Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 15:05 Frá þingi Armeníu í morgun. EPA/VAHRAM BAGHDASARYAN Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. Samkomulagið felur í sér að Aserbaídsjan mun halda því svæði sem Aserar hafa hertekið en þar á meðal er borgin Shusi, sem er sú næst stærsta í héraðinu. Þar að auki þurfa Armenar að gefa eftir umfangsmikið svæði fyrir 1. desember. Ríkin tvö hafa nú barist um Nagorno-Karabakh í um sex vikur. Það tilheyrir formlega Aserbaídsjan en því hefur þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Samkomulaginu var fagnað í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, en í Jerevan, höfuðborg Armeníu, brutust út mikil mótmæli. Í morgun ruddust mótmælendur inn í þinghús landsins og gengu í skrokk á forseta þingsins. Þá hafa fregnir borist af því að skrifstofa forsætisráðherrann hafi verið rænd, samkvæmt frétt BBC. Hér má sjá myndefni frá þinghúsinu í Jerevan í morgun. VIDEO: Chaotic scenes erupted inside Armenia's parliament in the early hours of Tuesday as protesters angry at a ceasefire deal with Azerbaijan seized control of its chamber to denounce the country's leadership pic.twitter.com/2A4zjOwRz4— AFP news agency (@AFP) November 10, 2020 Hávær áköll eftir afsögn forsætisráðherra Armeníu hafa heyrst og sömuleiðis hefur verið kallað eftir því að Armenar fylgi samkomulaginu ekki eftir. Blaðamenn Reuters hafa eftir einhverjum Aserum sem rætt var við í Baku að þeir treysti Rússum ekki til að vera á svæðinu og til að ganga úr skugga um að samkomulaginu sé fylgt eftir. Þá er haft eftir Arayik Harutyunyan, pólitískum leiðtoga Nagorno-Karabakh, að ekkert annað hafi verið í boði en að semja um frið. Annars myndi allt héraðið tapast. Pashinyan, forsætisráðherra, hefur sagt að ekki sé endilega um ósigur að ræða, nema Armenar telji sig hafa verið sigraða. Útlit er fyrir að Armenar hafi misst fjölda hermanna, skriðdreka og annan herbúnað í átökunum. Það hefur að miklu leyti verið rakið til yfirburða Asera í lofti og þá sérstaklega vegna dróna sem Aserar fengu frá Tyrkjum, bakhjörlum sínum. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum í átökunum. Má þar nefna stórskotaliðsárásir á almenna borgara og aftökur fanga. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. Samkomulagið felur í sér að Aserbaídsjan mun halda því svæði sem Aserar hafa hertekið en þar á meðal er borgin Shusi, sem er sú næst stærsta í héraðinu. Þar að auki þurfa Armenar að gefa eftir umfangsmikið svæði fyrir 1. desember. Ríkin tvö hafa nú barist um Nagorno-Karabakh í um sex vikur. Það tilheyrir formlega Aserbaídsjan en því hefur þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Samkomulaginu var fagnað í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, en í Jerevan, höfuðborg Armeníu, brutust út mikil mótmæli. Í morgun ruddust mótmælendur inn í þinghús landsins og gengu í skrokk á forseta þingsins. Þá hafa fregnir borist af því að skrifstofa forsætisráðherrann hafi verið rænd, samkvæmt frétt BBC. Hér má sjá myndefni frá þinghúsinu í Jerevan í morgun. VIDEO: Chaotic scenes erupted inside Armenia's parliament in the early hours of Tuesday as protesters angry at a ceasefire deal with Azerbaijan seized control of its chamber to denounce the country's leadership pic.twitter.com/2A4zjOwRz4— AFP news agency (@AFP) November 10, 2020 Hávær áköll eftir afsögn forsætisráðherra Armeníu hafa heyrst og sömuleiðis hefur verið kallað eftir því að Armenar fylgi samkomulaginu ekki eftir. Blaðamenn Reuters hafa eftir einhverjum Aserum sem rætt var við í Baku að þeir treysti Rússum ekki til að vera á svæðinu og til að ganga úr skugga um að samkomulaginu sé fylgt eftir. Þá er haft eftir Arayik Harutyunyan, pólitískum leiðtoga Nagorno-Karabakh, að ekkert annað hafi verið í boði en að semja um frið. Annars myndi allt héraðið tapast. Pashinyan, forsætisráðherra, hefur sagt að ekki sé endilega um ósigur að ræða, nema Armenar telji sig hafa verið sigraða. Útlit er fyrir að Armenar hafi misst fjölda hermanna, skriðdreka og annan herbúnað í átökunum. Það hefur að miklu leyti verið rakið til yfirburða Asera í lofti og þá sérstaklega vegna dróna sem Aserar fengu frá Tyrkjum, bakhjörlum sínum. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum í átökunum. Má þar nefna stórskotaliðsárásir á almenna borgara og aftökur fanga.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22
Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27