Arnar Gunnlaugs um Pablo Punyed: Sú týpa sem við þurfum á að halda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:01 Arnar segir að Pablo muni bæta lið Víkinga mikið. Vísir/Bára Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira