Hamrén hættir með íslenska landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 09:36 Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira