höfum við séð milljón sinnum og erum þegar orðin hundleið á því. Niðurstaða: Fallegar umbúðir utan um tóman kassa. Handritsskrif er starf sem þarf að bera virðingu fyrir. Þó þú sért smiður þýðir það ekki að þú sért arkitekt. Ef Bush og Renz ætla að halda áfram að búa til bíó, ættu þeir að halda sig við það sem þeir eru meistarar í og fá einhvern annan til að skrifa handritin. Heiðar Sumarliðason ræddi við Bjartmar Þórðarson um Antebellum í Stjörnubíói. Hægt er að hlýða á samtal þeirra hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið