Eldsneytisþurrð talin hafa orsakað flugslysið mannskæða við Múlakot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 13:23 Frá vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð Vísir/Jóhann K. Eldsneytisþurrð á hreyflum flugvélarinnar orsakaði flugslysið sem varð þremur að bana nærri flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð sumarið 2019. Olli eldsneytisþurrðin aflmissi í beygju inn á lokastefnu í lítilli hæð, með þeim afleiðingum að vinstri vængur ofreis og flugvélin brotlenti. Vegna slyssins beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa því til samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða tiltekins flugvélaeldsneytis, auk þess sem flugmenn eru minntir á að tryggja að nægjanlegt eldsneyti sé á flugvélum fyrir það flug sem þeir hyggjast fljúga. Mikið flugáhugafólk Sem fyrr segir létust þrír í slysinu, hjón á sextugsaldri og tvítugur sonur þeirra. Fjölskyldufaðirinn var reynslumikill flugmaður, með um 18,6 þúsund flugtíma að baki og sonurinn að stíga sín fyrstu skref í fluginu, með um 260 flugtíma að baki. Fjölskyldan öll var mikið flugáhugafólk. Tveir aðrir voru um borð og slösuðust þeir alvarlega í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út í dag ítarlega skýrslu um flugslysið þar sem fram kemur að eldsneytisþurrð á hreyflum vélarinnar, tveggja hreyfla Piper PA-23, hafi valdið aflmissi sem varð til þess að vélin brotlenti. Þar kemur fram að áætlað hafi verið að fljúga frá Múlakoti til Víkur í Mýrdal, þaðan á Djúpavog og aftur til Múlakots. Faðirinn og sonurinn skiptust á að fljúga vélinni umræddan dag, að því er fram kemur í skýrslunni. Vitni taldi eldsneytið ekki duga Í skýrslunni kemur meðal annars fram að vitni hafi rætt við fjölskylduföðurinn um flugþol og eldsneyti eftir komuna á Vík í Mýrdal. Taldi vitnið að eldsneyti á vélinni myndi ekki duga í flug til Djúpavogs. Segir hann fjölskylduföðurinn hafa sagst ætla að taka eldsneyti á Höfn í Hornafirði, auk þess sem að hann hefði fyllt aðaleldsneytisgeymana á Hellu fyrr um daginn. Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins.Vísir/Stöð 2 Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt upplýsinum frá Isavia hafi flugvélinni ekki verið lent á Höfn umræddan dag auk þess sem að farþegi um borð í vélinni sagði nefndinni að ekki hafi verið tekið eldsneyti á vélina frá því að hann kom um borð í Múlakoti, það er hvorki í Vík né á Djúpavogi. Reynsluleysi flugmannanna á þessa tilteknu flugvélategund gæti hafa haft áhrif Einnig er greint frá vitnisburði fjölmargra vitna sem urðu vitni að flugslysinu þar sem því er lýst hvernig flugvélinni hafi verið flogið hægt og lágt inn til lendingar. Flugvélin hafi hallast alltaf meira og meira til vinstri áður en hún féll niður. Vitni sem var í fjallgöngu fyrir ofan Múlakot sneri sér við þegar það heyrði dynk. Hvít stél vélarinnar stóð þá upp í loft frá jörðu og eldur kom upp. Var það þetta vitni sem tilkynnti flugslysið til Neyðarlínunnar klukkan 20.39. Vélin hafði brotlent einum kílómetra fyrir austan þröskuld flugbrautar 29 á flugvellinum. Ellefu mínútum síðar komu viðbragðsaðilar á vettvang en áður höfðu fimm vitni náð að koma einum farþega vélarinnar út úr vélinni. Sem fyrr segir létust þrír og tveir slösuðust alvarlega. Frá vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Eldur kom upp í vinstri væng flugvélarinnar þegar hún skall til jarðar.Vísir/Stöð 2 Í niðurstöðu nefndarinnar segir að nefndin telji að á fluginu hafi verið stillt á aðaleldsneytisgeyma og að eldsneytisþurrð hafi orðið, fyrst í vinstri hreyfli skömmu fyrir þriðja yfirflugið yfir flugbraut 29, og síðan í hægri hreyfli rétt fyrir lokabeygjuna. Í kjölfarið hafi vinstri vængur flugvélarinnar ofrisið í beygjunni og hún brotlent. Þá telur nefndin að takmörkuð reynsla beggja flugmanna á þessa tilteknu gerð flugvélar gæti hafa haft áhrif á viðbrögð þeirra í neyð. Þétta þurfi net sölustaða og efla þurfi forvarnir og fræðslu um hættu á eldsneytisþurrð Rannsókn RNSA leiddi í ljós mjög takmarkað aðgengi að Avgas 100LL eldsneyti á suðausturhluta landsins. Í skýrslunni segir að á flugleiðinni sé eingöngu hægt að kaupa Avgas 100LL eldsneyti á einkaflugvellinum í Skaftafelli og afgreiðsla þar takmörkuð og árstíðabundin. Ekki var haft samband við umsjónarmann flugvallarins í Skaftafelli með beiðni um afgreiðslu eldsneytis í tengslum við flug flugvélarinnar þennan dag. Er því meðal annars beint til Samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða Avgas 100LL eldsneytis á flugvöllum landsins, auk þess sem að nefndin beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar yfirsýn flugmanna á eldsneyti um borð og hættu á eldsneytisþurrð og að uppfæra Flugmálahandbók Íslands er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins. Þá fá flugmenn þau almennu tilmæli og áminningar um framkvæma eldsneytisútreikninga fyrir flug og tryggja að nægilegt eldsneyti sé fyrir það flug sem þeir hyggjast fljúga, auk varaeldsneytis, að nota gátlista auk þess sem að flugmenn eru hvattir til að hafa ávallt kveikt á ratsjársvara í flugi, sé hann til staðar. Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má nálgast hér. Samgönguslys Fréttir af flugi Rangárþing eystra Flugslys við Múlakot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Eldsneytisþurrð á hreyflum flugvélarinnar orsakaði flugslysið sem varð þremur að bana nærri flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð sumarið 2019. Olli eldsneytisþurrðin aflmissi í beygju inn á lokastefnu í lítilli hæð, með þeim afleiðingum að vinstri vængur ofreis og flugvélin brotlenti. Vegna slyssins beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa því til samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða tiltekins flugvélaeldsneytis, auk þess sem flugmenn eru minntir á að tryggja að nægjanlegt eldsneyti sé á flugvélum fyrir það flug sem þeir hyggjast fljúga. Mikið flugáhugafólk Sem fyrr segir létust þrír í slysinu, hjón á sextugsaldri og tvítugur sonur þeirra. Fjölskyldufaðirinn var reynslumikill flugmaður, með um 18,6 þúsund flugtíma að baki og sonurinn að stíga sín fyrstu skref í fluginu, með um 260 flugtíma að baki. Fjölskyldan öll var mikið flugáhugafólk. Tveir aðrir voru um borð og slösuðust þeir alvarlega í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út í dag ítarlega skýrslu um flugslysið þar sem fram kemur að eldsneytisþurrð á hreyflum vélarinnar, tveggja hreyfla Piper PA-23, hafi valdið aflmissi sem varð til þess að vélin brotlenti. Þar kemur fram að áætlað hafi verið að fljúga frá Múlakoti til Víkur í Mýrdal, þaðan á Djúpavog og aftur til Múlakots. Faðirinn og sonurinn skiptust á að fljúga vélinni umræddan dag, að því er fram kemur í skýrslunni. Vitni taldi eldsneytið ekki duga Í skýrslunni kemur meðal annars fram að vitni hafi rætt við fjölskylduföðurinn um flugþol og eldsneyti eftir komuna á Vík í Mýrdal. Taldi vitnið að eldsneyti á vélinni myndi ekki duga í flug til Djúpavogs. Segir hann fjölskylduföðurinn hafa sagst ætla að taka eldsneyti á Höfn í Hornafirði, auk þess sem að hann hefði fyllt aðaleldsneytisgeymana á Hellu fyrr um daginn. Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins.Vísir/Stöð 2 Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt upplýsinum frá Isavia hafi flugvélinni ekki verið lent á Höfn umræddan dag auk þess sem að farþegi um borð í vélinni sagði nefndinni að ekki hafi verið tekið eldsneyti á vélina frá því að hann kom um borð í Múlakoti, það er hvorki í Vík né á Djúpavogi. Reynsluleysi flugmannanna á þessa tilteknu flugvélategund gæti hafa haft áhrif Einnig er greint frá vitnisburði fjölmargra vitna sem urðu vitni að flugslysinu þar sem því er lýst hvernig flugvélinni hafi verið flogið hægt og lágt inn til lendingar. Flugvélin hafi hallast alltaf meira og meira til vinstri áður en hún féll niður. Vitni sem var í fjallgöngu fyrir ofan Múlakot sneri sér við þegar það heyrði dynk. Hvít stél vélarinnar stóð þá upp í loft frá jörðu og eldur kom upp. Var það þetta vitni sem tilkynnti flugslysið til Neyðarlínunnar klukkan 20.39. Vélin hafði brotlent einum kílómetra fyrir austan þröskuld flugbrautar 29 á flugvellinum. Ellefu mínútum síðar komu viðbragðsaðilar á vettvang en áður höfðu fimm vitni náð að koma einum farþega vélarinnar út úr vélinni. Sem fyrr segir létust þrír og tveir slösuðust alvarlega. Frá vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Eldur kom upp í vinstri væng flugvélarinnar þegar hún skall til jarðar.Vísir/Stöð 2 Í niðurstöðu nefndarinnar segir að nefndin telji að á fluginu hafi verið stillt á aðaleldsneytisgeyma og að eldsneytisþurrð hafi orðið, fyrst í vinstri hreyfli skömmu fyrir þriðja yfirflugið yfir flugbraut 29, og síðan í hægri hreyfli rétt fyrir lokabeygjuna. Í kjölfarið hafi vinstri vængur flugvélarinnar ofrisið í beygjunni og hún brotlent. Þá telur nefndin að takmörkuð reynsla beggja flugmanna á þessa tilteknu gerð flugvélar gæti hafa haft áhrif á viðbrögð þeirra í neyð. Þétta þurfi net sölustaða og efla þurfi forvarnir og fræðslu um hættu á eldsneytisþurrð Rannsókn RNSA leiddi í ljós mjög takmarkað aðgengi að Avgas 100LL eldsneyti á suðausturhluta landsins. Í skýrslunni segir að á flugleiðinni sé eingöngu hægt að kaupa Avgas 100LL eldsneyti á einkaflugvellinum í Skaftafelli og afgreiðsla þar takmörkuð og árstíðabundin. Ekki var haft samband við umsjónarmann flugvallarins í Skaftafelli með beiðni um afgreiðslu eldsneytis í tengslum við flug flugvélarinnar þennan dag. Er því meðal annars beint til Samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða Avgas 100LL eldsneytis á flugvöllum landsins, auk þess sem að nefndin beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar yfirsýn flugmanna á eldsneyti um borð og hættu á eldsneytisþurrð og að uppfæra Flugmálahandbók Íslands er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins. Þá fá flugmenn þau almennu tilmæli og áminningar um framkvæma eldsneytisútreikninga fyrir flug og tryggja að nægilegt eldsneyti sé fyrir það flug sem þeir hyggjast fljúga, auk varaeldsneytis, að nota gátlista auk þess sem að flugmenn eru hvattir til að hafa ávallt kveikt á ratsjársvara í flugi, sé hann til staðar. Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má nálgast hér.
Samgönguslys Fréttir af flugi Rangárþing eystra Flugslys við Múlakot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira